Fjallkonan


Fjallkonan - 28.05.1887, Qupperneq 3

Fjallkonan - 28.05.1887, Qupperneq 3
FJALLKONAN. 59 Tyrkir láti af hendi við hana landshluta i Litlu Asiu og vilni Eássum í stjðmarefnum. UNGVERJALAND. Hér liafa geysað ógurlegir húsbrunar snemma í þ. m. Kviknaði fyrst eldr i lítilli borg i Transyl- vaniu og síðan hrunnu íieiri smáborgir þar í grend. Húsviltir menn taldir að minsta kosti 32,000. Fjártjðnið ódæma-mikið; meðal annars hafa hrunnið ýmsar þjððbyggingar og þrir bankar. ELDGOS brauzt út 8. þ. m. í Kaliforníu og lagði í eyði smá- bæ einn (Montezúma) við Kaliforniufióa. 170 manns biðu bana. Búfræöisdeila þeirra Sveins búfr. og Hermanns búfr. um nátthaga o. fl. ætl- ar að verða nokkuð löng. Vér ætluðum eigi að taka fleiri grein- ar um hið upphafiega deiluefni þeirra, enn með þvi að þeir eru nú komnir að nokkuru leyti út í aðra sálma, þá látum vér hér koma sína greinina frá hvorum, og vonum að deilunni sé þar með lokið. Sveinn segir svo: Ég sé það af 12. bl. „Fjallk." þ. á., að Hermanu Jónasson búfr. heldr enn fram sömu skoðun og áðr á náttiiögunum. Hann um það; enn þessi hin síðari grein hans hefir í engu tilliti breytt sannt'æringu minni á nytsemi þeirra. Hermann vill að menu bætti við nátthagabyggingaruar, enn býsi ærnar i stað þess inn í húsum á nóttunni. — Ég vil þar á móti halda á- fram með nátthagana, enn býsa að eins í húsum þegar slæm eru veður, eius og nú er tíðkanlegt. Án þess að færa nokkurar verulegar ástæður sínu máli til styrkingar, vill nú Hermann lemja þessa skoðun sína blákalt á- fram, og ætlast til þess, að almenningr taki orð sín tram yfir reynslu annara. Haun vill að menn hætti við uytsama jarð- rækt, sem reynst hefir vel, enn taki upp hans eigin kenningu, sem enga reynslu hefir við að styðjast 'uér syðra, og kemr f'ram með grýlur, sem enginn helir séð nema hann sjálfr. — Það er alveg víst, að ærnar hafa oftast fullgott skjól í nátthögunuin, ekki síðr enn á bersvæði, út i högum, og þegar enginn, sem brúkað hefir náttliaga mörg ár, hefir kvartað yfir því, að ærn- ar gæfu minni mjólk eða hefðu nokkuð ilt af' því svo sjáanlegt væri, þótt þær væru hafðar í nátthögum (sumir liafa haldiðþví fram að þær einmitt mjólkuðu þá meira), þá hefir ekki Herm. heldr rétt til að segja það gagnstæða, ]>egar hann getr ekki fært nein dæmi síuu máli til sönnunar. Um það hvort þessi aðferð við ræktun jarðarinnar sé heppi- leg eða ekki, eru skoðanir manna auðvirað misjafnar. Ég fyr- ir mitt leyti verð, eins og ég hefi áðr iialdið f'ram, að álíta liaua mjög góða og tiltölulega kostnaðarlitla allvíða, því ég er á því að nauðsynlegt sé, að koma þeirri stefnu á jarðrækt vora, að menn afli sem mestra heyja at ræktaðri jörð, enn vera sem minst upp á hina óræktuðu komnir, og þessi jarðrækt er ein aí þeim sem miða til þessa. Til allrar hamingju þá hafa menn allvíða fengið svo gott álit á nátthögunum að þeim mun verða haldið áfram hvað sem Herm. búfr. kann að koma með gagn- vart þeim framvegis. Hermann hefir áuðsjáanlega farið eftir hugboði sínu án þess ( að þekkja þetta málefni að nokkurum mun, þegar hann byrjaði að rita á móti