Fjallkonan


Fjallkonan - 29.07.1889, Side 3

Fjallkonan - 29.07.1889, Side 3
29. júlí 1889. FJALLKONAN. 87 sakargiftir um samsæri, nætrfundi. er hjákona Boul. stóð fyrir, um það, að bann hafi mútað blöðum og j verið í makki við útvega-menn hersins til þess að láta þá múta sér, að hann hafi notað tvo uppvísa glæpamenn fyrir verkfæri og stolið úr sjálfs síns hendi 279,000 fr. Þegar kæruatriði þessi vóru aug- ljós orðin, sendu þeir Boulanger, Dillon og Rochefort yíirlýsingu ti) kjósenda á Frakklandi (dags. Sl.júlí), j og er þar hrúgað saman brigslyrðum og ókvæðisorð- um gegn stjórnendunum, er þeir kalla „mútara", „illvirkja“, „þjófa“ og „ræningja“, og segjast með fullu trausti bíða þess dóms, er kjósendr bráðum kveði upp. Hinsvegar gerir stjórnin ýmsar ráðstaf- anir til að bæla niðr óspektir af hendi þeirra Bou- | langers-manna, og er búist við, að hann verði gerðr 5 ókjörgengr á Frakklandi. RÚSSLAND. Mælt var að Rússakeisari mundi koma j til Berlín 21. ág., enn Austrríkiskeisara er von til Berlín 12. ág. Rússar liafa nú mikinn liðsafnað í Kákasus, um 80,000, og eru að auka liann; þykja Tyrkjum það ískyggilegir nágrannar. — Konstantín stórfursti í Rússlandi var veikr og talinn af er síð- ast fréttist. — Rússar liafa fengið birgðir handa hernum af hinum nýju frönsku bissum (le bel-riflum). ÞÝSKALAND. Slys varð á Spree við Berlín, er gufubátr með 190 farþegum rendi svo hart á brú eina, að 40 manns fórust og margir lemstruðust. í Zanzibar liafa Þjóðverjar náð bæ er Tanga lieitir. EGYPTALAND. Sudansmenn sækja norðreftir með Níl og hefir fátt orðið til tíðinda. Talið líklegt, að ensk-egypska liðið muni brátt vinna á þeim. AMERÍKA. Á Hayti er borgarastríð og hefir ver- ið síðan í vetr, er hershöfðingjar tveir, Legitime og Hippolite, liafa barist með fiokkum sínum hvor mót öðrum. Síðast var Legitime farinn að taka kven- fólk til herþjónustu. Líklega verðr sá endir á, að báðir málsaðilar leggi málið í gerð Bandaríkjanna. Reykjavíkrprestakall. Þessa þrjá umsækjendr um Kvíkr prestakall lieiir landshöfðingi nefnt til kosningar: sira ísleif Gíslason í Arnarbæli, síra Sigurð Stefánsson í Vigr og sira Þor- vald Jónsson á ísafirði. Jarðari'ör Jðns Sigurðsonar á Gautlöndum fór fram 11. jáli að Skútustöðum með meiri viðhöfn og fjölmennari likfylgd enn venja er til í sveitum. Likfylgdin var um 500 manna, tals- vert fleiri menn enn sóknarfólkið alt samtals, enda voru þar viðstaddir menn úr öllum hreppum Suðr-Þingeyjarsýslu, og nokkr- ir menn úr Eyjafjarðarsýslu; 5 eða 6 prestar vóru þar og héldu 4 þeirra ræður. Á Akureyri vóru ræður haldnaryfir líkinu, er það var flutt norðr um, og þrjú eða fjögur sorgarkvæði vóru flutt yfir líkinu á leiðinni. Kvæði, er síra Matthías flutti, er á þessa leið: í dag er hafið og lielgað þing, Og hringt er til máls í sölum, Svo frelsisorðin þar falli sling, Sem