Fjallkonan


Fjallkonan - 09.04.1888, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.04.1888, Blaðsíða 3
9. apríl 1888. FJALLKONAN. 43 meir sem sjá, hvílikt skaðræði slikt er, enn hin litla fjölgun æðarfuglsins bendir á, að varpeigendr muni enn drjúgum drepa fuglinn á þenna hátt. Eftir því sem stendr í Stjórnartíðindunum fluttust héðan úr landi árið 1885 6408 pd. af æðar- dúni. Ef vér nú gerum sem áðr, að 30 æðarhjón geíi af sér 1 pd. dúns, hefir tala varphjóna í land- inu verið 192,240, og er það ekki mikil mergð í samanburði við það, sem taflan hér að framan bend- ir á að vera mætti. (Framhald). Alþýðlegar fræðslugreinir. TJndir þessari fyrirsögn mun Fjallkonan flytjafranivegisýmsar fróðlegar ritgerðir og við alþýðu skap, sérstaklega um hagsœld- arlegar framfarir annara þjóða og nýjar visindalegar stefnitr. skoðanir og rannsóknir. ¦Aft-VV-'tfV-Mlr Hundrað ára afmæli flmtu heimsálfunnar. Á þessu ári eru talin hundrað ár frá þvi, er Ástralía fyrst kom til sögunnar sem fimta álfa heimsins, og er þessa atburðar minst í ýmsum út- lendum blöðum. Hér kemr aðalinntak einnar grein- ar um þetta. Árið 1788, 26. janúar, lagðist enska herskipið „Sír- íus" við akkeri í Botany-bey áaustrströnd meginlands Ástralíu. Vóru á því mörg hundruð glæpamanna, og hafði svo verið lagt fyrir skipstjóra, að hann skildi þá eftir þar á ströndinni með öruggri varð- gæslu. Nokkurum dögum síðar varð hann að flytja þenna lýð sakir vatnsleysis á annan stað, nokkrar mílur þaðan, þar sem smáfljót eitt fellr út í víð- an hafnarvog. Þessi höfn var nefnd Port Jackson, og glæpafólks nýlenda sú, er þar var sett, varð fyrsti visir stórborgarinnar Sidney, sem er elst borg í Astralíu og höfuðborg nýlendunnar Nýja-Suðr- "Wales. Nú á dögum hefir Sidney yfir 300,000 i- búa. Slíkum og enda meiri framförum tóku aðrir nýlendubæir, sem til var efnað seinna, og svo kom Melbourne, er reist var 1835 í næsta nýlenduríki, í Viktoríu; þar vantar lítið á, að nú séu 400,000 ibúa. Ef vér viljum finna i sögunni nokkuð það, er borið verði saman við nýlendur Englendinga og samband þeirra við þær, þá verðr að hverfa aftr í aldirnar til Grikklands hins forna, þegar mestr kraftr gekk út frá því og hellenskir þjóðflokkar skipuðu nýlendum sínum strandlengis um víkur og voga hins þrönga Miðjarðarhafs. Hvarvetna þar sem Grrikkjum í þá daga lenti saman við „bar- barana" eða siðlausu þjóðirnar, er þeir kölluðu svo, brutu þeir þær undir sig. Þar sem Grikkir ruddu sér til landa, reistu þeir sína Ný-Aþenuborg eða Ný-Korinþuborg, og urðu slíkar nýborgir ekki am- báttir móðurborgarinnar heldr dætr hennar með frelsi og sjálfstjórn. — Stórræði og frjálsræðisandi Breta kemr fram á sama hátt og með líkum á- rangri. Þar sem hálfsiðaðar eða siðlausar þjóðir gera mótspyrnu, þar varpa þeir þeim — eins og t. d. hinum 250 miljónum Indlands eða Kaffakyn- flokkunum í Suðr-Afríku — í fjötra andlegs ef ekki líkamlegs ófrelsis, eða þeir gjöreyða þeim eins og Indíana flokkum Norðr-Ameríku, eða hinum skrælingjalegu Ástral-negrum. Villimenn þekkja engan þjóðarétt, og hvítu mennirnir finna sér hag- feldast að gleyma lögmáli hans eða láta