Fjallkonan


Fjallkonan - 08.06.1887, Side 1

Fjallkonan - 08.06.1887, Side 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöö um áriö. Árg. koetar 2 krónur. Borgist fyrir júlilok. FJALLKONAN. Valdhnar Asmundarson ritstjóri þessa blaðs býr í Þingholtsstrœti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 16. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 8. JÚNÍ 1887. l’östskipið Laura kom í gærmorgnn með allmarga farþegja. Tíðarfar. Síðan liretið batnaði i t. m. lietir verið bezta tíð hvarvetna sem til hefir spurzt, og er gróðr orðinn álitlegr. Að norðan og vestan er að frétta ágæta tíð siðan, enn hafís er enn fyrir norðrlandi, að minsta kosti milli Horns og Skaga. enn víðara hefir ekki frezt. Eftir síðustn t'réttum var ísinu á Híinaflóa heldr að lóna frá landinu. llarnaskóli í Haukadal i Dýrafirði (eftir bréfi þaðan). „Skóli þessi er stofnaðr af fimm mönnum, og hafa þeir lialdið liann á sinn kostnað. Það eru þrír skipstjórar, Kristján Andrésson í Með- aldal, Andrés Pétrsson, Sigurðr Jónsson og Matthías Olafsson stnd real. og Ólafr G. Jónsson, allir í Haukadal. Allir lögðu jafnt til hj'ggingarinnar, enn eigi eins og „ísafold" sagðist frá. að einn hefði lagt svo að segja alt fram. í fyrra (1885—86) vóru 17 hörn á skólanum, og vóni greiddar 25 kr. með liverju barni. í liaust var kenslueyrir færðr niðr í 20 kr., og urðu þó börnin færri enn í fyrra, eflaust vegna liarðærisins". Slysfnrir. 22. apr. varð íiti á Laxárdalslieiði maðr, er Bene- dikt liét Jónsson. — í f. m. druknaði Gísli bóndi frá Hrafna- björgum í Dalasýsln á leið úr Stykkishólmi; féll útbyrðis af báti. — í f. m. druknuðn 4 menn af báti í Hornafirði, Bjarni hóndi Gíslason á Uppsölum og 3 vinnumenn. 2 komust af og gátu vaðið í land. — Seint í f. m. druknaði stúlka í Hvassá í Norðrárdal, er Kristjana hét, úr Reykjavik. l)áin er í Reykjavík 3. þ. m. frú Elín Thorsteinsen, 86 ára að aldri. Hvalrekar. Um sumarmálin var drepinn 30 áina langr hvalr i Hornafjarðarósi, og 9. f. m. rak lival í Hreggsgerðis- lóni í Suðrsveit, álíka mikinn. Austr-Skaftafelbsýaln, 12. maí. „Hér hefir oftari liverju ver- ið auð jörð síðan í byrjun marzmán, nema kast gerði um og eftir 17. marz og aftr um sumarmálin til 16. þ. m. Síðan hefir verið fremr hlýtt veðr, enn gróðr er litill. — Heyleysi er að frétta fjær og nær, enu fellir verðr þó óvíða tilfinnanlegr. Um aflabrögð er það að segja, að í Suðrsveit eru hæstir hlutir um 150, og er það mesfr afli hér í Austr-Skaftafellssýslu“. Dalasýslv, 28. maí. „Stórkostlegr norðanbyir var hér í viku um uppstigningardagsleytið með 8—-10° trösti. Mest varðfann- koman fram til Dala, einkum í Haukadal og Laxárdal. Af þessn kasti leiðir stórau tjárfelii, einkum í þeim bygðarlógum. — Bæði frá ísafjarðardjúpi og nndan Jökli er að frétta góðan fiskafla“. Yesh•-Skaftnfdbsýshi (Meðallandi), 20. maí. „Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa. enn brá til bata með bænadögunum. Síðan allgóð tíð til sumarmála. Gerði þá bylji með grimdar gaddi (9—14° R.), svo Kúðafljót varð mannhelt, er enginn man til að fyrri hafi borið við um þann tíma árs. Þetta íhlaup stóð í viku og brá þá til bata þar til í miðjum þessnm mánuði, er aftr gerði norðankast með grimdarfrosti, sem nú er dálítið að