Fjallkonan - 27.08.1887, Síða 3
FJALLKONAN.
103
])á var bygð ný kirkja, og hurðin þá enn sett fyrir portið fram
af kirkjunni eins og hér af sést:
„Eftirrit
úr vísitazíu Helga biskups Thordersens á Valþjófsstað 30 júli
1850.
Fram af kkjudyrunum erport, hér um bil ferskeytt, 1 */2 qvart,
hverju megin vid kkjudyrnar, med einföldum veggjum eg þaki,
á hædina nær það upp ad glugga, sem er á dyrastafni; fyrir
portinu er gömul og merkileg hurð, med ýmsum útskornum
myndum á, sem auðsjáanlega bera þess merki, að það er eftir
fornmenn; það vita menn með vissu, að það er gömul hurð frá
skála hér á staðnum, sem mælt er að Þórður hreða liafl smið-
að; í hurðinni er gamall og merkilegur hringur með innbleypt-
um silfurrósum“.
Enn þrátt fyrir þetta er hurðin rifin frá kirkjunni vetrinn
eftir og send burtu, sem hér af sést:
Úr dagbók Jóns Höskuldssonar landeyings á Höfða í Fljóts-
dal, 18. marz 1851: „Logn med þykku lofti og frosti, farið
með gömlu hurdina, eftir Þórd hredu, frá Valþjófsstad til Eski-
flardar semáað sigla á forngripasafnid; með hurdina var aftr
híngad komid“. Að snúið var aftr með hurðina í það sinn
heim að Höfða, hefir atvikast þannig, að annaðhvort hefir haml-
að veðr eða einliver önnur atvik, enda er þar háls yfir að fara
frá Höfða. Enn það er vist að hurðin kom þetta ár, 1851, til
Kaupmanuahafnar.
Nú hefir verið athuguð bréfabók Helga biskups, frá þvi um
sumarið, og þar til vetrinn eftir 18. marz, og finst þar ekkert
leyfi biskupsins fyrir að taka hurðina frá kirkjunni og senda
hana burtu, og ekkert um það efni, og hurðin ekki einu sinni
nefnd.
Enn fremr hafa verið athugaðar bréfabækr Helga biskups alt
frá 1845—1850, og finsf þar heldr ekkert leyfi biskupsins fyrir
að senda hurðina burtu eða taka haua frá kirkjunni; miklu
heldr kemr þar tram það mótsetta, nefnilega að varðveita hurð-
ina.
Útdráttr úr bréfi Helga biskups til Stefáns prófasts á Val-
þjófsstað 19. marz 1845 :
„Fyrir klukknaportinu er gamla kirkjuhurðin, hverrar getið
er i Ann. for nord. Oldkyndighed 4 B, 2 H, p. 3631. Vel
gjörðu y. Vvht. að viðhalda og brúka menjagripinn, þá gömlu
kirkjuhurð, og er óskandi, að henni til hlífðar, ef vel yrði við
komið, væri einkanlega í óveðrum þokkalegir-lausahlerar fyrir
hana spentir“. Bréfabók 1845, bls. 172.
Nú kunna samir að líta svo á þetta mál, að hurð þessi sé
ekki á réttan hátt komin út úr landinu, og að hurðin sé eign
Valþjófsstaðarkirkju eftir sem áðr, meðan ekki finst leyíi bisk-
upsins fyrir þessu; því það er Ijóst, að ekkert af ornamentum
kirkna má láta burtu nema með leyfi biskups eða stiftsyfirvalda;
enn þótt að einhver kynni að vilja segja, að liurð þessi heyri
ekki undir ornamenta kirkjunnar, þá er það aðgætandi, að hér
stendr sérstaklega á með þennan grip; fyrst er nú það : að
þessi forna hurð er sá dýrgripr síns kyns, að enginn er annar
slíkr á íslandi öllu, og þó víðar væri leitað, og mátti það þá
ekki minna vera, enn að biskupinn ekki væri gerðr fornspurðr
að þvi, að taka hana frá kirkjunni og láta út úr landinu ; í
öðru lagi: hurð þessi er sérstaklega nefnd og tekin fram í vísi-
tazium biskupanna, Brynjólfs biskups, o. s. frv.; ogí þriðja lagi:
Helgi biskup aðvaraði eða áminti prófastinn á Valþjófsstað um
hurðina, og óskaði eftir að hann „brúkaði menjagripinn“ fyrir
kirkjuna og varðveitti hann.
Það má svo að orði kveða, að hurð þessi sé orðin fræg erlend-
ís; myndir af henni eru teknar upp í vísindaleg arkeologisk
verk, og henni þar sérstaklega lýst, vegna þess forna og ein-
kennilega stíls, sem er í myndunum og rósunum á hurðinni, og
sem einkennir svo vel þann tíma.
Vér höfum ekki farið varhluta af því, að missa bæði óborg-
1) Á að vera: Antiqvariske Ann. 4 B, Kh. 1827, bls. 163.
