Fjallkonan


Fjallkonan - 16.07.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 16.07.1887, Blaðsíða 2
78 FJALLKONAN. Hrossa sala og uppeldi. Hrossaverzlun við Englendinga hófst hér á landi um miðja þessa öld. Árið 1855 eru útflutt hross talin 242, enn síðan vantar þenna lið i út- fluttar vörur í landshagsskýrslunum fram að 1862, og hefir þá hrossaverzlun lítil eða engin verið. A árunum 1862—1885 hafa eftir skýrslunum verið flutt af landi hér um bil 30,000 hross eldri og yngri, og ef vér gerum meðalverð þeirra i öll þessi ár 40 kr., sem líklega er samt fullhátt, hafa á þessum árum komið inn i landið 1,200,000 kr. fyrir hross eða kringum 50,000 á ári að meðaltali. Þessi upp- hæð hefir verið greidd að mestu i peningum og komið þannig í mjög góðar þarfir landinu. Hefir þá ekki hrossasalan verið einber hagr fyrirlandið? Ef vér eigum að svara þeirri spurningu, verðum vér að gera oss ljóst, hvað uppeldi hrossanna kost- ar; vér verðum að sjá, hvort vér fáum meira enn kostnaðinn endrgoldinn þegar vórseljumhestana úr landi, þ. e. uppeldiskostnað -\- folaldsverðinu. Það er ekki efamál, að fram á síðustu ár hafa lands- nn'iin verið vel í haldnir með hrossasöluna; hún hefir verið bæði beinn og óbeinn hagr. Um það leyti er hrossaverzlunin hófst hafa hross verið flest hér á landi; þá áttu eigi að eins búandi menn grúa stóðhrossa, er engan arð báru enn gerðu ó- bætanlegan landusla, heldr höfðu og lausamenn og hjú, er enga þúfu áttu til umráða, fleiri og færri hross i eptirdra^i. Þa8 var því tvöfaldr hagr að selja þessa arðlausu hesta f'yrir 50—60 kr. og upp að 100 kr. og minka svo jaí'nl'ramt agang hrossa á högum og engjum. Nú skulum vér sjá hvað uppeldi hrossanna kost- ar. Það er að vísu mjög mismunandi i ýmsum héruðum, enn allstaðar verðr þó uppeldi hesta fyrstu 4 árin einber kostnaðr. Þeir menn eru að vísu til, er sárlítinrj eða engan kostnað hafa af uppeldi hrossa sinna; það eru þeir sem á sumrin og enda árið um kring láta hross sín ondrgjaldslaust ganga á öðrum og drepast á gaddinum, er fyrir haga tekr, enn þótt stöku mönnum takist að kreista þannig fram hross sín, verðr þó kostnaðrinn ætíð nokkur, enn liann lendir á öðrum mönnum. Gætum nú að hvað hross kosta 4 vetra. Hér í kringum mig eru teknir 60 aurar um mánuðinn að vetrinum í beit- artoll, fyrir hvert hross og álika afréttartollr á sumr- in. Eg geri mi að trippin annað, þriðja og fjórða árið gangi liti i i) mánuði; hagagangan verðr þá 5 kr. 50 au.; enn 3 mánuði læt ég þau sé á einhverri hjiikrun, er ég met 1 kr. 50 au. um mámiðiini. Uppeldið kostar þá 10 kr. á ári og í 3 ár = 30 kr. Þá er ótalið folaldsverðið og uppeldiskostnaðrinu fyrsta vetrinn, og geri ég það til samans 18 kr. Ejögra vetra hross kostar þá eftir þessu 48 kr. Þessi reikningr mun nú sumum þykja ofhár, enn öðrum hið gagnstæða, enda er þessi( kostnaðr mjög misjatn, jafhvel á sömu jörðunni. Ég hefi eigi talið fyrirhöfn né ábyrgð á hrossum, sem þó má meta nokkurs. Eagr vor Islendingi stendr eigi svo, að vér get- uin keypt 3 kr. fyrir 5 kr., eða eins og átti sér stað í fyrra, 30 kr. fyrir hross aem kosta oss fullar 50 kr. (íetum vér þá ráðið verðinu