Fjallkonan


Fjallkonan - 05.09.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 05.09.1888, Blaðsíða 4
104 FJALLKONAN. 5. septbr. 1888. geysað voðastormar, er hafa gert fjarskalegan skaða á ökrum og öllum jarðargróða og jafnvel brotið niðr mörg hús og verksmiðjur (í Maryland, Vir- ginia, Pensylvania og New Jersey). — Annars látið vel af atvinnuhorfum í Bandaríkjunum. ASIA. Keisaraekkjan í Kína, sem hefir haft stjórnina á hendi fyrir son sinn, hefir kunngert, að hún ætli að sleppa henni í mars næsta ár, og tekr son hennar þá við fullum völdum. — Á Java hefir verið uppreisn, enn er nú sefuð. ÞYSKALAND. I ræðu, sem Vilhjálmr keisari hélt um miðjan f. m. við afhjúpun minnisvarða yf- ir prins Friðrik Kari i Frankfurt við Oder, lýsti hann skorinort yfir því, að það væri einlægr vilji hinnar þýsku þjóðar, að verja til hins ýtrasta alt það, sem unnið hefði verið á dögum Vilhjálms I., og kvaðst hann vera viss um, að það væri samhuga vilji alls herliðsins, að heidr væru allar 18 herdeild- irnar og 42 miljónir manna látnar liggja á vígvell- inum enn slept væri einum einasta steini af’ því, er afi hans og Friðrik Karl hefðu unnið, og sýnir þetta, að hann muni ekki ætla sór að siaka til með góðu, hvað sem i skerst. — Mælt er að Bismarck ætli að segja af sér ráðherrastjórn yfir verslunar- málum. FRAKKLAND. Boulanger hefir verið kosinn í 3 kjördæmum með miklum atkvæðafjölda, og hafa út af því spunnist óeirðir í París og viðar, svo að lögreglustjórnin hefir haft nóg að gera, að halda skrílnum í skefjum, sem æðir um göturnar og æpir: „lifi Boulanger. niðr með Ferry, niðr með Fioquet“. Er þetta talinn mikill ósigr fyrir lýðveldismenn, enn þó eru áhangendr Boulangers ekki enn þá al- gerlega vissir um sigr. Lýðveldismenn segja, að Boulanger hafi eingöngu verið valinn af einvalds- monnum og Bonapartingum, og í þessum þremr kjördæmum sé hinir síðarnefndu meirihlutinn. — óvíst þykir hverja stefnu ráðaneyti Floquets muni taka, ef Boulanger kemst að. Nýjungar frá ýmsum löndum. I Búlg'ariu vaða ræningjar uppi, og taka ýmsa menn fasta sem þeim þykir slægr í, og heimta ærin fégjöld af stjórninni ef þeir skuli lausir látnir. Stjórnin hefir nft er síðast fréttist gert ráðstafanir til að eyða óaldarflokki þessum. Þjóðverjar hafa gert tilraunir að koma á silkirækt þar í landi. Landbftnaðarráðherrann hefir gengist fyrir því, að æfðr silkiræktnnarmaðr hefir fengist við þann starfa í 5 ár. Árangr- inn hefir orðið vonum betri, og er nft talið víst, að silkirækt geti þrifist á Þýskalandi og orðið drjúg tekjugrein fyrir landið. Óeltta eða svikin matvæli verða nft altaf tíðari á heims- markaðinnm. Það er fleira enn smjörið, sem þannig er til búið. í Hollandi er búið til mikið af óekta osti, sem flytst þaðan víða um lönd, og er hann mestmegnis gerðr ftr svínafeiti. Tvaer ungar stúlkur háðn nýlega einvígi í Frakklandi út af pilti, er báðar vildu eiga. Þær börðust með skammbissum og íékk önnur þeirra banasár á hólminum. Fútækr búndi í Rússlandi fann nýlega í jörðu tólf stór hylki full af gömlum gullpeningum og dýrgripum. Fundrinn Var metinn yfir 30 milj. króna virði, og fekk bóndi þriðjunginn í fundarlaun. Heimildarlaust hjal. Orðrómr sá, sem gengið hefir manna á milli hór í bænum, að ég ætti fyrir hönd Jóns kaup- manns Jónssonar í Borgarnesi að skrifa rit um viðskifti þeirra Jóns verslunarmanns Vídalíns, er bygðr á heimildarlausu hjali nefnds kaupmanns og alveg ástæðulaus frá minni hlið. Reykjavík, 1. september 1888. Gestr Pálsson. Sjóskóleðr selr undirskrifaðr óvenjulega ódýrt, fáar húðir eftir. Ennfremr allskonar leðr fyrir skósmiði og söðlasmiði, svo og barkalit á skinn, seglgarn, segl, ull o. fl. Björn Kristjánsson. ~ Takiö eftir! Hvergi fæst eins fljótt tilbúinn skófatnaðr sj5 og hjá undirskrifuðum og smiði og efni hvergi ~ Jg betra hér á landi. « -2 Karla og kvenna stígvél og skór tilbúin 2 eftir 8—12 tíma frá því að pantað er. © Vatnsstígvé) tilbúin eftir 2 daga. Raýn Sigurðsson, Reykjavik. Tímakensla. Ég undirskrifaðr tek að mér, að kenna piltum undir skóla næstkomandi vetr fyrir mjög væga borgun, ef 3 eða fleiri eru saman. Sömuleiðis veiti ég tilsögn í þýsku, ensku og frakkn- esku, og tek að mér hverja aðra aukakenslu sem er, hvort heldr það eru börn eða fullorðnir, alt fyrir mjög væga borgun eftir nánara samkomulagi. Þeim sem hafa hjá mér 2 stundir á dag veiti ég þar að auki ókeypis tilsögn 1 stund á viku, ef óskað verðr. Hannes Dorsteinsson, Laugaveg, nr. 24. Hið konunglega octroyeraða ábyrgðarfélag tekr i ábyrgð hús, alls konar vörur og innanhúsmuni fyrir lægsta endrgjald. Afgreiðsla: J. P. T. Brydes verzlun í Regkjavík. Ódýrt og gott. Fyrir 35 krónur um máuuðinn geta 10—12 menn einhleyp- ir fengið mat, húsnæði og þjónustu næstkomandi vetr; þeir sem sinna vilja þessu boði eru beðnir að snfta sér til und- irskrifaðs sem allra fyrst. B. H. Bjarnason, Vestrgötu 17, Reykjavík. Gaa hen i Bogladerne og abonnór paa „NORDSTJERNEN", koster kun 1 Krone 25 0re Kvartalet. 10 0re pr. Nummer. „Nordstjernen44 er Nordens störste og smukkeste illustrerede F a m i I i e b I a d, og bör ikke savnes i noget Hjem. Den ny Aargang begynder lste Oktober. Abonnement modtages i Sigf. Eymundssons Boglade. QUEEN VICTORI A’S HAIR-ELIXIR, hárvaxtar-meðalið ágæta, fæst einungis í rerslun E. Felixsonar. Prentsmiöja Sigf. Eymundsaonar og Sig. Jónssonar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.