Þar sést og, að Finnr Magnússon hefir fengið vitneskju um
hurð þessa frá prestinum „Ormson“ (o: síra Vigfúsi Ormssyni)
20./9. 1821, og er henni þar lýst með réttum einkennum.
anleg forn handrit og forna dýrgripi út úr landinu. Nú hygg
ég að væri mál komið til, að þjóðin legðist á eitt af alefli að
! stemma stigu fyrir þessu, og reyndi að halda ntan að því sem
eftir kann að vera, einkanlega þar sem við eiguui forngripa-
safn í laudinu sjálfu, sem vér erum að reyna að koma upp.
Sigurðr Vigfússon.
Til „Þjóöviljans“.
í 21. tölublaði Þjóðviljans stendur dálítil grein um mig, sem
mér finnst eg þurfa að nefna, því fremur sem þar stendnr ekk-
ert vinalegt orð, svo maður gæti tekið þetta svo sem með því
eigi að gera mig hlægilegan; en um það hirði eg lítið, því að
„laungum hlær lítið vit“. Það er og siður skræliugja og villi-
þjóða, að hlægja að öllu. En þó að greinin sé svona lítil, þá
felur hún samt í sér þær skoðanir, sem nú ráða hvað mest öll-
um hlutíöllum hér á landi, netnilega þannig, að varla er um
annað hugsað en að vera í finum fötum og nógu finn, en hætta
alveg við allt hið grófara í lífinu. Þess vegua þykir það býsn
og feikn, ef sumir fara í í-lenzk föt, og eru ekki alltaf huud-
danekir niður i rass — svona verður maður að vera — eða eins
| og ensk „civilíséruð" viðrini — þeir gera sig þá jafna íslend-
ingum — það er: „dónunura“. í útlöndum mundi það þykja
kátlegt eða „pjattað" (eins og Danir segja, þvi sjálfir eigum vér
ekkert orð yfir þetta), ef verið væri að kunngjöra í blöðum
hvernig maður sé klæddur, nema et vera skyidi eitthvað mjög
merkilegt. En þetta fínheitafár og íatatildur gengur nú um
ullt land, og náttúrlega helzt í knupstöðunum, og það er aðal-
mark og mið alls þessa lýðs, sem þángað ílykkist, að punta sig
og verða fínn. Það er orðið ómögnlegt fyrir þennan múg að
taka þátt i vinnu til lands eða sjávar, ef útheimtir húu gróf
föt — jafn vel sjómenn á þilskipum verða vera að í útlcndum
fötum, til þess að apa sig sem mest eptir hiuum — og svo or
það almennt álitið „dónalegt“ að vaða eða vera votur, það er
að segja ef maður er í hæfilegum fötum til þess; en þó hálærð-
ir stúdentar og flöjelsfíuir framtíðardreugir komi reunaudi úr
útreiðartúrum með silkihúfur eins og dillublautar kúaklessur —
það er ekki álitið dónalegt, af því það eru fín föt. í útlönd-
um þykir það engiu undur, þó maður vaði, hvort það eru lield-
ur karlmenn eða kvenntólk; en svo lítur út sem það þyki fá-
dæmi hér á landi, að minnsta kosti i kaupstöðunum. Eg hef
optar en einusinni reynt það, hvað það er að vera votur á göt-
unum, ef maður er í vaðmálsfötum — fólkið stendur agndofa
og maður heyrir brestina í banakringluuum þegar hausarnir
snúast á ramböldunum at forundraninui. Maður er látiuu stanila
við til að skoða þessa merkilegu sjón. — En svo lítil sem greiu-
in er, þá getur hún nú ekki samt sagt öðruvísi frá en ramm-
skakkt. Þar stendur að eg leggi mig «ú mest eptir sjódýrum.
Hvað veit höfundurinn um Jiað V Hef eg þá áður lagt inig mqst
eptir landdýrum? Eða veit haun af hvaða dýruin hérermest?
— Svo stendur að eg hafi flutt mig út á Hlíðarhúsastiginn „til
þess að vera nær sjónum“ — þetta veit hann heldur ekki,
hvort það var aðal-orsök flutningsius. Svo stendur, að eg sjá-
ist nú opt vera að vaða skinnklæddur — það er svei mér ekki ný
bóla, þótt höfunduriun ímyndi sér að liann hafi fyrstur gert
þessa nýju og miklu uppgötvan — það er raunar satt, að eg
hef opt verið i skinuklæðum (það gerði Steenstrup líka þegar
hann var hér, en þá var heldur ekki eins mikið um „fínheitin“
eins og nú), því það eru þau hentugustu sjóföt sem til eru, þó
opt sé illa gerð eða fari illa — en það er nú svo skrítið, að
síðan eg kom hér út á Hlíðarhúsastiginn, þá hef eg aldrei ver-
ið i skinnklæðum, svo þetta eru eintómar ofsjónir höfuudarins,
og eg get varla sagt, að eg hafi orðið votur; en honum Jiykir
auðsjáanlega mjög merkilegt, ef maður er votur í hné, og enn
merkilegra ef maður er votur í klof, og allra merkilegast ef
maður er votur í mitti; en ef maður verður meira votur, þá
líklega liður yfir höfundinn, eða lionum ofbýður „dónaskapur-