Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1887, Síða 1

Fjallkonan - 08.05.1887, Síða 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blðft um áriS. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. VcUdimar Asmundarson ritstjóri þessa blaös býr 1 Þingholtsstrœti og er afi hitta kl. 3—4 e. m. 13. BLAÐ. REYK.TAVÍK. 8. MAI 1887. Koiiung'kjöriiir alþingisnienn. Fyrir hin næstu 6 ár hefir konungr 15. f. m. tekið þessa menn til alþingissetu: Jfilíus Havsteen amtmann, E. Th. Jónassen amtmann. L. E. Svein- björnsson yfirdðmara, Árna Thorsteinsson laudfógeta, Arnljót prest Olafsson og Jón A. Hjaltalín skjólastjóra. í stað lands- höfðingja, og í stað Jóns Pétrssonar yfirdónistjóra og Hallgrims Sveinssonar hefir stjórnin þannig kosið amtmennina bfiðaogJón Hjaltalín. Embætti. Mýra og Borgarfjarðar sýsla er veitt 15. f. m. kand. jur. Signrði Þórðarsyni, enn .Tóhannesi Ólafssyni sýslum., er fengið tiafði veiting fyrir þeirri sýslu, leyft að sitja kyrrum í Skagafjarðarsýslu eftir ósk sýslubúa þar. Hannes Hafsteinn málflutningsmaðr er settr til að gegna sýslumannsstörfum í Kjósar og Gnllbringn sýslu í stað Franz sýslum. Siemsens, er fer utan með póstskipinu til að leita sér heilsubótar. Bókineiitafélagsfuiidr var haldinn 3. þ. m. Þar var lagðr fram reikningr félagsdeíldarinnar fyrir árið seœ leið, endrskoð- aðr. Félagsbækr verða þetta ár: Fréttir frá íslandi 1886, eft- ir Jón Steingrimsson stud. theol., Nýja sagan II. 3., eftir Pál Melsted, Rómeó og .Tfilia, eftir Shakspeare, þýðing Matth. Joch- umssonar, og Timaritið, 8. árg. Þessar bækr gefr Rvikr deild- in út, og eru þær allar fullprentaðar nema Tímaritið, er á að koma út í þessnm mánnði. Hafnardeildin gefr út í ár Skírnir (Asamt skýrslunum) og Safn at gátum, þulum og leikjum (nokk- urs koiiar viðbót við Þjóðsögurnar), safnað af Jóni Árnasyni.— Meiri verða eigi afrek þeirrar deildar í ár. — Hafnardeildin hefir í ráði að breyta lögun Skírnis að efni til, enn á hvern hátt er oss ekki ljóst. — Hafnardeildin liefir og í ráði að fara að halda áfram „íslenzku fornbréfasafni11, sem 1. bindið hefir verið prentað af. Hefir kaud. inag. Jón Þorkelsson tekið að Sér ritstarf þetta gegn 1200 kr. styrk á ári. Hefir ríkissjóðr þegar veitt helming þess fjár, og hinn helminginn liefir ráð- gjafi ísl ands einnig veitt af fé því, er hann hefir undir höndum „til visindal. og verkl. fyrirtækja", enn ætlazt til að alþingi veiti það eftirleíðis. Hafnardeildin hafði 28. febr. kosið Konr. Maurer prótessor í Miinchen ^em oddamann af sinni hálfu í gerðardóm þann er út- kljá skyldi ágreininginn milli félagsdeildanna. Lýsti stjórn Rvíkr- deildarinnar nú yfir því, að hún gæti með engu móti aðhylzt þá kosningu, af því að lir. Maurer hefði þegar kveðið upp álit sitt um þetta mál, og var það einnig eindregin skoðun fundar- armanna. Að öðru leyti var heimttutningsmálinu frestað til að- alfundar í sumar 8. júlí. Munnalát. 16. marz dó húsfrú Sigríðr Þorsteinsdóttir, kona Bergs prófasts Jónssonar í Vallanesi, 64 ára. Nýdáinn er síra Jón Kristjánsson, síðast prestr á Breiðaból- stað í Vestrhópi, bróðir Kristjáns amtmanns og Bened. prófasts í Múla, 76 ára að aldri. 4. apr. dó Guðm. Jónsson dbrm. á Hnúki á Skarðströnd, 88 ára, hafði lengi verið hreppstjóri. 