Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1887, Side 1

Fjallkonan - 18.05.1887, Side 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Asmundarson ritstjóri þessa blaös býr í Þingholtsstræti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 14. BLAÐ. REYK.TAVÍK. 18. MAÍ 1887. White saumavéiar. Úrræði. Nýjar birgðir al handvéliim eru komnar. Einnig geta menn fengið pantaðar stignar-vélar, frá sömu verksmiðju, bæði handa handverksmönnum og til heimilisbrúkunar. Sýnishorn af báð- um sortunum eru til sýnis. M. Johanncssen. Norska verzlunin. Þeir, sem enn þá standa t skuldvið „Norsku verzlvninau,bœði ' þá, er var í Hafnarfirði, frá þeirri tíð, er hr. Þ. Egilson var verzlunarstjóri hennar þar, og eins við „ Norsku verzlunina“ í Reykjavik, meðan þeir hr. Sigfús Egmundsson og EgiXl Egilson vóru hennar forstiðvmenn hér, og þeir sem eru skuldugir frá viðskiftum við undirshifaðcn, meðan ég verzlaði fyrir „Bj'órg- vinar-Samlagiða, og eins eftir að ég, 1880, eignaðist verzlun þess með útistandandi skuldum, bœði frá Hafnarfirði og Reykja- vík,— eru hér með beðnir að borga skuldir sínar til undirsh if- aðs innan ágústmánaðarloka þ. á., þar eð þeir annars mega búast við Ivgsókn. Reykjavik, 1. maí 1887. M. Johanuessen. Tíðarfar. Fyrstu vikuna af maí var sunnan átt eða land- snnnan með íirkomu og oftast hvast. Siðan hefir heldr kólnað í veðri og hefir leikið á ýmsum áttum og oft verið talsverð úr- koma; nú síðustu daga snjóað til fjalla. — Tíðarfar hefir verið enn kaldara nyrðra og fénaðarhöld eru sögð mjög óvænleg i snmum sveitum i Húnavatnssýsln og enda víða i Skagatjarðar- sýslu. Hafís. Fyrir rúmri vikn eða 9. þ. m. var hafíshroðinn rek- inn austr með landi, og því enginn is á Húnaflóa, nema lítill hroði inn á Hrútafirði; enginn is heldr á Skagafirði, enn tals- verðr hroði á Siglufirði og á Eyjafirði inu fyrir Hrísey. Aílabrögð hafa verið allgóð þessa vetrarvertíð á suðrlandi. í Höfnum og Grindavík eru meðalhutir 5—600; í suðrveiðistöð- unum við Faxaflóa, 3—400; á Innnesjnm nálægt 300; liefir þar verið venju framar rýr fiskr, og getr því aflinn þar ekki heitið mikill. Á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn, meðalhlutir tald- ! ir 5—600. Góðteniplarafélagið hefir sent út prentaða áskorun stilaða til alþingis, er ætlazt er til að undirskriftum verði safnað á i ýmsum héruðum landsins. Áskorun þessi hljóðar þanuig: „Vér undirskrifaðir leyfum oss að beina til alþingis al- varlegri áskorun um, að hækka að töluverðum mun toll á \ áfengum drykkjum, og leggja blátt bann við, að kaupmenn selji áfenga drykki í smáskömtum, að við lögðum missi verzlunarréttinda, ef brotið er. Sömuleiðis leyfum vér oss, að skora á þingið, að taka tO alvarlegrar ihugunar breyt- ingar á skilyrðunum tyrir vínveitingaleyfi gestgjafa og greiðasölumanna“. Dalasýslu, 30. apr. „Sýslunefndarfundr var haldinn 16.