Fjallkonan


Fjallkonan - 09.04.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 09.04.1888, Blaðsíða 4
44 FJALLKONAN. 9. apríl 1888. ar ágætustu tegundir af vínviði úr Kínarlöndum, frá Frakklandi og Spáni og hepnast mæta vel. Námaverknaðr er og að aukast, og gefa kola-, kop- ar- og járn-námur talsvert af sér, og nýlega hafa fundist tinnámur miklar, enn um gullið verðr alt af minna. I gömlu nýlendusvæðunum suðaustan til hefir bygðin færst langt inn í landið, bæði þorp og bændagarðar, enn stórborgirnar, svo sem Sid- ney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og Perth liggja allar á ströndunum eða við árósana á þeim. Höfn- in í Sidney er einhver hin besta og fegrsta í heimi. Þar eru 32 vogar, sem snarbrött klettanef skilja hvern frá öðrum, og er fjölbreytt og mikilfenglegt yfir að líta. Hýrleg sumarbýli eru dreifð í for- sælu feikna stórra trjáa og krýna iðgrænar hæð- irnar, sem þaktar eru ríkasta jarðargróða, og neð- an til við þær, þar sem í byrjun aldarinnar vóru ekki nema klúrtimbraðir glæpamanna kofar, blasir nú fagrbygð stórborg. Höfuðstræti hennar, Pitt Street o. fl. má jafna við aðalstræti í sumum stór- borgum Evrópu, og mörg alþjóðleg stórhýsi þar eru meistaraverk í byggingarlistinni. Melbourne er kölluð Chicago Ástralíu sakir bráðþroska síns, og er komin fram úr Sidney, þótt hún sé 50 árum yngri. Höfuðkirkjan þar, í gotneskum stíl, ráðhús- ið, jarlshöllin og þinghúsið eru stórkostlegar bygg- ingar. Þar er, eins og í Sidney, háskóli nýstofn- aðr, jurtafræðigarðr og náttúrufræðis safnbygging. Þar eru enn fremr góð leikhús, enda er fólk þar fjörugt og glaðvært og fyrir skemtanir. Yel mætti kalla Melbourne paradís verkmannanna, því þeim sem þar hafa fólk í vinnu er bannað að láta vinna lengr enn 8 stundir á dag og launin ákveðin til vissra tíma með föstum gjaldskrám. Adelaide, Brisbane og Perth eru minni borgir enn jarla aðsetr og efu að komast í blóma. Á öllu er að sjá sannenskan blæ og brag. í engum nýlendum er endrminningu móðurlandsins haldið jafnrækilega sem i Ástralíu. Alt er enskt, smekk- vísi, fatatíska, siðir og háttheldi, og fólkið, karlar og konur, sem að jafnaði er hið fríðasta og föngu- legasta, sýnir glögglega, að engilsaxneska þjóðkyn- ið hefir hér fyllilega haldið einkennum sínum og yfirburðum. Mikil stund er lögð á líkama-æfingar, og Ástralíu-búar senda valda menn til Englands ThorTaldsen og- krenfólkiö. Thorvaldsen myndasmiðr kvæntist aldrei, sem kunnugt mun vera, enn trúlofaðr var hann einusinni skoskri stúlku, Miss Mackenzie, sem var bæði ðfríð og leiðinleg, enda slitnaði upp úr því. Thorv. var maðr kvenn- hollr og komst meðan á trúlofuninni stóð í kynni við þvska ungfrú, Fanny Caspers, afbragðs fríða og fjöruga, og tðkust með þeim ástir. F. Caspers bjð andspænis Miss Mackenzie í Rðm, og sá hin síðarnefnda úr gluggum sínum hvað oft Thorvaldsen kom til hennar, og hvað lengi honnm dvaldist hjá henni. Ekki sagði hann M. M. upp, enn jafnan þegar hert var að honum að eiga hana, fann hann upp á undanhrögðum. Yinum ungfrú Caspers sagði hann, að hann gæti ómögulega átt hana af því að hann væri lofaðr Miss Mackenzie. Og þegar úti var um þá trúlofun, varði hann sig með þeirri riddaralegu og slungnu ástæðu, að til þess að hugga Miss M. hefði hann orðið að lofa henni því hátiðlega, að eiga aldrei neinn annan kvenmann. Annars segir prðfessor Bröndsted, að það hafi verið heppilegt að hann átti hana ekki, því hún mundi hafa gert honumlifið leið- inlegt. Enn í einu ensku tímariti er grein með fyrirsögninni: „Was Thorvaldsen a rascal?