Fjallkonan


Fjallkonan - 30.11.1887, Qupperneq 1

Fjallkonan - 30.11.1887, Qupperneq 1
Kemrút þrisvar ámán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist f3rrir júlílok. FJ ALLKONAN. VcUdimar Asmunda rson ritstjóri þessa blaös býr i Þingholtsstræti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 35. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 30. NÓVEMBER 1887. Nýir kaupendr Fjallkonunnar fyrir næsta ár geta fengið ókeypis 2/g af þessum árg. blaðsins (frá öndverðum maí til ársloka, 13—37. bl.) Hver sem útvegar Ejallkonunni tíu nyja kaupendr og á- byrgist skil á andvirðinu, getr fengið í ómakslaun alla Fjallkonuna frá upgihafi (fjóra árg.) auk sölulauna. Póstskipið Laura kom til Rvíkr 28. nóv. Xý ÍÖJT. Þessi 12 lög frá fnnginu í sumar hala öðlast stað- festing konungs, öll 4. þ. m., nema tvenn hin síðast töldu 10. ]). m.: 1. Fjárlög fyrir árin 1888 og 1889. 2. Fjáraukalög fyrir árin 1884 og 1885. 3. Fjáraukalög fyrir árin 1886 og 1887. 4. Lög um samfiykt á landsreikningum fyrir 1884 og 1885. 5. Lög um linun á skatti af ábóð og afnotum jarða og af lausafé. 6. Lög um veð. 7. Lög um aðför. 8. Lög um sveitarstyrk og fúlgu. 9. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir. 10. Lög um að umsjón og fjárhald Flateyjarkirkju og Ingjalds- liólskirkiu skuli feugin hlutaðeigandi sötnuðum í hendr. 11. Lög um vegi. 12. Lög uin að nema úr gildi lög 16. des. 1885, er banna niðrskurð á hákarli í sjó milli Geirólfsgnúps í Strauda- sýslu og Skagatáar í Húnavatnssýslu á tímabilinu frá 1. nóv. til 14. apríl. Alls vóru lögin frá þinginu í sumar 28, Kru þá ettir 16. Rétfr kvenna til námspréfa. Ráðgj. íslands hefir með aug- lýsingu 7. þ. m. fyrirskipað á ]>á leið, að konum er heimilt að njóta kenslu á prestaskóianum í Rvík, i þeim námsgreinum,sem þar eru kendar, nema prédikunarlist, kennimannlegri guðtræði og kirkjurétti. 1 þeim námsgreinum, sem þær mega nema þar. skal prófið vera bseði munul. og skrifi., nema í kirkjusögu að eins munnlegt. í barnaspurningatræði eftir því sem prestaskól- inu ákveðr það nákvæmar. Eigi hafa þær staðist prófið, nema þær tái 1. eða 2. eink. Próf í heimspeki verða þær áðr að liafa tekið og feugið ininst einkunnina „vel“. Embætti. Vestr-Skaftafellssýslulæknahérað (17.) er veitt 10. þ. m. cand. med. & chir. Bjarna Jenssyni, er þjónað hefir auka- héraði á Austfjörðum nokkur ár. Káltafellsbrauð veitt 25. þ. m. síra Sveini Eiríhssyni á Sand- felli. eftir kosningu safnaðarins. Hæstaréttardómr i málinu réttiísin gegn Kr. Ó. Þorgríms- syni, uppkveðinn 17. þ. m.: „Þar sem vpplýsingum í þessu máli er svo ábbtavant, verðr að láta standa við dóm þann, sem hér er áfrýjað til hæstarétt- ar, að því leyti sem hinn ákærði er sýknaðr af skjalafölsun og sviksamlegu athæfi í þeim atriðum sem nefnd eru í dóminum, tölulið 1—6: enn aftr á móti verðr að dæma hann, eins og gert er í yfirréttardóminum fyrir sjóðþurð þá, sem fanst hjá honnm, samkvæmt hinnm íslenzku hegningariögum 145. gr., 1. kafla, sbr. við 136. gr., 1. málsgrein. Hegninguna ber, með tilliti til þess, að gera verðr ráð fyrir eftir athugasemd í undirréttardóm- inum, að ákærði hafi endrborgað það fé, sem vantaði i sjóðinn, að ákveða einfalt fangelsi í 3 vikur. Auk þess ber honiim að greiða málskostnað. Því dœmist rétt að vera: Krisfján Ó. Þorgrimsson skal setja í einfalt fangelsi í 3 vik- \ um. Sro ler honum og að greiða málskostnað, þar með talin málsfœrslulaun þau, sem ákveðin eru í landsyfirréttardóminum, og scmuleiðis málfœrslulaun fyt ir hœstarétti, til hœstaréttarmála- flvtningsmannanna Halkjer og Lunn, 40 kr. til hvorsu. Strandferðir. Fyrir þessar 9000 kr. á ári, sem alþingi