Fjallkonan - 08.05.1887, Blaðsíða 3
F ,T A L L K 0 N A N .
51
að húspreláta; 1843 varð hann sendiboði páfans í
Brússei; þótti Leopold I. Belg-jakonungi svo niikið
til hans koma, að hann fékk páfann til að gera hann
að kardínála og erkibiskupi (1846). Hann var kjör-
inn páfi eftir Píus 9. hinn 20. íebr. 1878. í engu
hefir hann vikið frá frumreglum formanna sinna, að
því er snertir hin andlegu völd páfadómsins, enn hef-
ir þó gert samband við ýmsa veraldlega stjörnendr, einn-
ig í löndum mótmælenda. svo sem einkum Þýzkalauds-
keisara. — Hann hefir lokið upp fyrir liinum mentaða
heimi hinu mikla fornskjalasafni í páfagarðinum, er
áðr var hulinn leyndardómr.
Leó páfi er hár maðr og grannvaxinn.
Heilbrigöisþáttr.
IV.
Arfgengi (endir).
Eftir Dr. med. J. Jónassen.
-------------
Þá er enn einn sjúkdómr, sem menn eigi vita hver helzt
orsök er til níi. krabbameinsemd. Enginn efi er á, að krabba-
meinsemdir stundum ganga í erfðir; að minsta kosti er þeim,
sem eiga krabbaveika í ætt sinni, hættara við enn öðrum að
fá sömu meinsemdina. Þessar meinsemdir geta komið bæði
innvortis og útvortis, og eyða ávalt því líffæri, sem þær setj-
ast að í, og draga smátt og smátt úr lífskrafti sjúklingsins.
Oft virðist svo sem einhver sérstök atvik þurfi til þess að
koma meinsemdinni á stað, svo sem sífeldr núuingr eða þrýst-
ingr eða erting á einhverjum stað; skal ég þannig nefna ert-
ing af tannarbroti innan á kinn eða vör, eðaþegar stutt reykpípa
sí og æ mæðir vörina á sama stað á þeirn, sem reykja mikið
úr stuttum pípum, þar sem munnstykkið auk þess hitnar mik-
ið (krabbamein í kinn eða vör). Áðr var talið hættumest, að
hrúka stuttar „krítpípur“, og sumir eru enn á þeirri skoðun,
að þær sé óhollari enn aðrar pípur. Fyrir mörgum árum skar
ég krabbamein úr vör á gamalli kerlingu, sein í inörg ár hafði
reykt úr stuttri pípu. Eigi all-fáir eru þeirrar skoðunar, að
langvinn áhyggja, strit og barátta við lífið, sorg o. s. trv. geti
beinlínis framleitt krabbameinsemdir og sé svo, hlýtr tauga-
kerfið að eiga hér mestan hlut að máli; dæmi eru til að kvenn-
maðr hafi fengið krabbamein í bceði brjóstin samtimis eftir lang-
vinna sorg.
Sú tegund gigtveiki, sem alrnent er nefnd „pódagra‘-, er mjög
oft arfgeng, og er með leiðari kvillum; gigtin byrjar einna
oftast í efri liðamótum stórutáarinnar; liðamótin þrútna og
bólgna með miklum kvölum. Þessi gigtveiki sækir einna lielzt
á þá, sem lifa óhóflega í mat og drykk enn hafa litla hreyfing,
og þeim er ávalt hættast, sem átt hafa þá í ætt sinni, sem
hafa haft líkan kvilla.
Eins og vér nú höfum séð, að ýmsir sjúkdómar í líkamanum
geta gengið i erfðir, eins skulum vér nú sjá, að þetta á sér
miklu fremr stað með sjúkdóma á sálunni. AUir sjúkdómar á
sálunni eiga rót sína í veiklun eða sjúkdómi í taugakerfinu,
enn taugakerfið og taugalífið er ráðgáta, sem skilningi vorum
er ofvaxið að leysa úr; vér getum að eins sagt svo mikið, að
hið nánasta samband er milli sjúkdóma taugakerfisins ogþeirra
sjúkdóma, sem vér venjulega köllum sálar- eða sinnisveiki og
einna ljósastr vottr þess, að þetta samband sé mjög náið, er
einmitt það, að arfgengi á sér hér miklu fremr stað enn um
sjúkdóma á líkamanum.
Það er flestuin kunnugt, hversu alment það er, að baruið
erfir t. a. m. lundarlag, skapferli og fýsnir foreldra sinna, hvort
heldr er til góðs eða iUs; hversu oft verðr ekki t. a. m. sonr
drykkjumansins einnig drykkfeldr, og því til sönnunar, að
drykkjufýsnin eins og „liggi í blóðinu" er það, að þótt sonrinn
á unga aldri hafi flutzt frá föður sinum og aldrei séð hann
drukkinn, fer oft svo, að hann og verðr drykkfeldr.
