Fjallkonan


Fjallkonan - 28.05.1887, Qupperneq 1

Fjallkonan - 28.05.1887, Qupperneq 1
Kemr al þriavar 4 m4ii- u&i, 36 blöð um 4rií. Árg. koetar 2 krðuur. Borgist fyrir júlilok. FJALLKONAN Yalilimar Aamumlarson ritstjóri þessa bladsbýr i Þingholtastræti og er aö hitta kl. 8—4 e. m. í/ 15. BLAÐ. REYK.TAYÍK, 28. MAÍ 1887. Alþiugiskosning’ fór fram í Vestmannaeyjum 9. þ. m. Kos- inn Þorsteinn Jónsson læknir með um 30 atkv. Þingmenska niðr lögrð. Danska stjórnin hefir að sögn tek- ið þá rögg á sig, að banna embættismöunum (sýslumönnum [og læknum?]) að fara á þing, nema þeir fái hæfa meun til að gegna embættunum meðan þeir eru á þingi. Það er þvílíklegt að flestir þeirra geti ekki sótt þingið í sumar. Þingmaðr Suæ- fellinga, Sigurðr sýslumaðr Jóusson, hefir þvi lagt niðr þing- mensku. Vildu Snæfellingar kjósa síra Hallgrím Sveinsson í haus stað, enn hann neitaði. Kosningiu 4 að fara frain 17. júní. I'restvígðr var 15. þ. m. kand. Skúli Skúlason til Odda. Gufuskipið „Miaca“ kom til Bvikr 21. þ. m. trá Austfjörðum; fór aftr austr 23. með allmarga farþega. Straudferðaskipið „Thyra“ kom til Rvikr 26. þ. m.; hafði komizt að Langanesi enn þorði eigi lengra fyrir is, fór síðan austr, i kring og norðr að Horni á Ströndum og sneri þar enn aftr sakir íss; þaðan á komustaðina á vestrlandi og hingað. Hnfís hefir þannig legið milli Horns og Langaness. Tíðarfar. 18. þ. m. hófst norðanátelli með grimmum frost- stormi og snjókomu til fjalla, og hélzt til h. 22. í þessu kasti var víða innistaða fyrir fé. — Að norðan (úr Húnavatnssýslu) og vestan (úr Dala og Stranda sýslu), er að frétta mikinn fjár- felli og bjargarskort hinn mesta. Nú er hér syðra bezta veðr og aflabrögð ágæt. Á Austfjörðum aflalaust. til þessa. Mttunslát. 24. þ. m. andaðist Sigurðr B. Sívertsen, uppgj. prestr á Útskálum, áttræðr. Búnaðarrit, útgefandi Hermann Jónasnon. er nýkomið út (192 bls. 8.). Eru i því átta ritgerðir: 1. um fóðrun búpen- ings, 2. um uppeldi kálfa, 3. nm mjaltir á kúm, 4. bendingar til landbúnaðarframfara, 5. um áburð, 6. búskaparyfirlit yfir árið 1886, 7. niðrsuða matvæla, 8. súrheysverkun, allar eftir útgefandann, nema „bendingar til landbúnaðarframfara" eftir Björn Bjarnarson. Hr. Hermann Jónasson hefir stigið þarft spor, er bann réðst, í að gefa út þetta tímarit, hið fyrsta eiginlega tímarit í bú- fræði, er gefið hefir verið út hér á landi, því Hirði, Höld og Húnvetning þykir ei vert að telja. Á slíku riti er hin mesta þörf; búnaðaðarritgerðum hefir áðr verið stráð á víð og dreit í blöðum og tímaritum, innan um stjórnfræði, bókmentatræði guðfræði og alla fjölf'ræði og fáfræði, sein nöfnum tjáir að nefna. Vegna þess að svo mörgu ólíku er þannig hrúgað sam- an í blöð og tímarit, og einkum fyrir þá sök, að fæstir lesa blöðin nema einu sinni, hafa búnaðarrítgerðirnar gert miklu minna gagn, heldr enn ef þær hefðu kornið út i sérstöku bún- aðarriti. Höfundarnir hafa líka oft verið varla meira enn með- alskussar, menn, sem hafa hnýst i margt, enn ekkert vitað að gagni, eins og títt er hér á landi, [iar sem bóndinn er sjómaðr, vefari, smiðr, prestrinn er bóndi, læknir, kennari, o. s. frv., yf- irkennari lærðaskólans gegnir ýmist fjármensku eða vafsast í málfærslu, o. s. frv. Slíkr viðvaningsbragr á sér stað þar sem atvinnugreinir og vísindagreinir eru óþroskaðar eða ósjálfstæð- ar og styðja eigi nægilega hvor aðra. Hin bókmentalegu fé- lög landsins hafa einnig þurft að kákavið búfræði; tímaritbók- mentafélagsins flytr búfræðisritgerðir og sömuleiðis timarit þjóð- vinafélagsins. Ritgerðirnar í þessu búnaðarriti Hermanns Jónassonar taka flestu fram, sem áðr hefir verið ritað um þessi efni. Einkum er ritgerðin um fóðrun búpenings mjög vandlega samin. Rit- gerð Bjarnar búfræðings er um ábúð leiguliða, og er einnig m.