Fjallkonan


Fjallkonan - 18.10.1887, Side 2

Fjallkonan - 18.10.1887, Side 2
122 FJALLKONAN. köld væri; heyskapr varð í betra lagi og nýting hin bezta. — Entrlendingar hafa nú pessa dagana verið að kaupa fé hér 4 Austfjörðum og hafa gefið hæst 35 kr. fyrir sauðinn, enn borg- að flestar kindr 13—14 kr. og svo 12—9. Kjötverð í verzl- unum hér er hæst 15 a. og lægst 10 a.“ Vestr-Skaftafellssj/slu, 1. okt. „Með 13. sept. brá hér til ó- perra og síðan hefir oftast verið kalt og stormasamt.— Heilsu- far er hér allgott og engir hafa hér dáið nafnkendir; nýdáinn er gamal bóndi hér í hreppi á tíræðisaldri; hann var næstelzti maðr hér nærlendis, enn elzt er hér um slóðir kona ein, sem komin er á annað hundrað ára“. Strandasýslu, 8. okt. „Sumarið var hér kalt og óperrasamt. Hey hafa aflazt vel í meðallagi, enn miðr hirt, einkanlega vegna úrfellanna seinni part septembermánaðar. — 1 norðankastinu 26. —27. sept. slitnuðu upp tvö skip á Keykjarfirði (kaupskip og fiskiskip), er Thorarensen kaupmaðr átti, og brotnuðu pau bæði svo, að varla mun verða gert við pau“. Hagir íslendinga í Ameríku. Gardar, Pembina, Dakota, 3. sept. 1887. Herra ritstjóri. — I 35. númeri Isafoldar þ. á. stendr játning Sigurðar nokkurs Gíslasonar, sem hann hefir gefið ritstjóra þess blaðs um ástand Is- lendinga í Ameríku. Þessi játning er samhljóða fréttum sem óg hafði áðr séð í Fjallkonunni; enn mælgisfyllri að því leyti sem ritstjórinn hefir auð- sjáanlega haft hönd í bagga með. Slíkar greinir gefa mönnum heima, sem eru öllu hór ókunnugir, alveg ranga hugmynd um ástand Isl. i Ameriku, og landið yfir höfuð; þurfa þær því athugasemda og leiðréttinga við, einkum þar sem farið er eins langt og í þessari grein, að það er ekki einungis, að eins dæmi séu gerð að algengri reglu, heldr er tilhæfulausum ósannindum bætt ofan á. Það er fyrst minst á ýmsa landa hér vestra sem væru komnir upp á liornið, þ. e. lifðu „on the county" og ættu miklu betri daga. með þvi móti, „enn við hinir“. I „Fjallkonunni" er það svo orð- að: „Fjöldi af þeim orðnir ósjálfbjarga, eða komn- ir á sveitina“. Þetta á að sanna að Isl. sé ófært að lifa hér vegna þess þeir geti aldrei orðið sjálfbjarga menn, og mundi lika gera það, e/ aðalatriðin væru sönn, nfl. að fj'óldi af þeim væri á sveitinni, og hitt að þeir væru orðnir bsjáljbjarqa, þ. e. hefði hnignað að efna- hag síðan þeir komu hingað. Enn það er hvort- tveggja ósatt. Það eru að eins fáir íslendingar tiitölulega, sem hafa fengið sveitarstyrk hér, og það menn, sem komið liafa hingað bláfátækir, orð- ið fyrir sérstökum óhöppum, veikindum, atvinnu- skorti, sem hefir leitt af sérstökum ástæðum, t. d. að þeir ekki hafa getað farið frá heimilum sínum og íjölskyidu, eða eignamissi, og þeir menn hafa ekki fengið stöðugan styrk, heldr að eins nóg til að geta iifað tíma og tíma að vetrarlaginu, þegar þá hefir brostið forða, enn ekki haft lánstraust eða eignir til' að gefa í veð fyrir því sem þeir hafa þurft með, enn að þeir menn lifi miklu betr enn við hinir, vil ég biðja Sig. Œslason að kalla aftr. Það að Isl. hafi