Fjallkonan


Fjallkonan - 27.08.1887, Qupperneq 4

Fjallkonan - 27.08.1887, Qupperneq 4
104 FJ ALLKONAN. inn, svo hann annað hvort hættir að skrifa um hann og kunn- gjöra hann, eða þá hann kemur með eitthvert óheyrt og óþekkt meistarastykki af „Pjatti". Það mundi verða töluverður prent- unarkostnaður, ef á'þekkar auglýsingar ættu að kunngjörast um hvern þann sem leitar að kvikindum í fjörunni, en í Þjóðvilj- ann gæti það vel komist, því nógar eru spázíurnar. Eðafinnst höfundinum ekki eins tilhlýðilegt að auglýsa, að landlæknir Schierbeck sjáist nú opt svamla óskinnklæddur til að grufla ept- ir bakteríum, eða að Doktor medicinæ Jónassen sjáist nú opt skinnklæðalaus vera að vaða í lifrarpilsum til að leita að Echi- nokokkum? Eða veit hann ekki að til er það sem heitir „exa- men, observation, préparation des féces, du contenu intestinal“, sem er ein grein náttúrufræðinnar og læknisfræðinnar — kann ske honum þyki þetta þrifalegra en að vaða í sjónum. Enhvað sem þessu líður, þá verður maður að halda höfundi þessum það til góða, þótt hann sjái ekki annað en fötin og vaðalinn. Inni- haldið er honum ðkunnugt, en eg hugga mig við það, að hann muni þó muni þó unna mér þess að geta heitið „Realisti11 í sumu. 21. Ágúst 1887. Ben. GröncLal. Nýjungar frá ýmsum löndum. -----eoJJoj-.- Þýzkr og enskr iðnaðr. Yerzlunarsamkepni Þjóðverja er farin að verða Englendingum allskæð í ýmsum greinum. Áðr hefir þýzkr iðnaðarvarningr fengið það orð að vera „ódýr og ó- nýtr“, enn hvað sem þvi liðr, er hann tekinn að ryðja sér til rúms á heimsmarkaðinum; verzlun með suma beztu útflutnings- muni Englands svo sem glervöru og harðleirsvöru (stentöj), og sérstaklega hnífa, er að miklu leyti komin í hendr Þjóðverjum. Járnbraut yfir Síheríu. Rússakeisari hefir að sögn veitt samþykki til að byrjað verði á járnbraut, sem á að koma höf- uðborg rikisins í samband við Kyrrahaf, og þar með, er fram líða stundir, við Ameriku. Nú þegar liggr járnbraut fráPétrs- borg tii Jekaterinenburg, enn þaðan á að lengja hana austr að Barkalvatni, og svo með landamærum Kínlands alt að Vladivo- stock, sem er herskipa höfn Rússa við Kyrrahaf. Verði fyrir- tæki þessu framgengt, þá mun ferðin frá Pétrsborg til Valdi- vostock verða farin á 15 dögum. Ástæðurnar fyrir Rússa til að leggja járnbraut þessa eru einkannlega hernaðarlegar, enn auðvitað verðr fyrirtæki þetta einnig til mikilla framfara í verzlunarefnum, því að Síbería er eitt hið auðugasta land að náttúrunnar gæðum, bæði frjósamt og auðugt af dýrum málm- um, og loftslag ekki einungis þolanlegt, heldr jafnvel ágætt. Járnbrautargerð þessi mun vera Englendingum nokkurt áhyggju- efni, þar sem brautin á að liggja að landamærum Kínlands. Munu þeir áðr langt líðr leggja járnbraut sín megin gegn um Sýrland og Evfratsdalinn til Persíuflóa, til þess að stytta leið- ina til Indlands. Liklega verðr ekki byrjað fyrr á Síberíu-járn- brautinni, fyr enn „transkaspiska“ járnbrautin er komin alla leið til Bukhara, enn fyrir henni stendr Annenkoff hershöfðingi, hinn duglegasti maðr. AUGLÝSING AR. með 26 vinningum, sem eru: 1. Gullúr á 100 kr.; 2. aftrhlað- in tvíhleypa á 50 kr.; 3. koffr úr silfri; 4. karlmanns úr; 5. 