Fjallkonan


Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar & mán- uM, 36 blöB um &rið. Árg. kostar 2 krðnur. Borgist fyrir júlilok. FJALLKONÍN. Vahiimar Ásmundarson ritstjóri þessa blaös býT 1 Þingholtsstræti og ©r aö hitta kl. 3—4 e. m. 11. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 18. APRÍL 1887. Falleg’ sumargjöf er SÁLMABÚKIN NÝJA, í alls konar skrautbandi, kostar 3 kr. 75 au. — 7 kr. 50 au., i og fæst hjá undirskrifuðum. Enn fremr hefi ég til söln: Róbínson Krúsóe, hina j skemtilegu og fallegu barnabók með myndum, kostar innb. 1— 1,50, Kenslubðk Halldðrs Briems í ensku, kostar innb. 2,35 og Goðafræði Norðrlanda eftir Halld. Briem, kostar 50 au. Sigfús Eymundsson. Dúmr ylirdómsins var í dag upp kveðinn í máli því, er liöfð- að var af hálfu hins opinbera gegn 29 mönnum, er brotið höfðu fiskiveiðasamþykt Rosmhvalaneshrepps, Vatnsleysustr.hr., Garða- og Bessastaðahrepps, með því að leggja net fyrir utan linu þá, er ákveðin er í samþyktinni. í héraði var einn þessara manna, Ingjaldr Sigurðsson, dæmdr í 70 kr. sekt, einn, Þórðr Jðnsson, i 140 kr. sekt og einn, Þðrðr Guðmundsson, í 240 kr. sekt, alt eftir ítrekunum brotsins og fleiri atvikum; hinir vóru dæmdir í 60 kr. sekt; enn yfirdómrinn dæmdi þá Ingjald og Þórðana báða í 60 kr. sekt, og liina aðra í 50 kr. sekt auk málskostn- aðar. Fjðrum af hinum kærðu hafði eigi verið birt yfirdóms- stefna á löglegan hátt, og varð því að vísa stefnnnni frá yfir- | dómi, að því er þá snerti. Slysfarlr. Auk skipa þeirra, er áðr er getið að farizt hafi 29. f. m., fórst skip úr Keflavik með 4 mönuum. Formaðr Andrés Ingimundarson frá Bjarnastöðum í Grímsnesi. Bæjarbruni. Bærinn á Þorvaldsstöðum í Vopnaíirði brann í vetr til ösku. Frakknesk(J) fiskiskúta straniaði í f. m. í Hornafirði. Bjargarskortr. Um bjargarskort er kvartað í bréfum úr Dalasýslu, Isafjarðarsýslu, Strandasýslu, einstöku sveitum í Húna- vatnssýslu og Skaftafellssýslu. Segir svo i bréfi frá merkum manni í Laxárdal í Húnavatnssýslu, dags. um lok f. m.: „Hroða- útlit, flestir heylausir að kalla; gefa kúm 5—4 vikur, enn ekk- ert kindum, enda eru þær farnar að falla. Bjargarleysi svo mikið, að fðlk er farið að leggjast í bjúg. Á Ströndum er fólk farið að falla úr harðrétti, og sama verðr hér á Skaga. — í Flestallir vilja fara til Ameríku, enn enginn kemst". í bréfi úr Dalasýslu, dags. um lok f. m., segir svo: „Neyð af heyskorti er í allri Dalasýslu; fjöldi manna alveg l orðinn heylaus fyrir fé og hross; margir hafa skorið hæði kýr og gemlinga, og eru þó í heyskorti sem áðr. Það getr varla hjá því farið, að hér verði mikill fjárfellir í vor, endaþóttvor- ið yrði gott“. Tfðarfar er nú mjög blítt á suðrlandi og auð jörð ; vetrinn má eigi heita harðr, enn skakviðrasamr. — Af vestrlandi er að \ frétta harðari vetr og snjóvasamari, og hagleysur allvíða, eink- um í Dalasýslu og Strandasýslu, og sama tíð hefir verið í ■ Húnavatnssýslu. Góðr vetr yfir hötuð í Skagafirði, Eyjafjarð- ar, Þingeyjar og Múla sýslum, nema svo sem mánaðarskorpa sumstaðar fyrir miðjan vetrinn. Afliihrögð. Hér syðra