notið sveitarstyrks hér, sannar að eins, að stjórnarfyrirkomulag og mannfélagsskipun er á því stigi að hver hjálpar öðrum, jafnvel að til- hlutun hins opinbera, svo enginn þurfi að líða til- finnanlegan skort vegna ýmsra óhappa, sem fyrir alla geta komið. Þetta nær jafnt til allra íslend- inga sem annara þjóðflokka. ísl. standa hér ekk- ert öðrum þjóðum á baki í almenningsálitinu. Þeir eru alment viðrkendir að standa öðrum jafnfætis, ef ekki framar, ekki einungis að skarpleik og þekk- ingu á landsháttum, lögum og venju, heldr líka í praktisku tilliti, dugnaði í búskap og lagi að vinna sig áfram, og ef litið er á þau efni, sem innflytj- endr af öðrum þjóðum koma með, í samanburði við það, sem ísl. flytja hingað, þá er búskapr ísl. nú á betra stigi. Það hafa að visu margir þeirra tek- ið 200- 300 dollara lán mót veði í löndum sínum, til þess að geta búið og gert umbætr á þeim; það var eina ráðið fýrir flestum sem það gerðu, til að byrja búskap og geta eignast löndin, sem nú eru frá 1200—2500 dollara virði að gangverði. Þessu til stuðnings vil ég geta þess, að lánsfélög hafa það fyrir reglu, að lána ekki meiri peninga en ]/3 af gangverði þess, sem þeir taka í veð, og það er engin bújörð í allri þessari bygð, sem ekki væri talin gott veð f'yrir 500—1000 dollars. „Af 200 ísl. bændum eru ekki tveir svo staddir, að þeir gætu komist heim aftr, þó þeir vildu. Eng- inn sem keypt getr, nema helzt stöku maðr ný- kominn að heiman með peninga“. Eg efast um að Sig. Gíslason hafi nokkurn tíma kynst 200 ísl. bændum í Ameríku, enn af þeim sem ég þekki til eru fáir svo staddir, að þeir qætu ekki komið eigum sínum i verð og haft nægan far- areyrir til Islands, ef þeir vildu. Ef ekki fengjust peningar fyrir neitt frá öðrum enn nýkomnum að heiman, værihér engin bygð af hvítum mönnum. Eg veit ekki um fleiri enn 3—4 menn, sem hafa komið hingað efnaðir að heiman; öll verzlun þeirra til samans hefði ekki orðið nógr markaðr fyrir einn meðalbónda hérna. „Farið lieim kostar 186 kr., vestr 130 kr. Þrengra er útgöngu enn inngöngu“, segir Isafold. Þetta er eðlileg afleiðing þess, að Ameríka í heild sinni styðr innflutninga. Canadastjórn hlynnir sér- staklega að innflytjöndum, og flutningafélögin hér í Bandaríkjunum, eins og þar, flytja þá fyrir lægra gjald enn aðra. Þetta sannar að það er hagr fyr- ir þjóðina í heild sinni að fá innflytjendr til þess að landið byggist; það sannar það: að kringum- stæðurnar hér eru svo, að þeir sem hingað koma verða dugandi og sjálfbjarga menn, því það þarf ekki nema lítið af heilbrigðri skynsemi til að sjá, að það væri niðrdrep enn enginn hagr fyrir land- ið að fá menn hingað sem yrðu sveitarlimir ævi- langt; þeir menn væru tollaðir eða reknir aftr eins og Kinverjar. (Niðrl. næst). BOKMENTIR. Ti-úarjátning framtíðarinnar (niðrl. frá síð. blaði). — Ef ein- hver héldi nú, að pað væri ætlan Gerhards að afnema trúar- brögðin, pá væri pað mesta villa, enn pó sú villa, er tíðum hendir pá meun, er fastheldnastir eru á gömlum skoðunum, er

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.