slota. — Almenningr er heylaus, fénaðr farinn að falla og kýr nytlausar. Flest heimili bjargarlans, og sumir hafaekki mjólkr- mörk fyrir mann livern kveld og morgna. — Hér hefir verið sjaldróið þessa vertið, enda hefir verið fiskilaust að kalla. I austr-Meðallandi held ég hlntarhæð vera 20—30. Hér er ekki fyrir að sjá annað enn liuugr og mannfelli; það sem tórir af fénaði, verðr gagnslaust. Líklega rekr að því að taka liallær- islán. Enn nær mundi það verða borgað þar sem allar jarðir hér ganga árlega af sér, svo að líkindi eru til, að Meðalland (Leiðvallarhreppr) verði orðið að einni sandauðn að fám árum liðnurn"? Hvnavatvssýslu, 25. maí. „17. þ. m. gekk hér í voðalegt norðanáfelli með miklu frosti og ódæma fannkomu. Fenti fé hrönnum víða hér um sveitir, einkum í Þingi og Vatnsdal, á roörgum bæjum 30—40 og þar yfir, sumstaðar alt að 100, sem talið er víst að hafi farizt; sumt af fénu lirakti í ár og vötn. — Mesti bjargarskortr er hér, og sér á fólki, einkum á Skaga- strönd“. —----------------------- Búnaðr og landstjórn. Eftir Magnús Jónsson. -------------- Eins og víða mun kunnugt orðið, er hér nyrðra eitthvert hið bágasta útlit með almenningshag sem verið helir i langa tíð. Mikil bjargarþröng fyrir menn og skepnur, sem er eðlileg afleiðing af hinu bága sumri næstliðna og hinum rosasama vetri, sem hér heíir verið, og yfir höfuð aí hinum undanfórnu bágu árum. Skepnur manna hafa varla ætlað að halda lífi á heyjunum, svo vóru þau skemd og lirak- in, og kýr hafa lítið eða ekkert gagn gert. Féð var var í haust óspart látið á markaði og í kaupstaðina, því kaupmenn kölluðu skuldirnar. enn verðið afar lágt; þess vegna þurfti svo margt að láta hjá því sem áðr liefir verið, og fyrir þetta eru nú margir í miklum skorti. Skepnustofn manna er orðinn hér yfir höfnð helzt til litill, og það sem verra er, víða í slæmu ástandi. Það er því ekki sjáanlegt, að liann verði fullnægjandi til framfærslu manna framvegis og til lúkningar allra skulda og skatta, er á honurn hvíla. sem óðum þyngja á, sérilagi skuldarentur og sveitarútsvör, þvi nú koma menn í hópum á sveit- irnar, eins og vant er þegar harðærið kemr. Svona mun nú ástandið vera víða á landi hér. f»að tekr þó út yfir, að mikið af þessum litla bjargarstofni manna er skuldafé, svo að afnotin af honum ganga ekki í búin, heldr til skuldalúkninga, bæði til kaup- manna og til afborgana í banka og landssjóð o. s. frv. Eg veit, að sumir álita, að ekkert annað enn gott árferði og sparsamlegt lif alþýðunnar geti bætt á- standið. Ég játa líka að þetta er að mörgu leyti satt, því að það er drjúgast sem drottinn gefr. Enn jafnvel þó að mikið sé prédikað fyrir alþýðu manna um að lifa sparsamlega, þá hefir þó sparsemin eins og alt annað skynsamleg takmörk; það er ómögu- legt að sú þjóð, sem er talsvert mentuð og sem hefir mikla mentunar og framfara löngun, geti lagt á sig að lifa skrælingjalífi. Hins vegar verðr því ekki neitað, að sá bóndi sem kann góðar reglur í búskap og hefir góða stjórn á heimili sínu getr lifað góðu lífi hér í landi og það jafnvel þótt 2—3 hörð ár kæmi, ef hann inætti þá sjálfr njóta efna sinna fyrir sig og heimili sitt, enn væri ekki étinn upp af öðrum eins og oft á sér stað.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.