Fjallkonan


Fjallkonan - 08.06.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.06.1887, Blaðsíða 2
62 F J A L L K 0 N A N. Hefir nú stjórn þjóðbúsihs. alþingið, lagt næga stund á að efla efnahag og mentun alþýðunnar? Margt hefir það að vísu gert í þá stefnu. enn því miðr sýnist fleira af framkvæmdum þess heldr miða til að eyða afurðum og auðstofni landsins, heldr enn til þess að auka hann og tryggja. Meðan þingið var ráðgefandi, lagði það skatt á bændr, „búnaðarskóla- gjald“, sem með tímanum átti að verða stofnfé lianda mentunarstofnunum handa bændum. Enn síðan þing- ið fékk lögvald, hefir það ekkert um það liugsað, hvernig þessu fé hefir verið varið, að því leyti sem það hefir verið haft til búnaðarskóla, hvort það kemr þjóðinni að nokkrum notum eða engum, sem auðveld- lega getr átt sér stað bæði fyrir illa stjórn og fyr- ir fjárþröng skölanna. Þetta virðist ekki vera bú- mannleg stjórn, og þetta er þó hið mesta, sem þing- ið heflr enn þá gert til undirbúnings fyrir mentun bænda. Enn þar á móti hefir það með kappi og á- huga leitazt við að gera stöðu embættismanna svo trygga og góða, sem fært hefir verið, og auk þess fjölgað embættum. Það getr verið að þessa haíi ver- ið þörf, enn liitt átti þá ekki ógert að láta. Það var ekki síðr nauðsynlegt, að tryggja stöðu bænda með nægri mentun og þekkingu, og jafnframt með þeim lögum er sýndu mönnum, að það væri ekki ó- nýtt að vinna með dugnaði, enn ekki nteð lögunt sem elta dugnaðiun með vaxandi álögum. Ekki með lög- urn, sem heimila slóðununt og letingjunum efni dugn- aðarmannsins, án þess að ltann hafi nokkurt vald yfir efnum þeirra og atvinnu, lteldr tneð lögum, scm skylda dugnaðarmanninn til að framfæra slóðann og letingjana gegn fullum umráðum yfir efnuin þeirra og atvinnu, þar til þeir ltafa borgað sína skuld. Þess ber víst að geta, að þingið hefir undanfarið veitt ár- lega 20,000 krónur tii eflingar búnaði í landinu, og ég veit að þetta litia fé hefir þó gert mikið gagn, sérílagi að því leyti er snertir frantkvæmd í jarða- bótum. (Niðrl.). Frá útlöndum er fátt að frétta. í Frakklandi kafa orðið deilur um fjárlogin, sem hafa leitt til J>ess, að ráðaneyti Goblets er farið frá, og hef- ir Grevy gengið seinlega að mynda nýtt ráðaneyti. Ráðanoyti pað er nú er komið til valda, er af íhaldsmannaflokki; Rouvier heitir forsætisráðlierra og Ferrou hermálaráðherra. — 24. maí hraun leikhúsið „Opera comique“ í París; 200 manna biðu bana. — í Belgíu eru verkmannaóspektir; uppþotin í fyrra urðu á- rangrslaus fyrir verkmenn. Þingið þar hefir samþykt lög, er nefnd eru „sveltilög", og leggja toll á innfluttan slátrfénað og kjöt, enn við það hefir verðið á þeirri vöru hækkað mjög. Af þessu leiddi verkföll. Yerkmenn eru þar heill her, og getr ofsi og hungr leitt þá út i gifrlegustu óyndisúrræði. — Frá Rúss- landi heyrast jafnaðarlega málþráðarfregnir um árangrslaus banatilræði og líflát níhilista. — Eftir fregnum trá Neapel lítr svo út sem Ítalía muni komast í stríð við Abessiníu. — Frá Dan- mörk ekki að frétta annað enn sömu deyfð í pólitík og viðskift- um. 1 f. m. dó Jakobsen ölgerðarmaðr, einn af rikustu mönn- um Dana. Til „Sameiningarinnar", kaflann, sem stóð í Fjallkonunni 11. des. f. á um alþýðument- un og barnalærdóm, þá lýsir sér þar undarlegr ruglingr í hugs- un höf. Hann segir, að ritstj. „FjaJlk." sé í vandræðum og þori ekki að nafngrein.i höfund bréfkaflans, „þvi þaðgætidreg- ið dilk eftir sig“. Hvaða dilk, með leyfi að spyrja? Skyldi ekki hver maðr á landinu hafa leyfi til þess óátaliun að láta í ljós skoðun sína um alþýðumentuu, eins og önnur alraeuu mál- efni? Eða á slikt að vera bundið við vissa menn eða vissar stéttir? Það er óviðkuunanlegt, að fá slikar beudingar frá Ameriku. Höf. segist