Fjallkonan


Fjallkonan - 12.08.1890, Side 2

Fjallkonan - 12.08.1890, Side 2
30 leggja til 600 burðarmenn í ferðina til Alberts-vatns til þess að sækja þangað fílabeinsfúlgu Emíns. Síðast í febr. var lagt af stað frá Zanzibar á gufuskipi og var þar innanborðs lið Stanleys og farargögn ogenn fremr Tippu Tip með 96 manns; var fyrst haldið til Kap-borgar (á Góðrarvonarhöfða) og þaðan til Ban- ana við Kongó-minni (1-8. mars). í förinni vóru alls 680 manns og farangr ákaflega mikill. Frá fljóts- mynninu varð flutningrinn mjög erfiðr og iðraði Stanley þess, að hann hafði hætt við að hafa með sér 15 hvalabáta, sem fyrst var ætlun hans. Um 23 mílur alt að fyrstu fossunum varð enn á vatni farið, enn síðan var gönguvegr iangr og torsóttr um 50 mílur til Leopoldville hjá Stanley-Pool; þaðan aftr eftir fljótinu að mynni þverfljótsins Aruwimi, um 267 mílur frá hafi og svo upp eftir henni yfir 22 mílur að Jambuja. Nokkuð af liðinu var enn eftir ókomið og með því Stanley sá fyrir, að Tippu Tip mundi draga á langinn að leggja til hina 600 burð- armenn, þá lagði hann af stað 28. júní 1887 með 389 manns, þar af 357 er vóru vopnaðir með byss- um og hóf svo fórina til Albertsvatnsins meðfram Aruwimi gegnum hinu endalausa frumskóg. Bartte- lot majór varð eftir með bakliðsflokkinn í Jambuja (260 manns) og mestallan farangrinn; skyldi hann fara á eftir framliðinu þegar burðarmenn Tippu Tips væru komnir, og brygðist það, skyldi hann samt koma sem fyrst. Frá því liðið fór frá Zanzibar, hafði það fækkað um 57; sumir dáið, sumir sýkst eða strokið. Nú hefst ógurleg þraut fyrir Stanley og þá félaga að komast gegnum frumskóginn, dimman og fenjótt- an, sem úði og grúði af allskonar illkvikindum; urðu þeir að höggva og skera sér leið um liann með öx- um og knííum og hvarvetna mættu þeir landsbúum, er sættu færi að drepa og éta hvern sem viltist eða eftir yrði. Enn þó tókst St. ekki að halda förunaut- um sínum saman hvernig sem hann áminti þá, og sundruðust þeir einatt fyrir gáleysis sakir og gengu í greipar óvinum sínum, eða komu aftr særðir spjót- um og eitrskeytum. Sóttist leiðin seint og erfiðlega, enn loks eftir 80 daga göngu (53 mílur vegar), kom Stanley til þrælasölumanns nokkurs í Uggarowa við Aruwimi-fljót (sem á þessum stöðum nefnist Ituri); skildi hann eftir hjá honum 56 sjúka, enn 30 vóru dauðir eða stroknir burt síðan hann fór frá Jambuja. Síðan hélt hann áfram, enn nú var alt land, sem hann fór um, í auðn af völdum þrælasölumanna, sem ræna konum og börnum, enn drepa alt annað lifandi og brenna og bræla landið svo ekki er eftir sting- andi strá. Varð því hungrsneyð, og 6. okt. varð Stanley að skilja Nelson undirforingja eftir með 52 sjúklinga. 18. okt. komst Stanley á aðra stöð þræla- sölumanna, þar sem Ipoto heitir og fékk þar vistir fyrir geypiverð; enn ekki var það fyrr en eftir 8 daga, að hann gat sent aftr til þeirra Nelsons; vóru þá 5 einir á lífi af þeim 52, og Nelson dauðvona. í Ipoto varð St. að skilja eftir dr. Parke með 39 sjúka enn hélt nú áfram og kom í land merkilegrar þjóð- ar, sem er tómir dvergar. Dvergar þessir eru ill- hryssingslegir og þjófgefnir og allhættulegir sakir eitrörva, sem þeir skjóta. Á hæð eru þeir um 2 álnir og lítið þar yfir. Meykóngr ræðr fyrir landinu. 