veitti í sumar til þeirra, ætlar gufuskipafélagið danska að láta fara J 3 ferðir kringum landið, í stað 5. Ferðaáætlunin mun siðar verða send kaupendum þessa blaðs. Húsbruni. Aðfaranótt 19. nóv. brann til kaldra kola veit- ingahúsið Ingólfr á Eyrarbakka og tiest allir munir er inni | vóru. Fólkið komst að eins með naumindum út úr húsinu á nærklæðum. Verð á islenzkum vörum i Khöfn var um -það leyti sem póstskipið fór þaðan: lmakkakýldr jaktafiskr 60 kr. skpd., stór I fiskr 54—55 kr., smáfiskr 48—50 kr., ýsa 34—36 kr., ull 60— 64 a. pd„ lýsi 31—32'/^ kr. tn., gufubrætt, kjiit 48—50 kr. tn j enn óvíst er að það verð haldist. Dúnn liefir selzt á 15—15*/a | kr. pd. Prjtmles er í lágu verði, beztu norðlenzkir sokkar 46 | —48 a. parið. — Útlendar vörur eru í lágu verði. Mannslát. 27. þ. m. lést hér í bænum prestaskólakandídat i Þorsteinu Bergsson, prests Jónssonar, í Vallanesi, eftir 3. vikna | legu í taugaveiki. Norðr-Þingeyjarsýslu, 30. okt. „öll viðskifti manna á milli ! eru hér mjög erfið og því nær ómöguleg sakir peningaskorts. Opinber gjöld og ýmsar greiðslur manna á milli gengu áðr j gegn um verzlunina, enn nú verðr ekki því komið við lengr. Hávaði bænda hefir ekki einn eyri handa á milli livað sem á liggr. — Sumarveðráttan var hér þannig, að frá því er áfell- inu letti af í vor var inndælasta tíð til II. júlí, þábrátilvot- viðra og kulda, er hélzt stöðugt að kalla mátti til 23. ágúst. Um þetta tímabil var frostið oft 2—3° um hádaginn. 23. júlí gerði hér snjóál'elli og varð eigi heyjað vegna snjóa 1—2 ilaga sumstaðar. Eigi að síðr varð nýting á heyjum góð, enda var hagstæð heyskapartíð frá 23. ágúst til 16. sept. Þá gerði felknaáfelli og tennti fé; tók þann snjó fljótt upp aftr og befir síðan viðrað ágætlega, einlægt frost enn engar rigningar, setn er óvanalegt um þennan tíma. Spretta á túnum varð 1 bezta lagi og á harðvelli, enn á djúpengi og mýrum í lakara lagi.— Her var víða sáð til næpna og rófna i vor; liefir það ekki ver- ið reynt hér í mörg ár; enn það mishepnaðist að mestu vegna kuldanna. — Um heyskapartímann gekk hér víða kvilli sá, er netnist „rauðir hundar“ og tafði menn frá verkum. — Fiskafli hefir verið stopull hér í sumar; í Keldnliverfi mjög lítill; í Núpasveit ekki fiskvart; á Sléttu góðr afli með köftum; að Langanesi kom fiskr snemma, enu hafis lá þar frá því sneinma i júlí og fram yfir höfuðdag. — í ofsaveðrinu 26. sept. strand- aði hér danskt verzlunarskip, „Ida“, sein áttu að fara á Borð- eyri; skipverjar hjuggu at því reiðann og hröktust síðan undir Núpasveit, og lögðnst þar. Síðan var skipið róið upp á Kópa- sker. Var ölluin farini uppskipað óskemdum. 500 tunnum af kornmat, 90 tunnum af salti, talsverðu af katft og sykri, trjám og kolum o. s. frv. Skipið fór á uppboðinu á 42 kr., kornmat- artuunan 2 kr., salttunnau ineð trénn 1 kr., sykrpundið 6 au., kaffipd. 6—10 an., 6—12 álna tré 19 au. og alt eftir þessu“. Suðr-Þingeyjarsýslu, 3. nóv. Tíðiu hetir verið lieldr góð næstl. mánuð, enn þó fremr hvikul og hvassviðrasöm; nú er kominn nokkur snjór. Það hefir verið dálítill fiskreytingr, þeg- ar hægt hefir verið að róa fyrir hvassviðrinu. Heyafli var svo góðr í sumar, að allir álíta sig víst birga með hey hér mn sveitir". Vestr-Skaftafellssýslu, (Meðallandi), 11. nóv. „Tíðin hinsaina æskilega; um vetruætr dreif lítinn sujó, sem enu er ekki upp- tekinn, enu til fjalla er marautt. Frost hetir jafnaðarlega ver- ið lítið; mest 9—10° um októberlokin". Dalasýslu, 16. nóv. „Veðrátta er góð, heyafli í meðallagi enn hey mjög skemd af fjarskalegum rigniugum. Útlit fyrir bjargarskort manna á milli“.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.