Fjallkonan


Fjallkonan - 28.04.1887, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 28.04.1887, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar 4 m&n- uði, 86 blöö um áriö. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júltlok. FJÍLLKONSN. Valdimar Ásmundarsom ritstjóri þena blaðs býr 1 Þingholtsstrœti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 12. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 28. APRÍL 1887. E mbæltispróf tók Valtýr Guðinnndsson 31. f. m. í norrænni málfræði við háskólann með eink. admissus. Mannalát. Nýdáinn er Sig-urgeir Jakobsson, fyrrum prestr á Grund í Eyjafirði. Hann er hinn eini prestr um langan aldr, er dæmdr hefir verið frá emhætti fyrir drykkjuskap. ]8. þ. m. dó í Rvík hfisfrú Guðrún Guðbrandsdóttir, ekkja Teits Finnbogasonar dýralæknis, 78 ára. Pöntunarfólasrið i Fljótsdalshéraði keypti í sumar er leið vörur fyrir 37000 kr. og er talið að hagnaðrinn hafi orðið 10000 kr. Félagið sendi til Englauds 2500 sauði; meðalverð þeirra 15 kr. 40 au. í sumar komandi gerir félagið ráð um að panta vörur fyrir alt að 60000 kr. Hdsbrunl. 1 nótt kviknaði eldr í geymsluhúsi Kr. 0. Þor- grímssonar hér í bænum, þar sem, geymdar eru upplagsleifar af óútgengilegum forlagsbókum Kr. 0. og hátt „assúreraðar“. Eldr- inn varð slöktr á svipstundu, og varð ekki af því að bækrnar brynnu, enn einhverjar litlar skemdir urðu á þeim. Eldrinn virðist hafa kviknað síðla nætr, og er óskiljanlegt til hvers far- ið hefir verið með eld eða ljós inn í húsið á þeim tíma; enginn ofn eða eldfæri eru í húsinu. Góðtemplarar heldu fyrirlestra um daginn, og buðu, ýmsum bæjarmönnum að hlusta á. Fyrirlestrana heldu: Jón Ólafsson, Indriði Einarsson, Þórðr Ólafsson, Guðlaugr Guðnmndsson cand. jur., Ólafr Rósenkranz. og — Gestr Pálsson. Margt var kynlegt í ræðu Gests. Meðal annars tók liann það fram að drykkjuskaprinn „upphefði" skynsemina. Mikil liefir „upp- hefð“ Gests verið meðan hann lá i „fylliríinu“. Úrræði. I. Þegar vér rituðum greiniua i haust (Fjallk. III. 19, 16. okt.) um „útlitið og horfurnar“ hér á landi. hétum vér því að minnast á það síðar. hvað reyn- andi væri að faka til bragðs til að standast harðær- ið og rétta við. Vér sýiidum í þeirri grein með rök- um, að landinu færi að sumu leyti aítr. að framfarir landsmanna væri meiri í orði kveðnu enn í raun og sannli'ika, og að efnahag almennings heíði jafnvel hnignað stórum á siðari árum. Þetta mætti alt sanna með Ijósum dæmum eftir hagskýrslum þeim er fyrir hendi eru, og væri fróðlegt að gera glöggva grein fýrir slíku, enn með því að enginn hefir bor- ið brigðr á orð vor, tölum vér eigi nánara um það að sinni, enn vikjum aftr að því, livaða úrræði nú mundu verða heillavænlegust til viðreisnar landi og íýð. Fyrst verðr að athuga, af liverju hin almennu bág- indi eru komin, að hverju leyti þau eru náttúrunni að kenna eða vanhyggju mannanna. Verðr það þá ljóst. að harðæri liefir verið í landi nú í samfleytt tiu ár, og mundi slík óáran jafnvel hafa orðið full- skæð efnaðri þjóðum enn fslendingar eru. Lífsbar- áttan verðr ætíð mjög uggvæn hér á landi. framtíð- in verðr ætið tvísýn; hversu góð sem