Fjallkonan


Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 3
6. jan. 1891. FJALLKONAN. 3 Því svara ég þannig: Hovgaard var hér áðr enn hann tók við Thyra, í kynnisför með kapt. Boldt, og það var einmitt þá, sem þessi vitna studdi atburðr kom fyrir, að skipstjóri Hovgaard lofaði S. G. að staulast ofan í bátinn etc., og þar sem Hovgaard gerði þetta, sem væntanlegr skipstjóri á Thyra, hvað mundi hann þá hafa gert ef hann hefði þá verið skipstjóri. Að öðru leyti er Ö)1 greinin frá S. G. óviðkomandi málefninu enn einungis tómir útúrsnúningar og persónulegar árásir, því t. d. hvað getr verið persónulegra, minna varðandi og óskaðlegra fyrir mannfélagið enn það, hvort menn brúka einum pennadrætti meira eðr minna í nafni sínu, eðr hvort menn rita það skammstafað, eðr staf fyrir staf, hvort menn rita t. d. Johnson fyrir Jónsson, eðr tvö- falda einhvern staflnn í drættinum, eðr skrifa v fyrir f eðr i fyrir e, t. d. Hafsteen og Havsteen, ef nafnið er ávalt ritað svo reglubundið og auðþekt, að ekki valdi neinni villu. Hvað gæti ég gert að því, þó ég væri fæddr á bæ, sem héti Dritvík eða Hóll; og væri það nokkur sönnun fyrir því að ég hlyti að vera verri, maðr fyrir það, hvar sem ég væri fæddr, ef ég að öðru leyti hegðaði mér sómasamlega, og væri allnýtr maðr í félag- inu; ég vona að hr. S. G. sé mér samdóma, og til leiðbeiningar fyrir hr. S. G. næst, þá er ég ekki fæddr í Dritvik, og hef aldrei komið þangað; ég er fæddr á Reykhólum í Staðarprestakalli á Reykjarnesi í Barðastrandarsýslu, — enn álít mig þó engu vísari að vera nýtari enn einhver sem kynni að verafæddr í Dritvík, svo að ummæli S. G. um Dritvík í sambandi við mig persónu- lega, eru ástæðulaus. Væri mannfélaginu þannig varið, að hver og einn hefði leyfi til, og leyfði sér að rita í sama tón um hvern mann, sem S. G., þá væri mönnum án efa persónuleg hætta húin. E>á eru útlendu vörunöfnin. Það vita allir, að ómögulegt er að íslenska allar aðfluttar vörutegundir, svo að liði verði. Þær hafa gengið og ganga undir útlendum nöfnum, og auglýsa menn vöruna með þeim nöfnum, sem almenningur þekkir; því undir íslenskum nöfnum, þó þau væru til, mundi almenningr ekki þekkja vöruna; _ þarnæst er það ekki eg einn, sem brúka þessi útlendsku nöfn. Ég hef ekki séð neina bók eftir Jón Olafsson, sem heitir „jafnrétti“, enn nafnið á líklega að vera „jafnræði“ og er það fyrirgefanlegr misgáningr. Ég nenni nú ekki að vera að elta hr. S. G. með að leiðrétta meira úr hans í sinni röð meistara- legu grein. Hafi S. G. þótt að ég velja sér oflátt virðingarsæti meðal landa i niðrlagi Pjallkonu greinarinnar, þá heflr hann sannarlega ekki hafið sjálfan sig ofar með ísaf. greininni, því hver heiðvirðr maðr hlýtr að fella áfellisdóm yfir slíkum rithætti, sem S. G. brúkar, og það er óefað að hr. S. G. hefir hér farið hina sömu eftirmunanlegu hrakför, sem ritstjórinn forðum í svari sínu til mín upp á Svarthöfða greinina. Get ég ekki annað enn sárvorkent Sigmundi Guðmundssyni að hafa hitt á sömu flan- skriðuna í fellinu, sem ritstjórinn forðum, og hrapað svo niðr í sama dýið með mishepnaða svarið. Þarnæst undra ég mig yfir að nokkur blaðstjóri skuli hjóða almenningi annað eins bull, og grein S. G. er., sem svar upp á málefni, er almenning varðar, og einkanlega þar sem blaðstjórinn í sama blaði segir að nefnd ávestrlandi eins og fleirum þætti ástæða til að takmarka