Fjallkonan


Fjallkonan - 31.01.1888, Blaðsíða 5

Fjallkonan - 31.01.1888, Blaðsíða 5
FJALLKONAN. 13 ) 31. jan. 1887. að vanda um athafnir embættismanna, þings og stjórn- ar, enn að finna að brestum alþýðunnar. Enn þegar um siðferðilegar áminniugar er að ræða, þá ímyndá ég mér, að blaðamenn hugsi á þessa leið: alþýðan hefir kennivaldið og prestana, hlýði hún þeim. „Yerslegir“ embættismenn gerast nú flestir hundheiðnir og stíga aldrei fæti inn fyrir kirkjuþröskuldinn ; það verðr því einkum skylda blaða- mannanna, að segja þeim til syndanna. Embættismönnum er einkum brugðið um ófrjáls- lyndi í stjórnmálum og óþjóðlegan hugsunarhátt, ó- dugnað og hirðuleysi í embættisrekstri, hálaunasýki og hlutdrægni. Nú eru embættismennirnir ein grein af þjóðinni og flestir upp runnir í skauti alþýðunnar; séu þeir því slíkir gallagripir, má nærri geta að svipaðir ó- kostir eigi sér stað hjá alþýðu sjálfri, nema því að eins að embættislærdómrinn spilli hugsunarhættinum og siðferðinu. Enn vonandi er, að það reynist ekki svo að jafnaði. í þetta sinn ætla ég að segja almenningi, bæði embættismönnum og alþýðu, dálítið til syndanna; það verðr reyndar nokkuð öðruvísi enn ræðurnarlijá prest- unum. Eg tala ekki um þær sjö höfuðsyndir, sem síra Jón minn sagði mér, að hver fyrir sig væri nóg til að steypa einni vesalings sál til þess neðsta og versta, ekki heldr um syndina móti heilögum anda, sem vegr móti hinum öllum. Nei, það eru alt aðrar syndir, sem ég ætla að tala um. Það eru skaplestir þjóðarinnar, er standa henni fyrir mestum þrifuin i menningarlegu og siðferðislegu tilliti og geta komið henni á kaldan klaka, ef hún bætir ekki ráð sitt. Einhver hinn skaðlegasti skaplöstr þjóðar vorr- ar er sundrlyndið. Ef það er viðrkent, að samheldi og félagsskapr sé hið helsta skilyrði fyrir þjóðþrifum, þá er sundrlyndið hinn helsti þjóðlöstr. íslendingar eru, eins og norðrlandabúar yfir höfuð, ekki eigin- lega félagslyndir að náttúrufari; strjálbygð landsins og samgönguleysi bætir heldr ekki um. Meinlegt er fámennið og fátæktin, enn mörgu mætti þó koma til vegar hér, ef samheldi ekki vantaði. Búnaðrinn mundi t. d. standa á styrkari fótum, ef almenn sam- tök væri höfð um jarðabætr, betri íjárhirðing o. s. írv.; ef búnaðarfélög gætu þrifist í hverri sveit og menn gæti frjálslega komið sér saman um, að hafa jafnan nægar fóðrbirgðir lianda fénaðinum. Verslun- in mundi vera ólíkt notasælli landsmönnum, ef inn- lendir menn og félög rækju hana o. s. frv. Enn flestar slíkar tilraunir til viðreisnar atvinnuvegunum komast skamt áleiðis vegna sundflyndis, samtakaleys- is og einræningsskapar. Sama er að segja um stjórn- mál vor; þar kemr fram hið sama sundrlyndi. All- ir þekkja hina tvo aðalflokka á þinginu, framsókn- armenn og íhaldsmenn, sem lengi hafa togast á um þjóðréttindi vor; vegna þeirrar sundrungar í þing- inu urðum vér að eiga í stjórnardeilu við Dani í mörg ár, og þá fyrst, er flokkar þessir drógust til samkomulags, fengum vér stjörnarbótina. Hitt mun almenningi ekki fult eins ljóst, að nú er meiri sundr- ung í þinginu í stjórnarskrármálinu (og fleiri málum) enn fyrrum; nú eru flokkarnir fleiri. því að auk þess sem hinir konungkjörnu eftir eðli sinu mynda sér stakan flokk, skiftast hinir þjöðkjörnu þingmenn í tvo eða þrjá flokka. Sumir halda hóp með Bened. Sveinssyni, aðrir (einkum hinir yngstu þingmenn) eru sér í hóp, og það var sá flokkr. sem mestu réð í fjárlaganefndinni síðast; þriðji flokkrinn vill ekki hreyfa stjórnarskrármálinu að sinni, án þess þó að sá flokkr sé í íýlgd með hinum konungkjörnu. Það er naumast við góðu framhaldi að búast i máli þessu meðan samkomulagið í þinginu er ekki betra enn þetta, enda virðist svo, sem foringja vanti, sem meiri hluti þings geti borið traust til. (Framh.). Verslun íslands. (Tekið eftir norskn blaði, „Verdens Gang“). Svo lítr út, sem nú sé að komast talsvert breyt- ing á verslun íslands. Öll verslun þar virðist vera á besta vegi til að komast í hendr Englendingum. Þessi breyting mun mestmegnis stafa af hinni al- mennu óánægju íslendinga með Danastjórn. f Þing- eyjarsýslu, þar sem menn eru æstastlr og þar sem oddvitar mótspyrnuflokks stjórnarinnar eiga heima, hefir komið upp stórt félag, sem hefir sett sér fyrir mark, að draga alla verslun úr höndum hinna dönsku kaupmanna og versla eingöngu við England. — Dæmi þetta hefir komið fleirum á stað og hvervetna á landinu hafa komið upp áþekk samtök. Hver skips- farmrinn eftir annan, sauðfé, hestar, ull o. fl. fer frá íslandi til Englands. Er mest flutt út á skipum Eng- lendinga sjálfra, svo ef verslunin við Englendinga fer framvegis jafnt í vöxt sem á tveiinr hinum síð- ustu árum, þá er bráðum öll íslenska verslunin geng- in úr greipum Dana, og er það eigi alllítið tjón, þvi íslenska versiunin hefir að jafnaði gefið Danmörku brutto-hagnað um l1/, milj. króna á ári, og hafa þar af að minsta kosti runnið 360,000 kr. til verkmanna stéttarinnar, jafnframt þvi, að skip Dana í þessari verslun hata unnið sér inn á ári hverju að minsta kosti 850,000 kr. í flutningskaup. Útlendar fréttir. FRAKKLAND. Héðan eru nú helstu tíðindin, og þau eru, að Grévy forseti varð að segja af sér for- setadæminu. Var honum ekki annars kostr, því mál- staðr Wilsons tengdasonar hans, er riðinn var við hina hneykslanlegu heiðrsmerkjasölu, var svo illr> að lionum varð ekki við hjálpað. Snerust því allir mót Grrévy, og enginn vildi verða til að mynda með honum nýtt ráðaneyti. Fór liann svo nauðugr frá, i og kvaddi þingið með þungum bitryrðum. í hans

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.