Fjallkonan


Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 1
Kemr út á þriðjudögum. Árg 3kr. (4 kr. erlendis) Upplag 2500. Gjalddagi i júli. Uppsögn ógild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Vald. Ásmundarson. Veltusund 3. Vin, 1. REYKJAYÍK, 6. JANÚAR. 1891. FJALLKONAN 1891. Á þessu ári kemr Fjallkonan út einu sinni í viku, á þriðjudögum eins ogáriðsem leið, enn auka-útgáf- an hættir að koma út. í stað þess verðr blaðið auk- ið að fræðandi og skemtandi efni og verða sögur í hverju blaði, ýmist útlendar eða innlendar, sem verða valdar eftir alþýðu skapi. Myndir af innlendum og útlendum merkismönnum koma við og við. Ymsir af helstu rithöfundum landsins hafa heitið blaðinu að- stoð sinni, og meðal annars hafa læknar heitið að skrifa í blaðið alþýðlegar leiðbeiningar um sjúkdóma og lækningar. Ef kaupendr blaðsins fjölga enn talsvert, sem telja má líklegt, verðr á þessu ári gefin út firæðibók og skemtibók handa kaupendum Fjallkonunnar ókeypis, og verðr síðar auglýst nánara um það. Áriö 1890. Árið sem leið var að samtöldu gott meðalár hér á landi. Tíðarfar allgott; vetrinn snjóléttr frá því í febrúar og framúr; snjólaust að kalla til nýárs. Hafíss varð varla vart. Besta vortíð og sumarið gott þar til í september, að gerði rigningar allmiklar. Grasvöxtr varð með betra móti á túnum, og í fullu meðallagi á útengi, og heyskapr varð í betra lagi, enn það hnekti honum þó mjög, að víða urðu hey úti í haust, einkum á suðrlandi. — Fénaðarhöld hafa verið góð að öðru leyti enn því, að bráðapestin hefir gert stórkostlegt tjón í haust víða á suðrlandi. Aflabrögð urðu með minna móti víðast um land, einkum sunnan lands og vestan. Á Austfjörðum var góðr afli enn þó langmestr á Vopnafirði. Laxveiði mjög lítil. Æðarvörp brugðust venju fremr og var það kent því að óvanalega mikið hefði drepist af æðar- fugli. Verslun var allþolanleg. Sauðfé í háu verði, og fiutt úr landi á að giska 75000 fjár, sem er meira enn nokkurn tíma áðr. Gufubátar tveir vóru keyptir á þessu ári til að hafa til flutninga á fjörðum hér á landi: var annar þeirra þegar brúkaðr í sumar á ísafjarðardjúpi, enn hinn bátrinn, sem átti að ganga um Faxaflóa, kom ekki. Málþráðr (telefón) var lagðr milli Rvíkr og Hafnar- fjarðar. Brúargerð á Ölfusá var í undirbúningi, efnið flutt að o. s. frv. í mentamálum gerðist ekkert nýtt. Nokkrir kenn- arar fóru á kennarafundinn í Khöfn, enn engar skýrsl- ur hafa þeir enn gefið um ferðina. Bækr, sem út komu á þessu ári, eru hvorki margar né merkilegar, og eitt blaðið (,,Lýðr“) mun hafa hætt. í stjórnarmálum varð fátt sögulegt. Ágreiningr milli „meiri og minnihluta“ í stjórnarskrármálinu varð allhávær, og í þeim fjórum kjördæmum, er kos- ið var í, komust „minnihluta-menn“ að mestu eða öllu að. Heilsufar var með lakara móti; kvefsótt skæð geis- aði yfir alt land mikinn hlut sumars og gerði mikið at- vinnutjón. Síðan gekk kíghósti og kvef í haust og framan af vetri. Manndauði hefir því verið all-mik- ill, einkum barna og gamalmenna. Tii Ameríkn fóru þetta ár nær 200 manna héðan af landi. Sitthvað smávegis um atvinnumál eftlr sunnlenskan sveitabónda. VI. (xarðyrkja. „Svipul er sjávargjöfi'. Og svo vill oft verða að sjávarafli bregst í flestum veiðistöðum um lengri eða skemri tíma, auk þess sem fiskr hefir algerlega van- ist frá, svo veiðistöðvar hafa alveg lagst niðr, og svo getr ef til vill enn orðið. Er því engu síðr á- stæða til fyrir útvegsbændr enn landbúbændr, að tryggja sér framfærslustyrk af jörðinni, eftir fóngum. Fleiri hlutar þeirra hafa þó jarðarsneið eða lóðar- blett til umráða, svo rækta má túnblett eða lítinn sáðreit. Einkum er hagkvæmt fyrir sjómenn að hafa dálitla matjurtarækt við heimili sitt. Jarðepli eiga einkar vel við með fiskmeti. Og það er víðast við sjóinn hægt að veita sér íburð í sáðreit, þó örðugra kunni að vera, að fá hentugan áburð á tún, þar sem ekki er hægt að hafa kýr eða annan fénað. Sáð- reit má bæta með þara, sjófangs-úrgangi, sorprusli ýmsu, þó í því kunni að vera ýms torleyst efni (tuskur, skóræflar, bein, horn, grjót m. fl.), sem ekki dygði að bera á tún, óuppleyst. í landlegunum gætu sjómennirnir unnið að undirbúningi sáðreitanna, dreg- ið að girðingaefni, hlaðið garða, brotið reitinn upp, ræst hann,. borið áburðinn í hann o. s. frv., enn sum- arumhirðan lenti auðvitað mest á kvenfólkinu, sem oftast er vel fallið. Jafnvel þó garðyrkjan kunni fremr að vera á fram- farastigi í veiðistöðunum við Faxaflóa, er þar sem annarstaðar mikið ógert, sem gera má í því efni. Reynslan hefir þegar sýnt að garðyrkjan þar, og víð- ast hér á landi, getr verið arðsöm atvinnugrein. Næst- um furða, hve liægt henni fer fram. Hverjum manni er þó í augum uppi, að það borgar sig þegar ávöxtr- inn er 8—12 faldr eða meira og tunnan fæst upp úr 10 ferföðmum, sem eigi er sjaldgæft hér. Enn jarðvegrinn er ekki alstaðar svo vel lagaðr af náttúrunni, að ekkert þurfi að endrbæta hann til að fá góðan sáðreit. Af því oflítið er gert að því, að bæta jarðveg matjurtagarðanna, eru þeir svo árðlitl- ir, og áraskifti að vextinum í þeim. Rakinn er það, sem víðast stendr ávextinum fyrir þrifum, og í slík- um görðum getr ekki vaxið nema þurviðrasamt sé,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.