“ (o: var Thorvaldsen fantr?) og svarar höf. þvi játandi. Það er nú heldr enn ekki „púrítanskt", enn meiningin var sú, að hjðnabandið var Th. alsendis á mðti skapi, og þóttist hann ekki i böndum þess fá notið sín með fullu frelsi sem listamaðr. Einu sinni hélt Th. fæðingardag Fanny Caspers, og þegar gestirnir hrðpuðu: „lifi Fanny, lifi Fanny!“ bað hann ástkonu sína að stíga upp á borðið, svoallir gætu séð hvað hún var falleg, lagði svo blðmsveig um enni hennar, og þeir sem við vðru lögðu blðm fyrir fætr henni, eins og óðardis listarinnar og listasnillingsins. Borg. fyrirfram. Hér eftir seljum við undirskrifaðir alla þá greiða, sem við veitum ferðamönnum, enn lofum ekki að veita þeim alt sem þeir kynnu að beiðast. Breiðabðlsstað og Beynivöllum í Suðrsveit, 3. mars 1888. Steinn Þórðarson. Ketill Jónsson. Benedikt Þorleifsson. Brynjólfr Jónsson. Eyjólfr Bunólfsson. Bækr þessar fást meðal annars hjá SIGUB.ÐI KBISTJÁNSSYNI: Ljóðmæli Steingr. Thorsteinssonar, í ágætu bandi 3 kr.; í kápu 2 kr. I>ýsk Lestrarhók, eftir Steingr. Thorsteinsson, i bandi kr, 3,75. Róbínson Krúsóe, hin ágæta barna- og unglinga-bók, innb. kr. 1,25—1,50. til að keppa við frændr sína í ýmsum íþróttum. — Jólin eru haldin þar með sömu virktum og á Eng- landi, enda i Queenslandi í sterkjuhita hvarfbaug- anna er etinn þjóðsnæðingrinn enski „plumbudd- ing“, sem er fúllstrembinn og ekki sem hollastr, þó í vetrarkulda sé, hvað þá í hvarfbauga hitanum. Annars er loftslagið i Ástralíu heilnæmt og þægi- legt að jafnaði, og veldr það, að landið liggr að út- sænum. Sjálfstjórn heima fyrir, samfara eðlilegri rækt og trygð við móðurlandið, það er hinn eiginlegi sambandsliðr milli Englands og nýlendna þess; það er -band, sem ekki er sýnilegt né áþreifanlegt, enn það er öflugt og haldgott, því það er rótgróið við hjarta þjóðarinnar. Samgöngur og samfarir verða æ tíðari milli landanna, og fer fjöldi manna skemti- ferðir frá Ástralíu til Énglands og frá Englandi til Ástralíu. — í minning hundrað ára afmælisins á að verða sýning i Melbourne, og verðr hún ef- laust fjölsótt. Hið konungíega octroyeraða ábyrgðarfélag tekr í ábyrgð hús, alls konar vörur og innanhúsmuni tyrir lægsta endrgjald. Afgreiðsla: J. P. T. Brydes verzlun i Reykjavík. Leidarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjðrunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Þakkarávarp. Hér með votta ég þeim heiðrshjónum, Katli Ket- ilssyni og Vilborgu Eiríksdóttur í Kotvogi, ásamt börnum þeirra, hjartans þakklæti mitt fyrir allar vel- gerðir þeirra og rausn við mig, þegar mér lá mest á. Guð launi þeim góðverk sín við mig af sinni miklu náð. Eyrarbakka, 2. apríl 1888. Ouðny ÓJafsdóttir. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar og Sig. Jðnssonar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.