er fiskafli heldr tregari í síðustu róðr- um. — Aflalaust á vestrlandi, enda stöðugar ógættir. Tals- verðr afli á Eyjafirði (þorskr og síld) — Góðr síldarafli eystra, einkum á Seyðisflrði, höfðu sumir þar í febr. lok fengið um 100 strokka (norskar tunnur) af síld. Gufuskipið „Miaca“, kapt. Wathne, fór hlaðið síld til Noregs. ! — Mun það fara nokkurar ferðir kringum land í sumar, svo að J Danir verða nú ekki lengr einir um strandsiglingarnar, sem betr fer. Díaiia, kapt. Dreyer, kom í dag. Um ráð til að minka skiptapa hér við land. Hr. Schierbeck landlæknir hefir ritað grein urn þetta efni í 13. og 14. blaði ísafoldar þ. á. Talar hann um, hve þungbært, manntjón leiði at skiptöp- um hér á landi, þar sem þeir eru svo tíðir ennþjóð- in svo fámenn. Siðan leggr hann til j’ms ráð, er hann hyggr, að orðið geti að nokkuru liði. Hann talar fyrst um, að gott mundi vera að hafa loftþyngdarmæla í sjóplázum, enn telr það þó hæpið, að not yrðu að loftþyngdarmælum vegna þess, að þeir boða það eigi nógu löngu fyrir fram, þegar veðr breytist snögglega. — Petta ætlum vérlíkarétt athugað. Þá talar hann um sundkunnáttu, og ætlar aðtteiri mundu geta bjargað lifi sinu í sjávarháska, ef allir kynnu að synda. Þó segir hann, að það sé reynt erlendis, að sjávargangr og kuldi íari oft með góða sundmenn. — Enn eins og ritstjóri ísafoldar bendir á, drukkna menn liér við land tíðast í lendingum, og mundi því sundið hvergi koma betr að lialdi enn hér. Siðan talar landlæknirinn um ráð til að draga úr sjávargangi, enn það er með því móti, að nota olíu eða lýsi. Hann segir, að eftir þeirri vitneskju, sem hann liafi getað aflað sér, einkum frá Noregi, þurfl eigi nema lítið eitt af olíu, svo sem 2 potta til að bjarga skipi, og megi hafa til þess lýsi, steinolíu og parafin-olíu. í Noregi sé höfð sú aðferð, að 2 pott- ar af steinoliu sé Iátnir í skinnbelg fullan af göml- um, flosnuðum köðlum, til þess að halda í olíuna, svo að hún dreifist ekki of fljótt út í ölduganginn. Þegar hættu beri að höndum, sé stungiu smágöt á belginn með hníf á svo sem tveimr stöðum, og hon- um síðan íieygt útbyrðis og bundinn við skipið með streng. Landlæknirinn leggr það til, að menn hér á landi búi til belgi úr sauðargærum og láti ullina snúa inn, og hafi í belgnum 2 potta af steinolíu. Þetta ráð hyggr hann, að gæti orðið að miklu liði. Það er ekki ólíklegt, að einhverjir reyni þetta ráð lir. landlæknisins, enn vér höfum enga trú á því. í útlöndum hefir það verið reynt til hlítar, að stein- olía er að litlu eða engu gagni í þessu tilliti, þ. e. hreinsuð steinolía, sem hér er einungis kostr á. í tímariti hins þýzka fiskifélags (..Mitteilungen des deutschen Fischerei-Vereins“) þ. á. er löng grein eft- ir Freedon, frægan sjóveðrafræðing, um þetta efni. Hann lætr mikið yfir gagnsemi lýsis eða olíu til að lægja sjógang. Hann segir, að bezt sé að hafapoka úr sterkum segldúk og fylla hann með olíu eðalýsi-, „það seitlar dræmt úr pokanum meðan hann er heill, enn ef þörf er á að láta renna örara úr honum,skal i

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.