10. nóv. kom St. þangað er ríki þrælasölumanna endar. Hafði hann þá nógar vistir og lét liðið hvíl- ast, enda sögðu landsbúar að skamt væri þá ófarið út úr skóginum. 24. nóv. fór Stanley aftr af stað með að eins 175 manns og 4. des. komust þeir fé- lagar loks út úr hinum voðalega myrkviðargeimi, og blasti þá við þeim grasslétta svo víð, að ekki sá út yfir, vestr af Albertsvatni. Á þessari frjósömu há- sléttu urðu þeir oft að berja landsmenn af höndum sér, sem vóru fjölmennir og höfðu stórar hjarðir. Kom svo Stanley að suðrenda Albertsvatns. Enginn kunni þar neitt af Emiu að segja, enda varð ekki farið um vatnið, því eintrjáningsbáta vantaði, er gagn væri í, og réð St. því af að hverfa aftr og sækja stálbát, er hann hafði skilið eftir af því burðarmenn vantaði, og koma honum að vatninu. — í jan. 1888 gerði St. sér búðir 15 mílur frá vatninu og nefndi þær Bodo-virki; safnaði hann þangað hinum sjúku mönn- um frá Ipoto og Uggarowa og hafði þar stálbátinn. í apr. samdi haun frið við landsbúa og lagði síðan í annað sinn á stað til Albertsvatns. Þegar þangað kom hitti hann 29. apr. Emin pasja, er var kominn að suðrenda vatnsins á gufuskipi. Síðan sneri hann aftr til Bodo-virkis og með því ekkert spurðist til Barttelots með flokkinn, er á eftir fór, enn skotfæri og annar forði var með þeim flokki, lagði St. sjálfr á stað með nokkrum mönnum til að vitja um hann. Eftir mikið erfiði og baráttu komust leifarnar af þess- um flokki Bart. 1. ág. til Banalíu og hafði hann fyrst lagt af stað frá Jambuja 11. júní 1888 og vóru þeir hörmulega á sig komnir, enn Barttelot sjálfr myrtr. 20. des. komst St. með lið þetta til Bodo-virkis við mikla þraut og manntjón. 23. lagði hann aftrástað, því hann fékk engin skeyti frá Emín og lagði eld í virkið. Yst á grassléttunni setti hann nýjar búðir og skildi þar eftir hina sjúku. Heldr nú St. í 3 sinn til Alb.-vatns og fær þar bréf frá Emin og Jephson, sem hann hafði léð Emin; sagði svo í þeim bréfum að annar herflokkrinn í Wadelai hefði gert uppreisn og sett þá Emin og Jephson í varðhald. Seinna vóru þeir samt látnir lausir. Emin kom 17. febr. í búðir Stanleys á hásléttunni við útsuðrenda ' Albertsvatns. Hann var nú fastráðinn í að fara með Stanley til austrstrandarinnar, þótt honum félli þungt að skilja við sýslu sína. 10. apr. fór St. á stað með alla lestina; vóru í henni 1510 manns, með konum og börnum. Vegalengdin til austrstrandarinnar svarar 267 míl- um. Fór þá Stanley suðr um háfjöllin Ruwenzori, er hanu hafði fyrstr manna séð, þau eru um 18000 feta há og er haldið að það sé fjöll þau, er fornþjóð- ! irnar kölluðu Mánafjöll. Til Bagamoyo komu þeir félagar loks' eftir miklar þrautir 4. des. Þar var þeim fagnað hátíðlega. Síðasta kaflann í bók sinni fer St. heldr fljótt yfir, enn lýkr þó lofsorði á land- stjóra Þjóðverja, major Wissmaun í Zanzibar og aðra | þýska foringja. — Ekki verðr því neitað, að þar sem Stanley síðast sver sig hátíðlega um, að hann hafi engan annan tilgang haft með ferð sinni enn að bjarga Emin, getr það ei sainrýmst við það sem síð- ar er fram komið, er ráðaneyti Salisburys hefir snúið á Þjóðverja, því sú alda er runnin frá Stanley, og þannig heíir þessi hin síðasta frægðarför hans einnig orðið afleiðingamikil í pólitisku tilliti.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.