Fjallkonan


Fjallkonan - 31.01.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 31.01.1888, Blaðsíða 4
12 FJALLKON AN' 81. jan. 1888. eins að nefna eitt dæmi. í f'yrirlestrinum segir svo: „Að eins er þess að geta, að hér (o: á Islandi) kallast aftrkipprinn (o: hugmyndin um þjóð, þjóð- emi og fóstrland) frelsi, þjóðfrelsi, framfarir, enn þeir sem á móti honum eru, eru kallaðir aftrhalds- menn“. Þeir, sem hór á landi eru fremr öllum öðrum kallaðir aftrhaldsmenn, eru þeir, sem standa andvígir sjálfstjórn íslands, og má helst nefna til þess hina konungkjörnu. Eftir skoðun Hannesar Hafsteins ættu þá þessir menn, gamlir og gráhærð- ir öldungar og stjórnarmenn, að standa fremstir í tímans straumi ; þeir virða þjóðernið að vettugi af því, að það er gömul og úrelt hugmynd; þeir eru hinir sönnu framfaramenn; þeir eru forbroddarnir í hinni fræknú fylkingu Brandesar og hins frjáls- lynda Gyðingalýðs í Kaupmannahöfn. Aftr ámóti eiga hinir yngri alþingismenn, og allir þeir, sem berjast fyrir sjálfsstjórn íslands og kallaðir eru frelsis og framfara menn, að vera að heyja baráttu fyrir dauðar og úreltar hugmyndir. Þeirra frelsi er ekki hið sanna frelsi, enn hið sanna frelsi er að finna hjá hinum svo kölluðu aftrhaldsmönnum, hjá öldungum lýðsins, hinum konungkjörnu. Eg er sannfærðr um, að Hannes hefir ekki þessa skoðun, þegar hann athugar málið rólega, og ég er viss um, að hann sór það þess vegna, að fyr- irlestr hans á ekki rétt vel við hér á íslandi, af því að það, sem hann vegr að, hefir aldrei verið ríkjandi hór á landi, heldr í Danmörku, og er nú þar komið á fallanda fót. Eg gat þess að framan, að hugmyndin um þjóð, þjóðerni og fóstrland er nú komin á æðra og full- komnara stig enn áðr. Þessar hugmyndir hafa á- valt verið til. Þjóðernistilfinning og ættjarðarást j hafa ávalt verið til, frá því sögur hófust, frá því Móses drap egypska manninn í bræði sinni, frá því Spartverjar börðust í Laugaskarði, frá því Nú- mantiumenn fyrirfóru sér allir og til þessara tíma. Allir hafa viljað verja sitt þjóðerni, enn sú hug- mynd þektist varla í reyndinni, að menn ættu að virða annara þjóðerni. Önnur eins hetja og Alex- ander mikli þekti þessa hugmynd og breytti eftir henni, enn venjulega hefir sú skoðun verið ráðandi, j að menn ættu að verja sitt eigið þjóðerni enn jafn- , framt undiroka annara þjóðerni. Þessi hugmynd er nú að víkja, og réttlætishugmyndin, mór liggr við að segja, hin kristilega skoðun á þjóðerninu, að ein þjóðin eigi að breyta svo við aðra, eins og hún vilji að aðrir breyti við sig, er að ryðja sór til rúms. Bismarck viðrkennir hana ekki, enn hinn gamli mikli maðr Gladstone viðrkennir hana. Að þessu leyti er hugmyndin um þjóð, þjóðerni og fóstrland komin á æðra og háleitara stig, og eins og réttlætishugmyndin er að ryðja sér til rúms í skoð- unum manna á sambandinu milli þjóðanna, eins er róttlætishugmyndin að ryðja sór til rúms í skoð- unum manna á sambandinu milli einstaklingsins og þjóðarinnar. Menn eru farnir að sjá betr sam- bandið milli einstaklingsins og hennar. Einstakl- ingrinn verðr eigi skilyrðislaust að lúta þjóðerni og fóstrlandi. Einstaklingrinn hefir sinn sjálfstæða rótt, og hann þarf ekki skilyrðislaust að leggja sinn hag i sölurnar fyrir það, sem menn telja þjóð- j arhag. Um leið og hann eflir sinn eiginn hag, efiir j hann hag fóstrjarðarinnar. Dugnaðarmaðrinn er stoð síns lands, enn letinginn og vesalmennið er niðrdrep þess. Að jafnaði þarf einstaklingrinn ekki beinlínis að leggja meira i sölurnar fyrir þjóðina, enn að leggja fram og greiða skatta af höndum til almennra þarfa. enn hann verðr þó jafnan sem góðr drengr að vera reiðubúinn að leggja alt fram fyrir fóstrj örðuna, þegar í nauð- irnar rekr, bæði lif og blóð. Áðr hafa þjóðirnar bæði haft málalið til að verja sig, og menn hafa getað keypt sig undan að ganga sjálfir í herinn. Enn síðan um miðbik þessar aldar hefir þetta verið aftekið í flestum löndum Norðrálfunnar, og lögleitt, að sérhver vopnfær borgari skyldi vera án manngreinarálits skyldr að leggja lif og blóð í sölurnar fyrir fóstrlandið. Eg skal þannig minna á 90. gr. í grundvallarlögum Dana. Enn þar sem þetta er ekki komið fullkomlega á, ryðr það sór meir og meir til rúms. Þessu heldr frjálslyndi flokkrinn fram í Belgiu, og um þetta varð fyrir skömmu mikil þingdeila á Frakklandi milli vinstri- manna og klerkalýðsins. Hór á landi sjá menn valla korða eða pístólu síðan 9. ág. 1850, þegar þjóðfundinum var slitið og dönsku liðsmennirnir létu meira á sér bera, enn venja var til, til að ógna fundarmönnum, enn þó getr verið að menn „tali stórt um, að láta lif og blóð og falla fyrir fóstrlandið“, eins og stendr i fyrirlestrinum, þegar menn verða svæsnastir í pólitíkinni. Að minsta kosti dettr mér i hug vísa í kvæði eftir Hannes Hafstein fyrir minni íslands, sem stóð í Fróða í sumar: “Ég óska þess næstnm að óvina her þú ættir í hættu að verjast, svo ég gæti sýnt þér og sannað þér hvort sveinninn þinn þyrði’ ei að berjast, og hvort ’ann hefði til hug og móð og hvort ’ann sparaði líf og blóð“. Hannesi Hafstein finst ef til vill, að hann hafi sagt heldr mikið í þessari vísu, og það má vel vera, enn ef í nauðirnar rekr er ég viss um, að Hannes Hafstein ekki myndi flýja af vígvellinum, heldr berjast fræknlega fyrir þjóð sinni, þó hann tali um „hina afdregnu hugmynd þjóð“, og telji hana dauða hugmynd. Enn það er óþarfi að gera ráð fyrir þessu; það er enginn óvina her fyrir landi. Fóstrjörð vor þarf annars nú á tímum, enn að synir hennar berjist með vopnum. Hún þarf annarskonar baráttu sór til viðreisnar og til þess, að synir hennar, einstaklingar þjóðfélagsins, geti vænt sér góðrar framtíðar og þeim geti „liðið vel“. Reykjavík 19. jan. 1888. Þjóðlestir. „Þið blaðamennirnir smjaðrið fyrir alþýðunni, enn leggið embættismenniua og stjórnina í einelti“, sagði einhver við mig um daginn. Þetta er nú reyndar ekki nema hálfsatt. Nokkuð er til í því, að blaðamönnum er tamara

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.