6 teskeiðar úr ■ silfri; 6. rjómakanna og sykrker úr pletti á 25 kr. hvert; og þess utan 10 góðir og þarfir munir á 10 kr. hver, og 10 góðir munir á 5 kr. hver, — verðr haldið hér í Reykja- vík seint á þessu sumri Seðlarnir fást hjá þessum mönnum: Sigurði Kristjánssyni i Rvík, Þorláki Ó Johnson í Rvík, Magnúsi Zakkariassyni í Rvik, á ísafirði hjá Þorvaldi lækni Jónssyni, áAkureyri hjá Friðbirni Steinssynl, á Húsavík hjá Þórði faktor Guðjohnsen, áSeyðisfirði hjá sýsluskrifara Ólafi Runólfssyni, í Hafnarfirði hjá verzlnnar- manni Jóni Bjarnasyni, og í Keflavík hjá Jóni Gunnarssyni. Hver seöill kostar 1 kr. — Agóðinn, ef nokkr verðr, gengr til G.-T.-hússinsí Reykjavík, og munirnir, semallir verðavanda aðir, verða til sýnis í Reykjavík seint i septembermánuði. Meir- en 1200 númer verðr, þótt allt seldist upp strax, aldrei gef- ið út. Árni Gíslason. Indriði Einarsson. Ofafur' Rósenkranz. Sigurður Jónsson. TANNPÍNUMEÐUL, Samskonar tannpínumeðul og ég hefi hingað til viðhaft við tannlækningar heima hjá mér, en engum selt, verða nú eftir- leiðis til sölu hjá mér. Þess skal getið'að meðul þessi eru samsett eftir hinum heztu ráðleggingum (recept) hr. A. Préterre í Parísarborg, sem ekki er einungis álitinn frægastr tannlæknir meðal Frakka, heldr ■jafnvel heztr tannlæknir sem nú er uppi. Meðul þessi eru — eins og margir munu kannast við, sem ég hefi hjálpað — svo fljótverkandi að undrun sætir. Rvík 24. ágúst 1887. Páll Þorkelsson tannlæknir. Hina lieiðruðu kaupeudr húnaðarritsins læt ég vita, að það cr áform mitt, að reyna að halda ritinu úti næstkomandi ár. Það eru því vinsamleg tilmæli mín að sem flestir bændr vildu senda ritinu ýmsar hagfræðisskýrslur; enn áríðandi er að skýrslurnar séu nákvæmar og sannar. — Enn fremr læt ég hina heiðruðu kaupendr vita, að andvirði búnaðarritsins og hréf til mín mega sendast næstkomandi vetur að Hléskógum pr. Akreyri. Þó má einnig senda andvirði ritsins til Sigurðar Eristjánsson- ar bóksala í Reykjavík. Ég ber það traust til hinna heiðruðu kaupenda húnaðarrits- ins, að þeir dragi það sem stytzt fram yfir gjalddaga að borga ritið. P. t. Brjámslæk 12. ágúst 1887. Yirðingarfyllst. Hermann Jónasson. Öllum þeim, er heiðruðu jarðarför mannsins míns sáluga, prestsins séra Páls Sigurðssonar, með nœr- veru sinni, votta ég hér með mitt innilegasta hjartans þakldœti, enn sér í lagi þ'o þeim mörgu, sem með að- stoð sinni gerðu þessa sorgarathöfn mjög svo liátíð- lega. Gaulverjabœ, 30. júlí 1887. Margrét A. Þórðardóttir- ■ggs’v H 2. p- a hrt —1W ® 05 ° B CD w Cfí h- a o: S 4 L P uq 4 ct> ® * s S-.&K ts <x> q.ctq < a> << p- ® ® p. ^ - to aa ct> <X> 05 3Q hi £3 öS » £? o: ö o £? <Jg S.o* » Ct> h- CD < CD < crq CD 8 2. £■<§' o g* < g. ar OJ6 rt- 2- <4 % K —1 rc 3- JQ “ ST P ® w 3 E < ZXD CD ST t-í P - <X> 8 el ct> . <X> o'o n> 2KB c- I—1W E $ 2 rt 3 P 9? CD H—* OQ 03 9? Pa CD O Examíneraðr tannlæknir, cand. pharm. fíickolin, gegnir lækningum frá kl. 11 til 3, nema á sunnudögum. Fyrir fátækliuga þriðjudag, fimmtudag og laugardag kl. 10—11. Holar tennr eru fylltar sársaukalaust fyrir 1—3 kr. hver. 2STIE3. Tannpina stillist þegar i stað, og meðalið með fyrirsögn um notkun þess fæst fyrir 1 kr. Það er ómissandi á hverju heimili, þar sem tannpína þekkist. — Bústaðr í húsi Guðnýjar Möller í Reykjavik. Prentsmlðja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.