ekki vilja fortaka, að einhver prestr kunni að hafa ritað bréfkaflanu, enn „orðin verða ómerk, sem rödd úr kirkjunni, ef enginn þorir við þau að standa“. Spyrjum uú fyrst: hvað meinar hann með „rödd úr kirkjunni?" Ef það er sama sem rödd frá prestastéttinni, eins og höf. virðist ætl- ast til, þá er mér spurn: er kirkjan og prestastéttin eitt og hið saina? Það mun vera kaþólsk kenning, að svo sé, enn vér prótestantar látum kirkjuna innibinda bæði kennilýð og leik- menn. Það er þvi enginn efi á, að nefndr bréfkafli er rödd úr kirkjunni, svo framarlega sem einhver meðlimr þjóðkirkj- unnar íslenzku hefir ritað hann. En — „orðin verða ómerk, ef enginn þorir við þau að standa“. Hvernig stendr á því? Ef þau á annað borð hafa sannleik að geyma, þá er spurn: verðr sannleikrinn að lygi við það, að hann vantar undirskrift manns? Höf. gefr í skyn, að það, að slíkar greinir birtast nafnlausar bendi helzt á, að „dreng- skaprinn sé á þessum tímum að dvína hjá þjóð vorri“. Það er undarleg ályktun. Veit þá ekki höfundrinu, að ótalmargar greinir um almenn málefni koma út nafnlansar daglega í öll- um blöðum um allan heim? Það er eins og höf. varði hér eingöngu um menn, enn ekki um málefui. Ef allar nafnlausar , greinir í blöðum bera vott nm ódrengskap höfundanna, þá iná „Sameiningin" sannlega lialda húslestrum sinum áfram. Síðan koma þessar makalausu setníngar hjá höf.: „Það getr tull- j komlega sameinazt sönnum drengskap að rísa öndverðr upp á J móti kirkju og kristindómi*“ . . . „Enn það er þó einmitt k.rist- : indómrinn, sem á að lijálpa drengskapnum við“. Hér er rugl- iugriun og ósamkvæinniu í íneira lagi. Hvað er kristindómriun ? Höfuðatriði hans ern þessir and- legu fullkomleikar: vísdómr, heilagleiki og kærleiki. Þetta I er upphaf lians og endir ; þetta er inark og mið lians. Þessi eru hin mikilvægu málefni, sem haun vill f'á framgengt á jörð- unni. Þar sem nú höf. segir það vera vitanlegt, að „eigi mjög fáir menn hér á landi sé keuning kristindómsins fullkomlega andstæðir11, þá eru þetta að vorum skilningi svo stór orð og um leið svo ósönn og óviðrkvæmileg, að höf. ætti að hugsa sig j betr um, áðr enn liann lætr slikt frá sér íara. Enn ruglingr höf. kemr allr af þvi, að hanu blandar saman tveimr ólíkum hlutum: skipun kirlcjulegra málefna og kristin- dóminum. Að finna að einhverju, jafnvel i ytri skipun þjóð- kirkjunnar, það kallar hann að „gefa kristindóminum olnboga- skot“. Þarna er misskilningrinn. Höf. meinar auðsjáanlega, að eigi fáir menn á íslandi sé skipuu þjóðkirkjunnar og ef til vill sumum kenningum hennar andstæðir, og það kann satt vera; enn hitt ekki, að menn sé kristindóminum andstæðir. Guðfræðingar og kennivöld þurfa annars að vara sig á þess- ari sorglegu hugsunarvillu, sem ritstjóra „Sam.“ hefir á orðið ; þvi að hún er ekki svo óalmenn hjá þéim. Það er ekki svo fágætt, ef fundið er að einhverju í kreddum þeirra eða kirkju- siðum, að þá sé það lagt út sem ein af stórsyndum og kallað að ráðast á kristindóminn. Þeir sjá auðvitað, hvern hag þeir hafa af þessu sem aftrhaldsmenn; þvi að — gagnvart fáfróðum almúga hafa klerkar og kirkjuvaldsmenn varla fengið annað sterkara vopn í hendr enn það, er þeir gátu látið líta svo út, sem það að mótmæla þeim væri sama sem að standa í gegn guði. í enda greinar sinnar áttar höf. sig skyndilega og segir það „vel hugsanlegt, að kristindómrinn meðal þjóðar vorrar geti ekki lifnað viðfyrr enn kirkjan á íslandi er komin i alt annað horf enn nú er“. Hér endar ruglingr höf., þvi að hér er viðr- kent, að kirkjan á íslandi sé þó ekki = kristindómrinn i öll- Þar sem ritstjóri „Sam.“ i 2. árg. nr. 1 fer orðurn um bréf- 1) Orðið er auðkent af höf. þessarar greinar. <

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.