á hrossunum? Vér getum auðvitað eigi selt þau hærra verði enn kaup- andi vill gefa fy'rir, enn vér getum átt þau óseld, og það eigum vér að gera svo framarloga sem vér eigi fáum fyrir þau alt að 50 kr., annars gerum vér oss vísvitandi skaða. l>að væri sjálfsagt miklu hyggilegra fyrir bún- aðinn, að hestum væri fækkað að mun i mörgum héruðum, og að menn léti sér hugað um, að eiga færri hesta og betr upp alda, reyndu að bæta kyn þeirra o. s. frv. Þetta mætti gera með lögmætum samþyktum. Ef vér fengjum betri vegi, mætti víða koma við vögnum i hinum fjölbygðustu héruðum og spara þannig hestana. Tjón það, er offjöldi hrossa leiðir af sér, verðr varla metið, ekki sízt i hörðum árum, þegar hrossin ste^^pa öllum öðrum fónaði í voða og valda þannig sífeldlega gjörfelli. ó. 6. Útlent smjör. A síðari árum hefir aðflutningr á smjöri hingað til lands aukizt stórkostlega, og að sama skapi fer útflutningr á smjöri sífelt minkandi. Árið 1884 vóru flutt til Islands 79311 pd. af smjöri, enu út- flutt 1598 pd. (að mestu frá Borðeyri og Skeljavík). Fyrir nokkurum árum var að kalla ekkert flutt til landins af þessari vörutegund, og er slíkt ekki vottr um framfarir i búnaðinum. Síðan aðflutningr af smjöri tók að aukast, flyzt hingað á hverju ári mikið af óekta smjöri, sem mörgum mun kunnugt. Þetta smjör líkist svo mjög eiginlegu smjöri, að ekki er auðvelt að gera greinar mun á því, enn svo mikið er víst, að alls ekkert smjör er í því. Það er oftast búið til úr feiti úr ýmsum dýrum eða kvikindum. Framan af var það eigi talið óheilnæmt, enn nú er það komið upp, að það geti verið skaðlegt og hafi oft í sér sóttnæm efni. Aðr var feitin, sem höfð var í smjörið, brædd í suðuhita og varð þannig ósaknæm, enn nú er það venja, að hita þenna bræðing ekki meira enn 40— 50u, og sá hiti drepr ekki sóttkveykjurnar („bakt- eríurnarí!). Fyrir skömmu kom upp kólera í Chi- cago, og varð það upp víst, að menn höfðu fengið sýkina af því að borða óekta smjör, er til búið hafði verið úr svínafeiti, enn svínin höfðu drepizt úr „svínakóleru". — Á Þýzkalandi hafa læknar að tilhlutun stjórnarinnar rannsakað hið óekta smjör og fundið í því ýms sjúkdómsefni; og í Bandarikjunum hafa sams konar rannsóknir farið fram, og hefir það orðið Ijóst, að í þessu smjöri eru lifandi smákvikindi og jafnvel bendilormsegg. I þriðjungnum af smjöri þvi, er rannsakað var, var ekki hið minsta af smjörefni; að öðru leyti var í þvi skemd feiti, er hafði verið þvæld i sýrum til þess að ná úr henni ólyktinui. Læknarnir álitu að þetta smjör væri mjög skaðlegt fyrir heilsu manna. Frakkneskr maðr að nafni Huet hefir fengið einka- leyfi til að búa til óekta smjör úr dysjuðum hræ- jum. Lengra verðr varla farið. Nú er feikna mikið af óekta smjöri flutt frá Ame- ríku til Danmerkr, og þaðan aftr til Svíþjóðar, Nor- egs og íslands. Er nú viða á Norðrlöndum ritað og rætt um hvað gera skuli til að sporna við slík- um ófagnaði, og þykir tiltækilegast, að banna með öllu innflutning óekta smjörs. Hvað vill alþingi gera í þessu efni? Ég er á því að réttast væri að leggja toll á alt útlent smjör,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.