sem þeir þekki það ekki. Heilir þjóðflokkar eru upprættir, sem ekkert hafa til saka unnið annað enn það, að þeir reyna að veita aðkomnum yfirgangsmönnum viðnám. Að þessu leyti hafa öll atkvæðamikil ný- lenduriki beitt sömu aðferðinni og England. Enn það, sem gerir enska stjórnart'arið svo frábært er það, hve vitrlega og nærgætnisloga stjórninni er hagað, og fer það að vonum eftir frjálslyndi hinn- ar ensku þjóðar. Ungu ríkin. þar sem nýbygg- endr hafa rekið burtu villimennina. eru akki höfð í nauðungarlegu ófrelsis tjóðri við móðurríkið, heldr sett því jafnhliða, með fullu frelsi í innanlands stjórn, svo hvert þeirra er eins kouar nýtt Eng- land, og breska flaggið blaktir yfir þehn öllum, ekki sem jarteikn undirlægjuskapar. heldr til nierk- is um varnarsamband við gamla fi'iðurlandið. llvert hinna fimm víðáttumiklu ríkja á meginlandi Ást- ralíu hefir innlent þing og ráðaneyti eins Og ('ana- da og aðrar stór-nýlendur Breta. Beri ófrið að höndum, styrkja þau hina ensku hrrtlokka, iem sendir eru til þeirra, með liðsafla sjáll'ra rin. Bnskr jarl er að nafninu til skipaðr yflr livn-ja nýlendu, enn hann er miklu fremr til meðalgöngu ena úr- skurða, og fæstmestvið, aðjafna agreiningai \ersl- unarsambandi nýlendunnar við móðurlandið. Og það er sannast að segja, að enska stjóniin hHirná- lega eingöngu hugann á að gæta verslunarhage- muna í viðskif'tum við nýlendurnar, |>vi að hún veit að England, hjarta rikisins, mun því að eizu halda heilsu og kröftum, að rásir þær, er þangað streyma og þaðan, sé óhindraðar og óstíflaðar, ííeð því nú, að dótturríkin njóta svo mikils fjalfVeðÍS, sem er miklu meira enn þa3| sem lrland hetir far- ið fram á, þá verðr England að fara mjög varlega í þeim politisku málum, seni licinlinis varða \i'l- ferð nýlendnanna og beita vnldi sinn iem nær- gætnislegast, ella á það á hættu, að börn þess í attftrinn og vestrinu fylgi dæmi Bandarikjanna í Ameríku og segi því upp hlýðni og holluatu*. Meginland Ástralíu skif't.ist, eðlilegait í þrjú jafnhliða landsvæði, sem eru viðlika itÓTj þ.e. Aust.r-, Vestr- og Mið-Ástralía. I Mið-Ástralíu er þrjú ríki: Suðr-Astralía, Alexöndruland og Norðr-Astralia; cru tvö hin síðarnefndu með öllu óbygð, og viðaó- könnuð. Vestr-Ástralía er ein samfeld, tla;nis\íð nýlenda. I Austr-Ástralíu, þegar hið unga Queent* land norðan til í henni er undan skilið, eru hin elstu nýlenduríki álfu þeasarar og þau sem lengft eru komin á framfaraleiðinni, Nýja Suðr-W'alcs og Viktoría. Ibúa talan er hér um bil .'$ iniljóiiir, og þótt það virðist ekki há tala, þá er hún allmikil samt, ef litið er á, hvað fólkið rjölgar fljótt og hve afurðirnar eru miklar. Járnbrautir liggja þar |r. og endilangt, 10,(XX) kílómetra samtals, og átlenda venlnnin nemr þar um 30,000 milj. kr. á ári. Að- alútflutningsvaran er ull, þar næst hveiti Og niðr- soðið kjöt, og nú á síðustu tímum einnig vín, því vínyrkjumenn í Viktoríu haía innleitt til raktun- *) Það er ekki ófróðlegt, að bera þetta Htjómartar sainim við Btjómaraðferð Dana og gæta jafnf'ramt að, hver árangr- inn liefir orðið af hvorn nm sig.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.