Fjallkonan


Fjallkonan - 20.08.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 20.08.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 99 * Ráð gegn sveitarþyngslum. ----ooo I. Það er kunnugra enn frá þurfi að segja, hversu efnahagr landsmanna er nú orðinn aðþrengdr og hve mjög sveitaþyngslin aukast ár frá ári, sem kveðr svo ramt að, að þeir fáu bjargálnamenn, sem enn eru til í sveitunum, verða að gjalda eitt til tvö hundruð kr. á ári hverju í sveitarþarfir. Þessi j óbærilega byrði er að aukast árlega, svo að ekki ' er annað sýnna enn að efnahagr þeirra, sem aug- I un blakta enn þá í, fari smátt og smátt i kalda- ] kol. Þeir fækka ár frá ári, sem byrðina bera að nokkrum mun; suma þrýtr efni og sumir flýja af landi burt; sveitarfólögin eru að sökkva í skuldir og enginn eyrir handa í milli, hvað sem fyrir kemr, nema taka lán á lán ofan. Hallærislán eru sann- arlegt neyðarúrræði, enn vitaskuld er, að ef sann- arleg neyð er fyrir dyrum og engin fyrir hyggj a J er höfð fyrir því að mæta henni, má búast við, að úr því verði neyðarúrræði; enn hitt er víst, að hall- J ærislán mætti brúka meir til hagsbóta enn við hef- | ir gengizt um leið og bætt er úr brýnustu lífsþörf manna. Það er því hin brýnasta nauðsyn að reyna til á allan mögulegan hátt, að sporna við þeim mikla þurfamannastraum á sveitirnar, sem alt ætl- ar að kæfa, þessum ófögnuði, sem smátt og smátt er að leiða til þeirra vandræða, sem ekki er sjáan- legt að verði ráðið fram úr. Það er nú auðvitað, að hin bágu árferði, semnú ganga yfir, eiga mikinn þátt í þessu, enn það er einnig auðséð, þegar að er gáð, að hér er líka öðru um að kenna að nokkru leyti, nefnil. fátækralög- gjöfinni sjálfri, og hvernig henni er beitt, þegar til framkvæmdanna kemr. Enn vitaskuld er, að því ver sem lætr í ári og þvi meira ólag sem er | á þurfamannalögunum og framkvæmdum þeirra, því meiri þörf er á, og því óumflýjanlegra er aðreyna af ýtrasta megni að lagfæra það, sem lagfæra má, til að sporna sem unt er við hinum slæmu afleið- ingum harðæranna. Með því að lagfæra fátækra löggjöfina sjálfa og setja líka jafnhliða henni önn- j ur hagkvæm lagaákvæði henni til stuðnings, sem um leið ýttu fram atvinnuvegunum og gæfu líka aðhald og hvöt til atorku og iðjusemi, mætti án efa minka stórum þurfamannastrauminn, og það er j tilgangr minn með línum þessum að vekja athygli á því, sem ég álít að geti orðið til þess, og svo í öðru lagi til þess, að gefa öðrum landsmönnum hvöt til að leiða meiningu sína í ljós um þetta mikilsvarðandi málefni. I efri deild alþingis kom fram í ár þingsálykt- un um að setja nefnd til að íhuga fátækrareglu- gerðina 8. jan. 1884 og láta í ljósi álit sitt og at- hugasemdir til umbóta á henni; 5 manna nefnd var sett, og að lyktum leiddi hún í ljós athuga- semdir sínar og tillögur i nefndaráliti, sem að lík- indum geta orðið til ieiðbeiningar og flýtis ánæsta þingi til að koma fram lagalegum umbótum á fá- tækramálefnum vorum. Þetta áminsta nefndarálit eiga nú landsmenn kost á að sjá og íhuga í al- þingistíðindunum, og ætla ég því ekki að taka það upp á ný sem nefndin leggr til um þetta mál, heldr einungis vekja athygli á öðru atriði, sem snertir líka málið og sem að vísu var hreyft í nefnd- inni, enn þótti ekki eiga beinlínis heima i þurfa- mannalögunum. (Kndir í næsla blaíi). Nýmæli úr Grindavík. Síðastliðna vetraryertið við hafði ég stöðugt, á útveg minum : 1. „Bárufleyg“ (með eigin bát); keilumyndaðau kút, fyltau tán- um hampi og 3 pottum af steinolíu — varð hans eigi pörf —; alls einusinni notaði ég hann vegna aflans, í mikilli ágjöf, og lægði samstundis svo, að enginn sjðr gekk í bátinn ettir |iað, Má þannig verja farm með „bárufleyg“, svo eigi þarf að ryðja eða kasta út flski. 2. Skiftispjöld. Með þeirn var öllum afla skift, og likaði öll- um ágætlega. Dar sem þau eru við höfð, hJjóta allir að vera ánægðir með hlut sinn, hvort sem eru: ágjarnir útvegsmenn, sérdrægnir forraenn eða sýtingssamir hásetar. 3. kttavita (compas), og er hann ðmissandi, ef þoku gerir eða éljagang. Skal ég gera ljósari grein fyrir þessu fyrir næstkoinandi vetrarvertíð 1888. Oddr V. Gislason. Útlendar fréttir. ÞYZKALAND. Vilhjálmr keisari var, er siðast fréttist, í Grastein (í Austrríki), og stóð til að Franz Jósef Austrríkis keisari kæmi þar á fund hans og mundu þeir treysta þar enn betr sambandið milli hins þýzka ríkis og Austrríkis-Ungverjalands. Er í þýzkum blöðum haft við orð, að bæði ríkin þurfi nú hvað mest hvort annars við, ef til banda- lags dragi með Frakklandi og Rússum, enda nú viðsjár miklar sem stendr með Þjóðverjum annars vegar og Frökkum og Rússum hins vegar. Krónprinzinn þýzki er enn á Englandi til lækn- inga undir umsjón Dr. Mackenzie og sagðr á góð- um batavegi. RÚSSLAND. Stjórn Rússa heldr enn hinni sömu stefnu áfram að leitast við að gera Eystrasalts-hér- uðin, þar sem þýzkir menn byggja, rússnesk, og amast við útlendingum, sérstaklega Þjóðverjum. Rússakeisari var væntanlegr til Kaupmannahafnar. — 1. þ. m. andaðist Michail Katkow (ekki fullra 70 ára), er sumir kölluðu „vara-keisarann“, svo mikils þótti hann mega sín og í svo miklum há- vegum var hann hjá Rússa keisara, ogþóvarhann aldrei nema ritstjóri og valdalaus maðr. Hann hélt úti „Moskófu tíðindum", og var megin-stoð og stytta alslafa-flokksins á Rússlandi. Hann kom mest til sögunnar eftir 1881, er hinn núverandi keisari tók við völdum, því að keisarinn var hinn mesti aðdáari hans og hafði hann að trúnaðar- manni. Hið pólitiska markmið hans var efling Rússlands og sameining allra Slafa undir yfirfor- ustu þess. Aldrei vildi Katkow fara til Pétrsborg- ar, og ekki fékst hann til að þiggja ráðgjafaem- bætti, þótt honum byðust þau oftar enn einu sinni.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.