Fjallkonan


Fjallkonan - 30.07.1887, Qupperneq 3

Fjallkonan - 30.07.1887, Qupperneq 3
FJALLKONAN. 87 af „óflekkaðri11 mey fyriv beina íhlutun sjálfs guðdómsins. Þann- ig fæddist Buddha og margir fleiri. Nátengd þessari takmörkuðu guðs hugmynd var trúin á vonda persónulega máttar-veru, eða það sem vér köllum djöíul. Fyrst góði guðinn táknaði daginn og ljósið, þá lilaut „hinn vondi“ að tákna myrkrið. Þeir áttu í eilífum ófriði hver við annan, og hrátt kom þar, að þeir hörðust um sálir mannannx annars heims. Þá myndaðist himnariki og helvíti. Til þess að menn gætu komizt i eilífa sæluvist himnanna, útheimtist það, að þeir legðu allan jarðneskan unað í sölurnar, og leiddi það til hins ógeðslega og óeðlilega meinlætalífs, sem enn í dag finnast voðaleg dæmi til i kirkjum Hindúa. Samsvarandi stefna í krist- indóminum hafði í för með sér einsetumunka og' klaustralíf og þar fram eftir götum. gjp>að má óhætt fullyrða, að hið trúarlega hugmyndalíf miðald- anna hafi átt brennipunkt sinn i djöflakenningunni. Það var kirkjan ein, sem gat frelsað sálirnar frá hinu „grenjandi leoni, sem gekk um kring og leitaði að þeim er það uppsvelgja mætti“. Loftið alt var fult af illum öndum, og þegar einhver trúvill- ingrinn var brendr, þá var dauðavein hans ekkert annað enn neyðaróp hins illa anda, sem hverjum manni mátti og átti að vera fögnuðr að heyra. Djöfullinn gekk svo langt fram í ó- svífni, að liann freistaði jafnvel guðsmanna; viti menn, að enda Lúther varð að reka hann á dyr með því að fleygja í hann blekbyttunni. Svo komu nú hinar miklu uppgötvanir í heimsbyggingarfræð- inni og náttúruvísindunum. Reikistjarna sú, er mannkynið byggir, var ekki lengr miðpunktr alheimskerfisins, hún var ekki meira enn dnftkorn á meðal hinna ótallegu stjarna, sem fylla alheimsgeiminn. Yæri nú guð hinn eilífi alstaðar nálægr í þess- um ómælilega geimi, sem yfirgengr allan mannlegan skilning, þá var rúmfátt orðið á svæði jarðarinnar fyrir persónulega mátt- arveru hins illa, sem kept gæti um völdin við eilífa almættis- veru hins góða. Guðs hugmyndin, að svo miklu leyti sem mann- legr skilningr gat gripið hana, gerði djöfuls hugmyndina að rökfræðilegum (logisk) ómöguleik og fjarstæðu. Svo er enn, að þrátt fyrir öll hin furðulegu afrek visinda- legra rannsókna, þá megnar mannlegr hugsunarkraftr samt ekki að skilja guð, nema á mjög svo takmarkaðan og ófullkominn hátt. Hugmynd óendanleikans, hvort heldr í tíma eða rúmi, fær eigi rúmast í því, sem sjálft er takmarkað. Alt og sumt, sem vér getum, er að eigna hinum persónulega guði þá æðstu eiginleika, er vér sjálfir þekkjum, og þeir eru eins og allir vita: eilífð og óumbreytanleiki, alstaðarnálægð, algæzka og réttlæti. Enn þessir eiginlegleikar nægja samt til að víkka, hækka og hreinsa guðs hugmynd vora meir og meir, að sama skapi sem þekking vor á alheiminum verðr víðtækari, og að sama skapi sem hugmynd vor um algæzku og réttlæti verðr hreinui. Og þar af hlýtr ósjálfrátt að leiða, að alt sem kemr í mótsögn við þessa auknu þekkingu og þessa hærri siðferðislegu hugmynd, það verðr að hreinsast burt úr guðs hugmynd vorri. Eins og því fer fjarri, að heildin geti gert sig að parti sín- um — heildin hætti þá að vera heild — eins fer því fjarri, að guð geti gert sig að jarðneskri veru, hvort heldr í manns líki eða einhverri dýrsmynd, eins og Egiptar og sumar aðrar þjóðir samkvæmt sinum lágu guðs hugmyndum hafa hugsað sér' opin- beraða guði. Já, mannkynið hefir þörf fyrir og þráir æðri guðs hugmynd enn þá, sem nú er kend enda i vel flestum trúarfélögum kristn- innar. Enn hvernig fá menn náð til hennar innan sjálfra þessara félaga ? Það er aðalvandinn. Til þess að skilja að svo er, þnrfa menn ekki annað enn að minnast þess, að allir. kirkjunuar pre3tar og uppfræðarar efu bundnir við hátíðleg heit og mikla veraldlega