nátthögunum. — Alveg hið sama kemr einnig J fram hjá honum þegar hann segir að jarðvegr hér á landi hafi hvergi jafnmikið biudingarafl fyrir áburð sem víða erlendis. Þetta er hreint og beint talað út í bláinn. Jarðvegr hér á landi hefir yfir höfuð jafnmikið bindingarafl og nokkurstaðar annarstaðar, og ég skal færa Hermanni óyggjandi sönnur fyrir j þessu, ef liann kemr með mótbárur. Þetta vóru nú höfuðatriðin, enn þarnæst skal ég geta þess, að það bætir ekkert málstað þessarar greinar hans, eða annara blaðagreina, að hártoga orð eða skoðanir þeirra sem eru á öðru I máli. Það er óyndisúrræði, að grípa til þess, þegar grundvall- aðar ástæður og sannanir þrjóta. Það er alment kallað i dag- j legu tali að „hýsa“ í nátthaga eða réttum á nóttunui, og þess vegna þurfti Hermanu ekki að setja upphrópunarmerki við þetta orð hjá mér. Ég hefi hvergi sagt að hægt sé að hafa lambfé i nátthögum á vorin „undantekningarlaust", og ekki heldr hitt, „að ætíð sé hægt að hafa hross og fjársöfn í nátt- högum á haustin . Ég hefi heldr ekki talið Strandasýslu með norðrlandi, það hefir Hermann með sínum góðfúsa vilja fundið út úr orðum rainum sjálfr, og þannig er með fleira sem ég hirði ekki að tíua upp. Að svo mæltu segi ég skilið við þetta málefni hér í þessu blaði. því það fer nú úr þessu að verða „óðs manns æði“ að elta Hermann lengr. Hermann segir svo : Þessari grein hr. Sveins húfræðings ætti í raun og veruekki að þurfa að svara; því að hver sem les undanfarandi greinar okkar um þetta efui, getr sjálfr fundið mótsetningarnar og út- úrsuúningana hjá hr. Sv. Alt fyrir það vil ég þó fara fám orðum um helztu atriðin, svo að engiuu villist út á þeuuan út- úrsuúninganna krákustíg. Hr Sv. segir, að ég tæri engar Astæður máli mtnn til styrk- ingar, og að ég hafi ekki „rétt til“ að halda máli mínu fram, fyrst ég geti ekki fært nein dæmi þvi til söununar. — Et ég hefi ekki komið með ástæður, þá veit ég ekki hvað ástæður eru. — Enn hvar eru dæini hr. Sv.V Honum tíust, ef til vill, að hann sé svo gamall (búfræðingr?) i hettuuni, að hannsébú- iun að fá hefð á réttinum. Enn er það mögulegt, að herra Sv. viti ekki, að ær hat'a verið hýstar á sumrum suunanlauds 't Það hefir þó verið vitnað til þess i Andvara XII. árg., og get ég þá frætt hr. Sv. á þvi, að suunaulands er jafnmikil reyusla fengin fyrir að hýsa ær á sninrum. sem að hafa þær i nátfhögum; þótt reynslan sé fyrir sunuau anðvitað nauðalitil fyrir hvoru- tveggja. Eiin það er undarlegt. að hr. Sv. virðist að meta reynsluna að engu, ef hún er ekki sunnlenzk. Enn hver okk- ar hr. Sv. talar at meiri reynslu. læt ég ósagt. Enn at' þvi að ég er svo ungr búfræðiugr. þá hefi eg tundið að mig vantaði rétt til að haída þvi fram, seiu hvorki styddist við uáttúrulög- raál né reynslu. Reynslu þá, er ég til færði fyrir hýsingum, hefi ég einkum byggt á nákvæmum mjólkrskýrslum trá fjárbóta- félagi Bárðdæliuga, þar sem ær liafa bæði verið hýstar og hafð- ar i liögum á nóttum. Enn það er ekki einungis hægt að byggja á nijólkrskýrslum, heldr verðr eiunig að meta holdamuu á ánum, ef hanu er nokkur, sömuleiðis vinnusparnað og