Fjallkonan


Fjallkonan - 09.04.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 09.04.1888, Blaðsíða 2
42 FJALLKONAN. 9. apríl 1888. og varð hann um hríð að flýja til Englands. — 1849 bældi hann niðr uppreisnina í Pfalz og Baden, og 1858 tók hann við stjórninni í stað bróður síns, er var geðveikr. Konungdóm tók hann 2. jan. 1861. Telja menn, að þá hafi hafist nýtt tímabil (die neue Ára). Sagði hann meðal annars í ávarpi sínu til ráðaneytis þess, er hann kvaddi saman 5. nóv. 1858, að her Prússlands yrði að vera vqldugr og í miklu áliti til þess, að það gæti, orðið þungt á met- unum í stórmálum Evrópu og allri utanríkispólitík. Nú tjáði eigi lengr að láta leiðast af öðrum ríkj- um, enn í Þýskalandi riði á að vinna siðferðislega sigra með vitrlegri löggjöf, með því að efla geð- kosti þjóðarinnar og grípa öll tækifæri til samein- ingar: „Heimrinn verðr að vita, að Prússland er hvarvetna reiðubúið til að vernda réttinn". Hann hélt og ríkt fram konungdóminum af „guðs náð“, þá er hann var krýndr. — 1862 gerði hann Bis- marck að stjórnarforseta, og kom þá meiri byr í seglin. Síðan hefir hvert sigrsporið verið stigið á fætr öðru. Pyrst var stríðið 1864, er Prússland í sambandi við Austrríki háði við Dani, og sem lauk við Yínarfriðinn 30. okt. s. á., með þeim úrslitum, að Danir urðu að láta Slésvik, Holstein og Láon- borg. Þar næst þýska stríðið við Austrríki 1866, sem eftir glæsilega sigra lauk við friðinn í Prag í okt. s. á., og leiddi til þess, að Prússland innlim- aði sum lönd á Norðr-Þýskalandi, enn tók sum í samband við sig (norðr-þýska samb.). Enn það, sem setti smiðshöggið á uppgang Prússlands og Vilhj. kgs, var fransk-þýska stríðið 1870—71, sem eins og alkunnugt, er varð til þess, að suðr-þýsku ríkin gengu í n.-þýska sambandið, svo þar af mynd- aðist hið þýska ríki, er Vilhj. kgr varð keisariyfir, samkv. tillögu Loðvíks Bajarakonungs, og gerðist það í Versailles á Prakklandi 18. jan. 1871. Páir konungar og enginn keisari, það vér vit- um, hefir náð jafnháum aldri sem Vilhjálmr, þar sem hann hafði nær einn um nírætt, er hann and- aðist. Síðustu fréttir sögðu, að Friðrik krónprins hefð i ætlað heim frá Ítalíu rétt áðr enn faðir hans dó. Ef skamt verðr milli þeirra feðga, sem líklegt þyk- ir, þá er næstr til ríkis elsti sonr hans Vilhjálmr (f. 1859). Hann er lítt ráðinn enn þá, enn mælt að hann sé herskár í anda og mikill aðdáari Bismarcks. Þótt Vilhj. keisari sé mikill dýrlingr þjóðar sinnar, þá hefir hann þó naumast verið þeim kost- um búinn, að hann verði talinn með mestu mikil- mennum sögunnar, enn eigi mundi þó svo miklu hafa framgengt orðið undir stjórn hans, ef hann hefði ekki haft talsverða persónulega yfirburði. Hin fullkomnaða eining Þýskalands er og verðr fyrst og ffemst verk Bismarcks, og það má Vilhj. eiga, að hann hefir verið prýðilega samhentr Bismarck, Moltke o. fl. sem mest hafa stuðlað til að hefja Þýskaland á það háa veldisstig, sem það nú er á. *Um æðarvarp. —m*— Það er ekki fyrr enn á þessari öld, að farið er að leggja stund á æðarvarpsrækt hér á landi, enn sama má segja um þá atvinnugrein