stjórnin verðr. hversu mentaðir, hagsýnir og þrautseigir sem lands- menn verða, getr ísland aldrei blómgazt í líking við hin veðrsælli nágrannalönd; þar sem hafís lykr venju- lega mikinn hluta af ströndum lands lengr eða skemr á hverju ári, þar hlýtr öll þjóðmenning að eiga við ramman reip að draga, enda búa eigi aðrar þjóðir á úthafströndum þar sem hafisrek er, enn villimenn og íslendingar. Þegar þess er nú gætt, að íslend- ingar hafa i margar aldir legið nndir útlendri stjórn- ar-martröð, og hafa enn eigi fengið fullkomna sjálf- stjórn i hendr, þegar þess er gætt, að íslendingar eru flestum þjóðum fámennari, frá skildir mann- blendni og viðskiftum við aðrar þjóðir, þáerþaðeng- in furða, þótt framtarirnar sé daufar á íslandi. Smá- þjóðir hljóta jafnan að eiga við meiri örðugleika að striða enn stórþjóðir. Smáþjóðirnar ala miklu sjaldn- ar afbragðsmenn, er fallnir sé til foringja eða breytt geti aldarstefnunni. Þannig elr fsland ekki á hverj- um mannsaldri slika menn sem Jón Sigurðsson, Egg- J ert Ólafsson og Skúla Magnússon. Fátækt og vanþrif íslendinga má þannig kenna ó- bliðu náttúrunnar og óhyggilegri útlendri stjórn; flestir gallar þjóðlífsins eru af sömu rótum sprotnir. Við ; veðráttuna verðr ekki ráðið, landið verðr ætíð kosta- lítið, og hversu vel sem landið væri ræktað, má iðu- lega búast við algerðum grasbresti og fóðrskorti, er j svo ber undir, að sumarið fer hjá og vetrarharðindi haldast í þrjú missiri samfleytt. Við hina útlendu stjórn verðr lieldr ekki ráðið, og engar líkur eru til að kröfum vorum um alinnlenda sjórn verði fram- gengt fyrst um sinn. Þannig vantar oss hin helztu skilyrði fyrir þjóðlegum framtörum, og því er eígi að furða. þótt, hið langa harðæri og óvænlcga stjórn- arástand neyði menn til að leita aflandi burt hundr- uðum eða þúsundum saman. Það er eigi að furða, þótt margr gefist upp i hinni hörðu baráttu við óár- an og óstjórn og sjái þau cin úrræði, að fara til hinnar frjálsu Ameríku, sem býðr alla velkomna. Þeir segja; Ameríka hlýtr að vera betra land enn ísland; ekki eru þar hraun og eyðisandar, jöklar oghafísar; þá mun stjórnin þar ekki síðri enn á íslandi, og ekki þurfum vér þar að eiga í sifeldri baráttu fyrir helg- ustu mannréttindum; ætli vér fáum þar ekki efnaðri og duglegri sambýlismenn og nágranna enn vér höf- um hér heima? ekki eru þar sveitarþyngslin o. s. frv. Hafa ekki þessir menn mikið til sins máls? Getr nokkur efazt um, að Ameríka sé betra land enn ís- land, að þar sé betri stjórn, að þar sé meiri fram- faravon enn á íslandi? Hver getr þá láð mönnum, þótt þá fýsi að fara héðan til Ameríku, ekki * sízt, þegar framtíðarútlit er jafnískyggilegt sem það er nú hér á landi? Þetta er ekki svo að skilja, að vér teljum það einu úrræðin, að fara til Ameríku, enn það geta orðið hin síðustu úrræði að nokkurar þús- undir landsmanna flytji vestr um haf, ef eigi batnar i ári og verzlunar og stjórnarástand landsins tekr ekki verulegum bótum. Vér skulum þessu næst. benda á þau úrræði, er vér hyggjum heillavænlegust til að draga úr afleiðingum harðærisins og rétta við efna- hag manna.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.