Fjallkonan - 19.11.1887, Síða 2
134
FJALLKON AN.
sleppi nokkru af löggjafarvaldi sínu. Með þvi móti
vaknar meðal alþýðunnar meðvitundin um löggjaf-
arréttinn, og þjóðin verðr hæfari til að taka við
forræði mála sinna. — Það væri sjálfsagt æskilegt,
að það væri gert að lögum, 'að liver unglingr væri
látinn læra undirstöðuatriði stj órnfræðinnar og fó-
lagsfræðinnar og ágrip af lögum þeim, er mest
varða almenning. — Þá væri einnig þörf á, að á
hverju ári kæmi út politisk smárit, sem skýrðu fyr-
ir almenningi höfuðlærdóma sjálfstjórnarinnar,
flyttu nýjar kenningar útlendra stjórnmálamanna
og ræddu um þau atriði í stjórnmálum og stjórn-
arathöfnum, sem væru mest áhugamál í hvert skifti.
Slík rit ætti Þjóðvinafélagið að gefa út, og ætti
þau að vera ódýr, 20—50 au. hvert. Svipuð fólög
erlendis gefa út þess konar smárit og þykir vel
gefast; þau ná mestri útbreiðslu, komast bezt inn
í þorra alþýðunnar.
Þannig mundi þjóðinni smámsaman aukast þroski
og þekking í stjórnarefnum. Pólitiskir flokkar
mundu koma upp í landinu; og mönnum mundi
þá fara svo fram, að ekki yrði rifizt um persónur,
heldr um málefnin sjálf.
Það er vonandi að sú grunnhygni hverfi smám-
saman, að vér seilumst í persónur og flokka í stað
þess að leita dýpra, ráðast á hugmyndirnar sjálfar.
Með þeirri aðferð hafa góð málefni oft tafizt og
kraftarnir sundrazt. — Þá er einnig vonandi að
kvenfólkið fari að verða hugsandi verur; vér meg-
um ekki lengr þola það, að mæðr vorar, konur og
dætr sóu hvorki ráðandi hönd nó tungu, haíi hvorki
fjárráð ne tillögurótt eða atkvæðarétt um nokkurt
málefni. — Þá er loks vonandi, að hin óeðlilegu
bönd verði leyst af kirkju og trú: að kirkjan verði
laus af yfirráðum ríkisstjórnarinnar.
Þess verðr vonandi ekki langt að bíða, að Is-
lendingar komist á þenna rekspöl sjálfstjórnarinn-
ar. Danska stjórnin getr ekki til lengdar neitað
kröfum vorum um alinnlenda stjórn. Danir hafa
nú ekki lengr gagn af því að hafa hönd í bagga
með stjórn vorri. Meðan þeir höfðu einir töglin
og hagldirnar, stjórnuðu þeir oss svo vel, að oft lá
við landauðn, og tvívegis höfðu þeir í ráði að flytja
þessar fáu hræður, sem tórðu, burt úr landinu : í
annað sinn vestr í jökulfirnindí Grrænlands, í hitt
skiftið suðr á óræktarheiði á Jótlandi. Nú þurfa
þeir ekki að flytja oss; vér getum farið sjálfir, ef
oss líkar ekki sambúðin.
Missir dýrgripa úr landi.
(Niðrl.). Það sést á gömlum brófabókum, sem
hafa verið í skjalasafni Hólabiskupsdæmis, enn nú
eru á landsbókasafninu, að Árni Magnússon hefir
haft þær að láni og skilað þeim aftr. Á sama hátt
hefir hann fengið til láns úr biskupsskjalasafninu
í Skálholti brófabækr biskupanna Ögmundar og
Gizurar, brófabækr Brynjólfs biskups allar nema
eina og tvær brófabækr Þórðar biskups (hin þriðja
er hór) o. fl. Um brófabækr Brynjólfs biskups gengr
sú saga, að Danir hafi rifið úr þeim nokkur blöð,
er á var ritað eitthvað, er snerti hyllingareiðana í
Kópavogi ; hafi eitthvað í því þótt vera Dönum
til ófrægðar. Svo mikið er víst, að víða vantar
nú blöð í þessar brófabækr.