frjófgandi skúr í dölum; Enn þú ert til baka borinn í kring Og birgður á þegjandi fjölum! Og grátlega fer yfir fjöll og dal: Þar féll sá kappinn af hesti, Sem metinn var dýrast manna val Og mæringa jafninn b’esti. — Nú ertu fallinn feigur í val, Þú fulltrúi Norðrlands rnesti! Þú stóðst svo sannur með silfurhár, Sem sigrandi tákn á verði, Enn ert nú borinn til baka nár Og bregðr ei oftar sverði. — Hvað vill vor faðir og frelsari hár Úr íramförum íslands verði? Svo mörg eru sár þín, móðurjörð, Og meiri’ enn þau tárum sæti; Þinn hlífðarmúr eru skörð við skörð Og skammvinnt þitt eftirlæti, Þin forlög sýnast ineð sanni gjörð Á sorglega völtum fæti. Nú er sá kaldur og kominn úr styr, Sem kjósandi sérhver treysti, Og skörulegast og frækuast fyr Vort framíaramerki reisti: Hvað ? eru nú opuar dauðans dyr, Og dáin öll trú og hreysti? Nei, fjarri sé því! Vort frelsisorð Það fellr ei dautt á götum, Og sérhver hetja sem hnígur á storð, Oss hjálpar svo betur rötum, Og fyr skal oss sigra feigð og morð, En frelsinu og trúnni glötum! Þá dunuðu fjöll við dapran tón, Er dauðann þú hlaust á lieiði, Enn frelsisorð og frægð þín, J ó n! Ei fellur á miðju skeiði, Það lifir, það grær, og gamla Frón Skal geyma þitt nafn og leiði! Svo veri haflð og helgað þing Með himinsins lagatölum, Hátt yfir sorg og sjónhveríing 1 sviplegum tímans dölum! Nú finnast „þeir uafuar“ og fylla þing í frelsisins dýrðar sölum! Dáinu 26. júli Helgi Sigurðsson i Kirkjuvogi, (sonr sira Sig- urðar Sivertsen frá Útskálum), einn af helstu bændum þar syðra. Jb "yrir stuttu fanst hér á sauð, biti traman vinstra niðr við hlust fram yfir mitt mark, sem er: sýlt hægra, tvirifað í stúf vinstra. Eigandinn gefi sig fram. Þingnesi i Borgarfirði. Hjálmr Jónsson. (xóðar vörur, jfott verð! 7. Aðalstræti 7. Kaffi Eulla Kandís Rjól Melis Reyktóbak margar sortir Export Viiidlar do. do. Rúsiuur Tvíbökur Kúrennur Kringlur Sveskjur Grænsápa Kardemommur Soda Pipar Blákúlur Nellikur Stívelsi Kirseber Brennivín Kanel Portvín Súkkulað Sherry Heil hrísgrjón Kirsebersaft Hálf do. 01, gamli Carlsberg Sagógrjón Rauðvin Hveiti (flór) Ostr Grænar ertur Skótau (handunnið). Gráar do. Karlmannsföt Úr og úrkeðjur m. m. J. Jónsson. jyorngripasafnið: Af þvi að ég fer nú af stað i rann- sóknarferð vestr í Breiðafjörð, þá sýnir adjunkt GeirZoega forn- gripasafnið á meðan. Sigurðr Vigfússon. Java-kaffi, besta kaffitegund sem til er, fæst i verslun Sturlu Jónssonar. __________________________________________ ' JSkófatnaðr, mjög ódýr og vandaðr, fæst i verslun Sturlu Jónssonar. JSápa, alls konar tegundir, fæst i verslun Sturlti Jónssonar. □EFlauð hryssa stór, með siðutökum, járnuð með sexboruðum skeif- J um, mark: biti framan vinstra, tapaðist frá Ártúnum. Finnandi I beðinn að skila til Þórðar Zo'éga i íteykjavík.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.