—16. þ. m. Var þar talað nm að koma á búnaðarfélögum í öllum hreppum sýslunnar; skyldi skólastjóri Torfi Bjarnarson ferðast og kveðja til fundar í hverjum hreppi til að leita eftir vilja manna i þessu efni, og semja einnig lög fyrir félögin. Vóru honum veittar 50 kr. sem þóknun fyrir þenna starfa. Enn fremr var samþykt, að búfræðingr skyldi ferðast um sýsluna og leiðbeina mönnum í húskap ; vóru ætlaðar til þess 50 kr. Þetta mæltist vel fyrir, enn hitt miðr, að sýslunefndin lagði til að 100 kr. skyldi veittar af sýslusjóði til framhalds laxaklaks í Hjarðarholti. Þessari stofnun hefir áðr verið veittr 600 kr. styrkr (500 kr. úr landssjóði -j- 100 kr. af fé því er veitt var sýslunni til eflingar búnaði). Mönnnm er enn óljóst, hvert gagn verðr að þessu laxaklaki, enn þykir lítill búbætir að því enn sem komið er, þar sem þessi stofnun svælir undir sig mestalla veiðina úr ánni“. II. Mörmum finnst ævinnlega nokkur liugíró í þvi, að geta kent öðrnm bágindi sín, og þannig kenna ís- lendingar óblíðu náttúrunnar og útlendri stjórnar- kúgun um fátækt sina og menningarleysi. Enn þar sem stjórnin er orðin innlend að nafninu og landið liefir löggjöf og fjárforræði út af fyrir sig og fúlt verzlunarfrelsi, þá verðr ekki með sönnu sagt, að yfirstjórn landsins sé svo meinlcga skipað, að verzl- un, landbúnaðr, sjávarútvegr og atvinnuvegirnir yfir höfuð eigi ekki viðreisnar von fyrir þá sök. Hitt er annað mál, að stjórnarskipun landsins stendr til mikilla bóta og að landsmenn verða að hafa vakandi áhuga á að bæta hana eftir þörfum og kröfum tím- ans og gera hana alinnlenda. Flestum verðr lífið dýrmætara enn frelsið, þegar um það tvent er að tefla, og er því eðlilegt, að mönnum verði það fyrst fyrir í þessu harðæri að reyna að bjarga lítínu; hin- ar bráðustu lifsþarfir liljóta að snúa liuga livers ein- staklings að sjálfum sér, og þannig lilýt.r áhuginn á allsherjarmálum að dreifast og dofna. Hað er að vorri hyggju eðlilegt, að þjóðin leggi nú allan hug- ann á að reyna að reisa við efnahag sinn, bæta at- vinnuvegina, án þess að hún missi sjónar á stjórnrétt- indum sínum; og vér ætlum einnig, að almenningi fari nú að verða ljóst, að bágindin í landinu eru minst að kenna yfirstjórn landsins eins og hún er nú* i 1, heldr forsjáleysi landsmanna sjálfra og óhyggi- legri stjórn í héruðunum. Vér getum eigi kent hinni útlendu stjórn um verzlunarskuldirnar, fjárfellinn og sveitarþyngslin; enda hafa verzlunarskuldirnar og sveitarþyngslin magnazt margfaldlega síðan land- ið fékk verzlunarfrelsi og einkum síðan landið fékk löggjafarþing og fjárforræði. Efnahagr landsmanna var áðr ólíkt betri. Stjórnfrelsið reisir eigi upp kúgað- ar þjóðir með neinum kraftaverkum; stjórnarskrárn- ar eintómar eru þýðingarlítil pappírsblöð, ef þjóðirn- ar kunna eigi að stjórna, ef sjálfstæðis og siðferðis kraftr þeirra er lamaðr, ef bóndinn kann eigi að stjórna búi sínu og eyðir ölluin afurðum búsins í kaffi, tóbak og brennivin, ef sveitastjórnirnar eru svo nærsýnar, að þær sjá eigi út yfír sveitarfélagið, 1) Langt er frá oss að slá dönsku stjúrninni, sem nú er, gullhamra; þeir menn eru líklegri til þess, sem mest gullið hafa af henni þegið. Það er heldr ekki svo að skilja, að vér getum ekki bent á ýmsa húhnykki stjórnarinnar, er illa hafa mælzt fyrir og enda valdið stórum atvinnuhnekki í landinu; þannig er t. d. nm aðgerðaleysi stjðrnarinnar í hinn spánska fiskitolls- máli; af því hefir landið beðið stórtjún. Enn það er sannfær- ing vor, að þjóðin verði mest að kenna sjálfri sér um fátæktina og bágindin, og að hugsunarháttr þjóðarinnar þurfi fyrst að lag- ast áðr enn hún getr að mun bætt sinn ytra hag.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.