hagsmuni, svo þá dregr nauðsyn til að viðhalda hugmyndum gamla borfsins, þótt þær sé aldrei nema úreltar, þðtt hin eflda þekking og mannvit hafi hrakið þær, og þótt þær stríði gegn æðri trúar- legum og siðferðilegum hugmyndum. Hvað eiga þá þessar kirkjur með prestum sínum og kennendum að gera? Mundu þeir, jafnvel með bezta vilja, geta endrskapað liugmyndir kenslu- fræða siuna? Það er lilutr sem, oss vitanlega, engin kirkja hefir gert alt til þessa. Hið nýja verðr að ganga úr liinu gamla og mynda ný félög. Hið gamla getr fallið, enn ekki bætt sig. Lögmáli lífsrásarinnar er þaunig varið. Menn kalla það „sundrdreiflng“ og hefja upp sárar kvartauir yfir henni og „vantrú“ þeirri, sem sagt er að sé undirrót henn- ar og orsök. Svörin frá hinum eru að sínu leyti engu óbitrari; hið nýja hlífir ekki hinu gamla. Eun þar með áviust ekkert fyrir hvorugan málspartinn. Þ6 mikið kunni að vera til af verulegri „vantrú" í hinu nýja. þá finst þár líka mikið af djúpri og innilegri sannleiksþörf; þótt mikið sé af veraldlegu hugar- fari í hinn gamla, þá er þar og jafnframt mikið af sannri guð- rækni og sannfæringu. Það er þá betra fyrir báða parta að leita uppi hið góöa og halda í það, enn að festa auguu eingöngu á g'óllunum. tfæti menn þess vel, að ráðast ekki á bið góða sjálft, um leið og menn ráðast á misbrestina. Því með þeiin hætti yrði guðsbug- myndin hjá oss ekki hafin á liærra stig; þaðgæti vel farið svo, að hún drægist ofan í enu meiri niðrlægingu. Útlendar fréttir. 4 ™ a* DANMÖRK. Berg hefir haft lítjnn heiðr eða gleði af ræðu þeirri er hann hélt í Kolding, þar sem liann lýsti óánægju sinni yflr samdrætti með Hörup og flokksmönnum hans við liægri menn. Það er nú sýnt, að samdráttr þessi hefir enginn verið svo teljandi sé. Berg er nú að kalla einn síns liðs, og lítr svo út. sem hann muni eigi geta safnað að sér neinum verulegum flokki. ÞYZKALAND. Keisarinu er nú hinn ernasti og kennir sér einskis meins. — Alt af fer orð af að ískyggilega horfist á milli Frakka og Þjóðverja. Er sagt að úlfúðiu sé svo mikil meðal þýzkra manna er á Frakklaudi búa og landsmanna, að binir þýzku menn geti ekki við unað. — Nýdáinn er Alfred Krupp í Essen, hinn heimsfrægi fallbyssna steypari. ENGLAND. Þrjár kosningar til parliamentsius, sem gengu Gladstone og hans mönnum í vil, þykja benda á, að írska mál- ið eigi betri byr í vændum. Aftrhaldsblöðin t. d. „Titnes“ hafa orðið súr á svipinu við þessa atburði, enn segja þó enga ástæðu til að æðrast. BÚLGARÍA. Fulltrúaþingið kaus 7. júlí priuz Ferdinand af Saxeu-Coburg fyrir landstjóra (fursta), og befir liann tekið á móti kosningu, og gerir sér far um að fá samþykki stórveldanua og Tyrkja soldáns, jiótt óvænlega þyki liorfa. Þegar jiessi tíðindi fréttust var Bismarck ekki heima; brá liann þegar við og fór til Berlínar og mun eigi hafa þózt mega sitjandi hlut í eiga. ÍTALÍA. Kólera hefir gert vart við sig í Suðr-Ítalíu og Sik- iley. Dóu á 3 dögum í Kataníu 140 af 200 manns er sýktist. • SVISSLAND. Hér varð það fáheyrða slys snemma í þessum mánuði, að rúm 20 liús í bænum Zug, er stendr við samnefnt vatn og bygð eru á uppfyllingu út við vatnið, sukku til grunna, og fórust allmargir menn. Er ætlað að þetta slys hafl komið af skriði á leðjulagi undir uppfyllingu þeirri, er húsin vóru bygð á. SANDVÍKREYJAR. Á eyuni Havaji urðu stórkostlegir jarð- skjálftar í vor og fórust í þeiin 167 manns. Nú er þar komin stjórnarbylting; konungr hafði gefið eyjarskeggjum stjórnarbót, enn þeir hafa fært sig það upp á skaftið, að þeirhafasett liann frá völdum. Áskorun til manna á íslandi um forn skjöl, Það er í ráði, að hið íslenzka bókmentaíélag haldi áfram að gefa út íslenzkt fornbréfasafn, sem fyrsta bindi er komið út af fyrir 11 árum, og sem nær fram að 1264, jiegar þjóðveldið

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.