Taugaveikluu, sem svo er nefnd, eða þessi mikla viðkvænmi,
j sem lýsir sér í því, að sjúklingnuin verðr svo óeðlilega mikið
um utanað eða innanað komandi áhrif á taugakertið eða tauga-
lífið, er mjög alment arfgeng; þetta sjáum vér daglega; varla
er nokkur taugaveikluu eins bersýnilega arfgeug eins og hin
svonefnda „mððursýki“, sem lýsir sér í ðeðlilegri viðkvæmni
tauganna og kemr fram í svo mörgum myndum. Enn það er
! alls ekki^sagt, að veiklan á taugakerfinu eða sálunni komi fram
j i sömu gerð hjá afkvæminu; svigrúmið er hér miklu meira
! enn þegar um sjúkdóma á likamanum er að ræða. Sé t. a. m.
móðir þjáð af „móðursýki“, er alment að dóttirin erfi veikina,
enn það má vel vera, að ekkert beri á „móðurssýki“ lijá dótt-
urinni, enn að hún t. a. m. aftr á móti verði krampaveik, niðr-
fallssjúk, þunglynd eða jafnvel geðveik.
Aldrei er taugakerfið og taugalifið alt í heild sinni á meiri
ringulreið enn i sjúkdómum þeim, sem vér nefnum einu nafni
: „geðreikiu (sinnisveiki). og engin veiki er eins bersýnilega arf-
! geng eins og geðveikin. Margir álíta, að hættara sé við, að
bam erfi geðveiki eftir geðveika móður enn geðveikan föður;
oft stekkr geðveikin yfir einn ættlegg enn kemr aftr frain 1
öðrum eða þriðja. Ef skyldmenni, sein af geðveikum ern kom-
in, giftast saman, eða maðr eða kona sem á geðveika í ætt,
sinni, giftist öðrum (ððrum ættlegg), sem einnig á geðveika i
ætt sinni, er mjög hætt við, að nfkvæmi þeirra erfi veikina.
Það hefir borið við, að lieil ætt hefir liðið undir lok af þessari
sök. Reynsla allra tíma hefir ávalt sýnt, að því skyldari sem
maðr og kona eru, því hættara er við, að hjónabandið blessist
eigi hvað atkvæmin snertir; börnum þeirra er miklu hættara
við skammlífi og auðr.ist þeim lif, er miklu hættara við að eitt-
| hvað verði að þeim annaðhvort til sálar eða likarna.
Frá Gránufélagi,
Ég, sem sjaldan les „Fjallkonuna"1, hefi af tilviljun séð að í
1. tölubl. þ. á. stendr fréttakafli frá „Norðrmúlasýslu“. Meðal
annars er þar sagt: „Gráuufélag er nú farið að færa saman
kviarnar; það lítið, sem það flutti af korni til Vestdalseyr.ir í
haust var skemt og maðkað. Lítr svo út sem feigðarmörk séu
komin á þá verzlun, enda muu lnin liata verið arðsömust ridd-
aranum og gæðingum hans“.
Þetta þarf leiðréttingar við. Næstliðið liaust tíutti Gránufélag
til Vestdalseyrar 400 tuunur af dönskum rúg, að þyngd 200 pd.
[ tunnan; 35 tunuur rúgmjöl, 59 tn. grjón og 20 poka hrisgrjóu.
Þetta var ekki eiuni tunnu minna, enn verzlunarstjórinn hafði
í beðið um, euda var talsvert til af kornleifum frá sumarkauptið-
! inni; að nokkur maðkr bafi verið í því, sem hér er nefnt, kemr
víst engum sannorðum manni í hug að segja. Enn auk þessa
j komu 45 tn. baunir — sem menn ekki á réttu máli kalla korn
— í þeim var maðkr, sem strax var tekið eftir, er þær komu
í land, og voru því látnar á afvikinn stað og selilar sein skepnu-
! fððr fyrir ekki hærra verð enn þær vóru keyptar erlendis.
Að félagið hafi haft minni verzlun næstliðið ár enn áðr, er
náttúrlegt, þar sera þetta ár myndaðist stórt pöntunarfélag, af
mönnum, sem áðr höfðu eingöngu rekið verzlun á Seyðistírði,
og sem eftir sögn flutti 2—3000 hestburði af útlendri vöru.
Þetta hlaut auðsjáanlega að draga frá öllum föstu verzlununum
á Seyðisfirði.
Að verzlun Gránufélags hafi verið arðsömust framkvæindarstj.
og verzlunarstjórum, er vinsamleg tilgáta, sem fréttaritarinn
ekkert getr borið um, því hann hefir sjálfsagt ekki séð reikn-
; ingsbækr yfir efnahag þeirra nú og þegar þeir komu í félags-
| ins þjðnustu.
Ég verð að álíta, að ritstjórinn vilji ekki útbreiða í blaði
| sínu ósannar sögur, og vænti þess vegna, að hann leyfi leiðrétt-
! ing þessari rúm í blaði sínu.
18. apr. 1887. Tr. Ounnarsson,
fr&mkvæmd&rstjóri Oránufélagsins.
1) Herra Tr. mun sýnna um annað enn að lesa bækr eða
blöð, enda er sagt, að hann sæki alt sitt bókvit i „Nationaltíð-
! indin“ dönsku. Ritstj.