sem flestar aðr- : ar, að henni hefir alt oflítill gaumr verið gefinn. | Hér er þó ekki um smámuni að ræða, þvi að ó- hætt er að segja, að æðarvarpið gæti orðið mikil auðsuppspretta fyrir landið, ef vel væri áhaldið. Um | þetta hafa verið ritaðar ýmsar góðar bendingar í í blöðum og tímaritum, um meðferð á æðarvarpinu, j ffiðun og eyðing vargfugla; ég flyt því enga nýja | kenning, þótt eg fari fáum orðum um þetta efni, enn ég álít þörf á að brýna það enn fyrir þykk- eyrðum almenningi, sem reyndar ætti að vera öll- um ljóst, að æðarvarpi má koma á margviða, þar sem ekkert varp er áðr, og að það er aðalatriðið, að friða það og varast að taka egg nema sem allra minst. Svo menn geti gert sér hugmynd um, hvílíkr aragrúi af æðarfugli mundi verða hér við land, ef egg væri ekki tekin og jafnframt væri lögð stund á að eyða vargfugli sem mest mætti, verða, vil eg setja hér töflu, sem sýnir afkvæmi einna æðarhjóna í tíu ár: Afkvæma fjöldi þessara einu æðarhjóna finst, ef allar tölurn- ar í aftasta dálkinum eru lagð- ar saman, og verða það 6159 hjónaefni eða 12318 fuglar. Tala þeirra hjóna, sem verpa seinasta árið, er 1159, og tala unganna 3477 hjónaefni. Æðarfuglinn verpir fyrst tveggja ára gamall; þannig er það við byrjun 3. árs- ins, að ungar 1. ársins verða verpandi fuglar. Tala hinna verpandi fugla finst þvi í töflunni með því að leggja saman töluna í aftasta dálkinum við töluna í öðrum dálki linu neðar. Þannig verða varphjónin 3. árið: 3-(-l=4. í töflunni er gjört ráð fyrir, að hver æðr eigi árlega 6 egg, og ekkert farist af völdum náttúr- unnar. Eins og auðsætt er, er þetta ekki fyllilega í samræmi við það, sem í raun réttri á sér stað, enn taflan sannar og sýnir engu að síðr það, að hin árlega fjölgun æðarfuglsins væri feikna mikil ef engin egg væri tekin, þótt mikið farist af nátt- úrunnar völdum. Það mun vera algengt, að tekin | séu tvö egg úr hreiðri. Þá koma árlega tvö hjón j út af einum hjónum, og verðr þá fjölgunin ólíkt | minni; verðr þá á tíu árum tala hinna verpandi I hjóna 1264; sé sú tala dregin frá 6159, verðr mis- munurinn 4895 æðarhjón, sem í rauninni hafa verið drepin á þessu tímabili af völdum varpeiganda. Tjón það, sem slík skammsýni bakar landinu sést best, ef hver æðarfugl er metinn til peninga. | Varpfróðir menn hafa talið, að æðardúnspund komi úr 30 hreiðrum. Ég geri nú æðardúnspundið á 10 kr. að frádregnum hirðingar og verkunarkostnaði. | Þessi 10 æðarhjón eru þvi sem höfuðstóll, er gefr af sér 10 kr. vöxtu. Sé þetta 5°/0 renta, verðr höfuðstóllinn 200 kr. Eftir þessu verða hver æð- } arhjón hér um bil 7 króna virði. Hin áðrnefndu 4895 æðarhjón, er drepin vóru með eggjatökunni, eru þá sama sem 34,200 kr. höfuðstóll. Þessari upphæð má álíta að varpeigendr svifti sig og land- ið að fullu og öllu með því að taka árlega 2 egg úr hreiðri í 10 ár. — Reyndar mun eggjatakan alt af fara nokkuð minkandi; þeim fjölgar meir og Ár. Varp- hjón. Ungar (hjónaefni). 1. í 3 2. í 3 3. 4 12 4. 7 21 5. 19 57 6. 40 120 7. 97 291 8. 217 651 9. 508 1524 10. 1159 3477

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.