íö? byggilega rituð. í öllum ritgerðunum eru ýmsar ágætar bendingar, og ætti því hver bóndi að lesa rit þetta, og helzt ættu sem flestir að kaupa það. Það kostar 1 kr. 50 au. Rit þetta hefir eigi svo marga kaupendr, að nokkur von sé til að það geti haldið áfram án styrks af almannafé. Búnaðartó- lag suðramtsins varði i ár 400 kr. til að kaupa ritið til útbýt- ingar meðal félagsmanna. annars hefði útgefandinn varla ráðizt í að gefa það út. Það er vonandi, að búnaðarfélagið sunnlenzka haldi þannig áfram að styrkja ritið og að önnur búnaðarfélög út um land styðji einnig að útbreiðslu þess. Eigi að síðr virð- ist brýn nauðsyu til, að alþingi veitti dálitinn fjárstyrk til út- gáfu þessa rits, og það því fremr, sem útgefándi þess er hinn eini búfræðingr, sem stundað hefir nám sitt bæði hér á landi og erlendis án styrks af almannafé, enn sumum búfræðingum hefir verið veittr námsstyrkr svo hundruðum eða þúsuudum kr. skiftir. Greiðari samgöngur fá Isl. í sumar enn nokkurn tíma áðr, eí ís tálmar eijs^i. Gufuskipið „Miaca“, skipst. 0. Wathne, ter kring um landið, kemr við á helztu höfnum og fiytr fðlk og flutningsgóz með miklu betri kjörum enn hin dönsku strandferðaskip. Almenningr hefir jafnan verið óá- nægðr með strandferðir dönsku gufuskipanna, er oft hafa brugðið út af ferðaáætluninni og bakað mörg- um þannig stórtjón, að vér eigi tölum um smá ónot og ókurteisi, er formenn eða skipverjar liafa liaft í frammi við landsmenn. Allir munu því fagna því, að hér er kominn nýr keppinautr, sem að vonum bætir talsvert úr samgöngubrestinum. Á auglýsingu þeirri, er stendr hér aftar i blaðinu, sést, með livaða kjörurn skip þetta flytr farþega. Það munar ekki svo litlu á verðinu að fara með „Miaca“ heldr enn með dönsku strandferðaskipunum. Þannig kostarfar frá Reykjavík til ísafjarðar með „Miaca“ 16 kr. á 1. káetu og fæði á þeirri leið 2 kr. eða alls 18 kr. á 1. káetu, enn á dönsku gufuskipunum kostar ferð frá Reykjavík til ísafjarðar á 1. káetu 36 kr. að fæði með töldu. Milli Akreyrar og Reykjavíkr kost- ar farið á „Miaca“ á 1. káetu að fæði með töldu 36 kr., enn á dönsku gufuskipunum á 1. káetu 60 kr. Milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkr kostar farið á sama hátt á „Miaca“ 52 kr., enn á dönsku gufuskip- unum 86 kr. Það verðr þannig alt að helmingi ó- dýrra, að tara með „Miaca“ enn með dönsku gufu- skipunum. Þó verðr munrinn mestr, þegar þess er gætt, að „Miacau er mikiu hraðari i ferðum enn danska gufan. „Miaca“ fer milli Reykjavíkr og ísa- fjarðar á 1 degi, enn dönsku skipin á 5; milli Rvíkr og Akreyrar fer „Miaca“ á 4 dögum, dönsku skipin á 8; milli Rvíkr og Seyðisfjarðar fer „Miaca“ á 6 dögum, enn dönsku skipin á 11 dögum, eða með öðr- um orðum: „Miacau er fullum helmingi fljótari enn dönsku skipin, og verðr slíkr tímasparnaðr eigi met- inu til peninga. Þess má og geta að „Miaca“ er miklu betr löguð enn dönsku skipin til að flytja fólk á þilfari með því að hún er öll yfirbygð. Það er vonandi, að þessar fcrðir „Miaca“ i sumar

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.