Þar á móti eru bréfabækr þær frá Hólum, sem
| geymzt hafa hér i skjalasöfnunum, og eru frá sama
tímabili eða eldri, að mestu heilar og óskaddaðar.
Skinnbrófasöfnin á H ólum og í Skálholti hafa einn-
ig geymzt furðanlega vel, og hefir ekkert af þeim
; glatazt eða skemst síðan á öndverðri 18. öld. Það
; er til skrá yfir skinnbréfin í Skálholti rituð 1716;
í er þar sumum skinnbréfunum svo lýst, að þau sé
j mjög rotin og ólæsileg, enn þau hin sömu má enn
lesa fyllilega. — Skinnbréfin eru nú betr hirt hér
enn í Khöfn; þau eru tekin úr brotunum, fergð
og lögð i veski, enn í Khöfn eru þau samanbrot-
in í böglum (fasciculis). — Reykholtsmáldagi, sem
er talinn hið elzta handrit á íslenzku, hefir geymzt
hér og er hér enn geymdr, þótt hann sé nú orð-
inn mjög lasinn. Þetta sem hér er sagt, sýnir og sann-
ar, að skinnbréf og ýms gömul handrit hafa verið hér
j fult svo vel geymd út 18. öldina og fram á þenn-
j an dag sem í Khöfn.
Á fyrri hluta þessarar aldar hófst ný eftirsókn
eftir íslenzkum handritum, og söfnuðu Danir enn,
og Islendingar fyrir þeirra hönd, talsverðu af hand-
ritum héðan til Khafnar. Auk þess náðu nú aðr-
ir útlendingar í ýms handrit hér á landi. Þessu
hélt áfram, þar til Bókmentafélagið tók að safna
handritum, enn þau urðu náttúrlega að flytjast úr
landinu til Khafnar.
Þá tóku Danir einnig að safna forngripum hér á
landi handa sér, og fengu þannig marga góða gripi
fyrir litið eða ekkert verð, og suma i fullu heim-
ildarleysi, einkum gripi frá kirkjum. Þannig fór
Yalþjófsstaðahurðin, stólarnir frá Grund í Eyjafirði
og margt fleira. Sá rekspölr var nú einu sinni á
kominn, að sjálfsagt þótti, að flytja öll fornrit og
fornmenjar til Khafnar. Hinir lærðu menn í þá
daga, eða embættismennirnir, vóru fæstir sérlega
j þjóðræknir; þeir skoðuðu Danmörk sem föðurland
sitt, engu siðr enn Island, og Kaupmannahöfn sem
höfuðból heimsmenningarinnar, eins og skáldið að
j orði kemst:
„Við Eyrarsund í alheims geim
ætlum miðpunkt vera,
l>ví til Kaupinhafnar heim
hentar flest að bera“.
Veittu þeir því enga mótstöðu útflutningi hand-
rita og fornmenja til Danmerkr. — Sem dæmi
þess, að enda lærðustu menn hér á landi vóru eigi
komnir á það rek um miðja þessa öld, að þeirkynnu
að meta fornmenjar eða dýrmæta hluti, má nefna
það, að þegar Napoleon prinz ferðaðist hér, var
honum gefin fornprentuð bók frá 15. öld (palæotyp),
sem var í bókasafni lærða skólans, og mátti hann
einnig taka það sem honum líkaði af íslenzkum
náttúrugripum, sem skólinn átti.
Þá var ekki von að alþýða hefði vit á þess kon-
ar. Það er ekki fyr enn eftir að forngripasafnið í
Rvík (1863) er stofnað, að almenningr fer að gefa
forngripum gaum. Safninu gefast þegar hlutir úr
ýmsum héruðum landsins, enn stjórn og þing lætr
safnið framan af lifa á tómum góðvilja manna.