10. apr. dó Jón Jónsson, fyrrnm hreppstjóri á Skarðsstöðum í Dalasýslu, 90 ára. „ Jón var bróðir þeirra Búa prests, fyrrum á Prestsbakka, og Guðmundar dannebrogsmanns á Hnúki. Þessir bræðr vóru ættaðir af Skarðsströnd, fjörmenn miklir og gáfu- menn, taldir i fremstu röð sinnar stéttar meðan þeir vóru á bezta skeiði lífsins11. 19. apr. dó Þorbjörn Sigurðsson merkisbóndi á Helga- vatni í Mýrasýslu. Nýdáinn er Einar bóndi Eiriksson í Þverárkoti i Kjósar- sýslu, dugnaðarmaðr og stakr ráðvendismaðr. [Hann var einn af kærendunum í glæpamáli því, er höfðað var gegn Kr. Ó. Þorgrímssyni af hálfu réttvísinnar. Kæra hans mun hafa ver- ið afhent bæjarfógetanum í Reykjavík, enn um framgöngu dóm- arans er oss óknnnugt, að þvi er þessa kæru snertir. Svo mik- ið tnun vist, að Einar sál. mnn aldrei hafa verið yfirheyrðr i þessu máli]. TíðaiTar. Með sumarmálunum gerði uorðankast með ofsa- roki og alimiklu frosti um alt land, að því er til liefir spurzt. Þetta áfelli liélzt til 28. apr.; lægði þá veðrið, og lietír tíð sið- an farið dagbatnandi. FénaðarliiHd ern góð sunnanlands; í Dalasýslu er nfi útlit hörmulegt og talsvert tarið að falla af fé og hrossnm, enda víða heylaust fyrir kýrnar, og litr út fyrir algerðan fjárfelli í sumum sveitnm. Litlu betra útlit í Barðastrandarsýslu, Strandasýslu og i sumum sveitum í Húnavatnssýslu. Hafis varð landfastr við Horn í sumarmálarokinu, og rak þá inn á Húnaflóa, enn ekki tiefir frézt, hvort hann liefir rekið lengra austr með landi. Hákarlaskútur er komu inu á Eyja- fjörð rétt fyrir sumarmálin sögðn ísinn þá vera 12 mílur nnd- an yztu andnesjum. Slysfarir. Fjórar hákariaskútnr eyfirzkar strönduðu í norð- anrokinu eftir sumarmálin, þrjár vjð Þingeyrasand og ein í Mið- firði. Menn komust af, nema formaðr á einni. 29. f. m. fórst sexæringr af Miðnesi á heimlcið úr Kefiavík við Lambarif fyrir sunnan Skaga. Druknuðu fjórir menn, þrir þar af Miðnesinu og einn unglingspiltr austan úr Flóa, enn for- | maðrinn komst einn af (óð í land). Þetta var í logni, og er í lialdið að mennirnir hafi ekki verið algáðir. Bátr fórst í lendingu af Snætjallaströnd í f. m.; druknuðu þar 2 menn. Lausn frii prestskap hefir fengið sira Snorri Norðfjörð (vígðr i 1849), prestr til Hítarnesþinga. Fræsala garðyrkjufélagsins. Garðyrkjufélagið í Rvík er nú orðið almenningi kunnugt, einkum af ísafold. Félag þetta er enn sem komið er að mestu ckki annað enn heillöng haiarófa af embættismönnum, enda hafa gárungarnir kallað það „rófufélagið“. Ég efast samt ekki nm, að félag þetta geti gert nokkurt gagn. Félagið sótti í fyrra um styrk úr landssjóði til að birgja sig upp með norskt kálrabífræ og afstýra með því fræskorti að vorinu, og bar það fyrir sem ástæðu, að fræið væri svo dýrt, að það fengist ekki fyrir minna verð enn 4 kr. pundið. Félaginu var veittr þessi styrkr, enn það fór svo fjarri, að félagið bætti úr fræskorti, því nú varð einmitt tilfinnanlegr skortr á fræi aldrei þessu vant. Allir reiddu sig á félagið og pöntuðu sér því ekki fræ frá öðrum stöð- um, enn félagið gat eigi efnt loforð sín, þegar til átti að taka. Af þessu biðu margir stórtjón. Nú er mælt, að forstöðumaðr garðyrkjufélagsins, landlæknir Schierbeck, hafi allmikið af fræi, og mun nú vera svo til ætlazt, að bætt verði að miklu leyti úr tjóninu því i fyrra. Svo mikið er nú víst, að fé- lagið selr fræ fýrir 18 aura lóðið (3 kvint), enn það er sama sem 5 kr. 76 au. fyrir pundið. Ég hefi í höndum verðskrár frá garðyrkjumönnum erlendis, er dýrast selja, og sé ég á þeim, að pundið kostar eigi

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.