Fjallkonan


Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 2
42 FJALLKONAN. stinga á liann smágöt með segldúksnál. Bezta olía j til þessara nota er línolía eða rapsolía eða lýsi; hrá steinolía er og allgóð, enn hreinsuð er hún þynnri enn svo, að hún geti gert næga himnu yfir sjóinn, og hefir hún því illagefizt“. Notkun olíu til að lægja sjógang er orðin mjög almenn á síðustu árum erlendis. Aftan við hið ame- ríska sjókort yfir Norðr-Atlantshaf er prentuð leið- beining um þetta efni, sem er á þessa leið: „Pegar skip skal liggja við akkeri á legu, sem er fyrir opnu hafi, þar sem búast má við sjógangi, á það að hafa öflugt dufl, er fest skal við akkeris- i stokkinn með kaðli, sem sé nógu sterkr til að bera j þunga akkerisins. Kaðallinn á að vera nokkurum föðmum lengri, enn sjórinn er djúpr til, og í duflinu j á að vera járngaddr með götum, er lína sé dregin [ í gegn um, og báðir endar hennar hafðir innan borðs á skipinu. Geri þá veðr liart, skal hnýta endana saman og draga olíubelg út að duflinu. Má þá eiuu gilda, hvernig fallið er, olíau mun ætíð verða á kul- borða og varna brotsjóum. Ef akkerisfestin eigi að j síðr slitnar, þá getr duflið samt komið að góðum not- | um til að bjarga akkerinu“. Gagnsemi lýsis og olíu til að lægja öldugang hef- j ir verið kunn um langan aldr, enn það erekki fyrri ! enn á síðustu árum, að farið er að nota þetta ráð i alment. Hér á landi eru enda dæmi til, að menn hafa bjargað lífi sínu í sjávarháska með lýsi, enn það mun mjög sjaldan hafa verið reynt. Skipstjóri nokkur á íslandsfari (skonnertunni Rosa), J. H. Petersen frá Rudkjöbing, hefir skýrt frá því í bréfi til „Nationaltid.“ (í desember f. á.), að sér liafi í haust er var á ferð sinni frá íslandi tekizt mæta vel að lina sjógang i miklum stormi með hákarlslýsi. Hann lét sauma poka úr segldúki og troða í hann dálitlu af heyi og hella svo í hann lýsi öðru hverju; var svo pokinn hengdr útbyrðis á kulborða, oggekk sjór úr því ekki yfir öldustokka, enn áðr skullu áföll- in hvort eftir annað yfir þiljur. Kveðst hann af þess- ari reynslu vera sannfærðr um, að lýsi sé ágætt til að draga afl úr brotsjó, enda í miklum stormi. Það mundi með litlum kostnaði spara margan skaða, og ræðr hann því formönnum þeim er sigla um Norðr- sjóinn á vetrardag, að vera jafnan út búnir með 20 potta lýsis að minsta kosti, og nemr það ekki meiru enn 8 króna kostnaði eftir verði því, sem nú er á lýsi. Það yrði oflangt mál í þessu blaði, að til færa mörg dæmi um gagnsemi þessa mikilvæga nýmælis, eða hinar ýmsu reglur, sem við eru hafðar eft’'r lög- un skipanna, sjólaginu o. s. frv. Það er vonandi, að almenningr láti sér að kenningu verða þessar bend- ingar og aðrar slíkar, er komnar eru áðr í blöðun- um og reyni þetta ráð, sem er svo kostnaðarlítið og hægt að veita sér. Hver veit nema hægt hefði ver- ið að afstýra að nokkurum hlut hinum hryggilegu mannsköðum í vetr með þessu einfalda ráði, enn svo grátlegt sem manntjónið er, þá tjáir eigi að sakast um orðinn hlut, heldr ættu menn að taka mál þetta til vandlegrar íhugunar og prófunar og gera tilraun- ir eftir því, sem hér til hagar; verði þá árangrinn hinn sami sem í öðrum löndum, sem telja má víst, þá ætti að láta framkvæmdina fylgja og setja reglur um, hvernig nota skuli þetta varúðarmeðal, ogtryggja þær reglur með nægum skuldbindingum og almenn- um samþyktum. Hér er ekki rúm til að ræða um þær orsakir til skip- tapanna, er kenna má óhentugri seglatilhögun og óvarlegri siglingu, eða illri lögun á skipunum. í þessum atriðum ætlum vér, að mikið sé ábótavant, og vonum vér, að þeir sem færir eru til þess, taki þau atriði málsins til íhugunar og komi síðan með bendingar sínar í blöðunum. Útlendar fréttir. Horfur á sambúð stórveldanna eru nú miklu frið- vænlegri enn áðr, og því lítill ótti fyrir stríði. For- ingjar uppreistarinnar í Búlgaríu, er getið varí8.bl. Fjallkonunnar, vóru sumir dæmdir til dauða. — 13. f. m. var gert samsæri til að myrða Rússakeisara með sprengiefni, enn komst upp. Yóru við það riðn- ir nokkurir stúdentar. — Jarðskjálíti allmikill varð á Suðr-Frakklandi og Norðr- Ítalíu 12. f. m. — Dáinn er í Danmörku Monrad biskup, fyrrum stjórn- arherra, einn af merkustu mönnum Dana, 76 ára. Nýjungar frá ýmsum löndum. ----ooe>%OOC>- íslenzkt forngripasafn í Khöfn. Eins og kunnugt er af Fjallkonunni. safnaði hr. Arthur Feddersen tals- verðu af forngripum hér á landi handa Dönum. í ritgerð eiuni í „Tidskrift for Kunstindustri 1887“ skýrir hann frá þessu starfi sínu. Segir hann þar, að á ferð sinni á íslandi 1884, og einkum er liann skoðaði hiðágætaforngripasafn iReykjavík, liafi sér orð- ið ljóst, hve margt þar í landi sé geymt frá fornöld- inni og hve mikinn stuðning megi fá þaðan til rann- sóknar á sérstaklegum iðnaði Norðrlanda. „Þegar ég“, segir hann, „átti að fara af nýju til íslands sumarið 1886 og ferðast í vísindalegum erindum um ýms liéruð landsins, leiddi ég athygli formanns danska þjóðgripasafnsins (Dansk Folkemuseum) að þessu, og eftir samkomulagi við hann keypti ég handa safninu hér um bil 150 gripi af ýmsu tagi, sem nú eru geymdir í téðu safni og verða þar vísir til væntan- legs íslenzks forngripasafns“. — Af þessu má sjá, að það hefir ekki verið ofhermt, sem stóð í Fjallkon- unni í vetr um forngripaleit Feddersens hér á landi. Hvernig lízt íslendingum á þetta athæfi hans? Vér munum síðar drepa á þetta málefni. Johannes Scherr, prófessor í Ziirich, andaðist 22. nóv. f. á., f. 1817, frægr maðr af ýmsum ritum, er einkum snerta bókmentasögu, bæði einstakra þjóða og alls mannkyns. Af þeim ritum má nefna hina al- mennu bókmentasögu, sem er hin bezta bók sem til er í þeirri grein, „Allgemeine Geschichte der Literatur", þýdd á dönsku af Winkelhorn, bókmentasögu Eng- lands og „Bildersaal der Weltliteratur“ eða skáld-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.