áburð. Þetta verðr að athuga og reyna að meta rétt; enn égoýst við að hvorugr búfræðingriun, hr. Sveiun né ég, sé fær að meta til hlitar vinnu lijúa, hold á frambúðarté og ábnrð uudan ám á sumrin. Hr. Sv. tekr það fram í báðum greinum sinum nátthöguuum til gildis, að notkun þeirra verði til þess, að heyörtun af rækt- aðri jörð aukist. Enu ]>etta lirekr alls eigi það sem ég liefi sagt, og veit ég ei til livers hr. Sv. er að koma með það, nema ef hann er á því, að æruar hafi eugar hægðir í húsum, það se að eins i nátthöguuum sem þær bafi þá eiginleika. Hr. Sv. hefir að likinduin eigi verið búinp að rannsaka til hlitar efnatræðilega jarðtegundir hér, fyrst hann kom ekki nú þegar með þessar „óyggjandi sannanir“ niu það, að jarð- vegr hér á landi liafi eins mikið biiidingaratt sem „nokkurs stað- ar annars staðar“. Mér kæmi þó vel að tá þessar saunanir; þvi að ég hefi haldið að leirjörð hefði mest bindingaratl af jarð- tegunduin. Enu hér á landi eru jarðtegundir miklu iuinna blandaðar leirjórð euu viða erlemlis. Það þarf' eigi annað til að sjá það, enn að fara með opuuin auguin eftir vegum hér og snmstaðar erlendis. Þar eru vegir víða svo harðir og fastir, að eigi inarkar fyrir hestafótum né vagnahjóiuui, hvernig sem rignir, sem er því að þakka, hversu mjög jarðtegundir í þeim eru leirblandnar. Hr. Sv. getr þess, að liann ætli eigi að skrifa meira um þetta efni; euda mun ráðlegast fyrir liann að geyma ]>að uuz hanu er kominn svo langt, að geta tekið aftr þær skoðanir, seni hanu hefir látið í ljósi i þessu máli, og sem ég hefi sýnt fraiu á, að væru ekki réttar. Fræsala garðyrkjufélagsins. Herra ritstjóri! — Með því að þér hafið birt i „Fjallkonnnni“ hinn 8. maí þ. á. grein um fræsölu garðyrkjufélagsins, skal ég hér með skora á yðr að gera almenningi það kunnugt í næsta númeri blaðs yðar, að það kálrabí-fræ, sem hið islenzka garð- yrkjufélag út býtir, er úr garði verzlunargarðyrkjumanus Her- mansens í Niðarósi og kostar þar 4 kr. pundið. Ef höfundi téðrar greinar í „Fjallkonunni“ þykir þetta verð ofliátt, þá er það af því, að hann er þess óvitandi, að fræatíi er rniklum mun erfiðari og kostbærari i norðlægum löuduin enu suðrænuin og að það borgar sig betr að afla kálrabíf'ræs í Danmörku eða Þýzkalandi fyrir 80 aura pundið, enu í Niðarósi fyrir 4 kr. pundið eða á íslandi fyrir 8 kr. Með því nú að fræ frá Nið- arósi er að minsta kosti eins gott og ísleuzkt fræ, sem þó á- valt hefir verið tekið laugt fram yfir danskt eða þýzkt fræ, ]>á væri sönnu nær að bera saman norskt fræ og fræverð við ís- lenzkt fræ og verð á því. Ég ímynda mér, að greinarhöf. skilj- ist það, að ekki er hægt að selja hér þetta 4 kr. fræ við sama verði sem 80 aura fræ. Garðyrkjufélagið selr hér hið norska fræ fyrir 4 kr. 50 aura puudið, 2 kr. 50 a. hálft pund, 16 a. hver 3 kvint til félagsmanna og 18 aura aura hver 3 kvint til utanfélagsmanna meðan það endist, og er þetta svo ódýrt (einkum smákaupin), að ekki er hægt að fá sama fræ ódýrara nokkurs staðar erlendis'. 1) Það er vonandi, að almenningr kunni að meta það veg-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.