sem mest kaup þeirra blaða, hverju nafni sem nefnast (ísafold ekki undan skilin), sem leggi það í vana sinn að hafa oft meðferðis persónulegar skammir um menn. Að endingu lýsi ég því yfir, að ég hefi fullan rétt til að bera nafnið Breiðfjörð, og lýsi hvern mann óheimildarmann að því að skifta sér af hvernveg ég skrifa mitt eigið nafn sjálfur. Beykjavik, 22. des. 1890. W. Ó. Breiðfjörð. ísafold. Þegar ég var að lesa 93. tölublað Isafoldar og rak mig á fyrirsögnina: „Brúðguminn bundinn“, datt mér undir eins í hug, að það væri skrýtla frá öðrum löndum, enn þegar ég las lengra, sá ég að þetta átti að vera brúðgumi i Rángárvallasýslu, sem hefði gift sig í haust. Sé þetta satt, er það sú svívirðing, ekki einungis fyrir mann- inn sjálfan, heldr fyrir sýslufélagið, að ég leyfi mér alvarlega að skora á ritstj. ísafoldar að vera svo hreinskilinn, að nafn- greina brúðguma þennan, eða að minsta kosti í hvaða sveit hann á heima, því að ekki virðist það nema maklegt, að nafn hans yrði upp víst. Enn sé þetta ósatt, ætti sá sem borið hefir þetta út, að fá maklega ofanígjöf fyrir. Að endingu vil ég geta þess, að saga þessi hefir ekki mér borist til eyrna, fyrr enn ég sá hana í ísaf., enda mun hún ó- heyrð hér í sýslu. Verðr hún því tekin sem illgirnis-áburðr, ef ekki verða færð áreiðanleg rök fyrir henni, og það því fremr, sem drykkjuskapr bæði i samkvæmum og þar fyrir utan þekkist varla hér i sýslu. Rangárvallasýslu, 30. nóv. 1890. Þ. Guðmnndsson. Tíðarf'ar er hið æskilegasta, logn og frost lítil. Aíiahrögð. Talsverðr afli er nú kominn í Grarð- sjó af stútungi og ýsu. Bráðapestin hefir gert mikinn usla víða sunnan- lands í vetr og er enn að geisa. Bæjarstjórnarkosning. ígærfór fram kosning á 5 fulltrúum í bæjarstjórnina til 6 ára í stað Bjarnar Jónssonar, E. Th. Jónassen, Guðlaugs G-uðmunds- sonar, Guðmundar Þórðarsonar og Gunnlaugs Péturs- sonar. Kosnir vóru: Guðmundr Þórðarson, E. Th. Jónassen (endrkosnir), JónJensson, Gunnar Gunnars- son fátækrafulltrúi, og Þorleifr Jónsson. Árnesýslu, 22. des. Hafáttin og þíðan helst enn, er það orðinn furðu langr tími, síðan í byrjun sept- embermán., sem veðr hefir sjaldan hvarflað til norðan- áttar, og aldrei lengi í einu. Úrkoma hefir oft verið mikil og hrakasamt á skepnum, en snjóar eða frost aldrei til muna. Bráðapestin í sauðfénu er ekki hætt enn, og ekki heldr kvefveikin í fólkinu og kíghóst- inn í börnunum. — Enginn nafnkendr nýdáinn. — Ný kirkja vígð á Eyrarbakka fyrra sunnudag. Það gerði biskup sjálfr, enn prófastr og 4 prestar aðrir vóru til aðstoðar. Síðasta uppfunding' Edisons er sú, að reyna til að heyra hljóð þau, er gerast í sólunni við þau umbrot, sem valda sól- Prestrinn og ræninginn. Saga úr JBandarikjuuum. ^ÆR er nefndr Pensonville langt vestr á sléttunum í Banda- ríkjunum. Það var einn góðan veðrdag, að bæjarmenn vóru gengnir til tíða. Sólin skein svo bliðlega inn um hvassbogaglugg- ana á kirkjunni; rúðurnar í þeim vóru blágrænar á litinn og dró það nokkuð úr hitanum inni, enn þar var nógu heitt samt, því sumarhitinn lá eins og martröð yfir bænum og alt lá í dái. Eimlestin kom þar einu sinni við á hverjum sólarhring, og stóð stundarkorn við á áfangastaðnum, enn hún var alveg nýfarin af stað og var þvi alt sem kyrrast. Söfnuðrinn var af flokki kvek- j ara; þeir þúuðu alla. Helstu menn i bænum og rikustn vóru j af þeim flokki. Organið hljómaði, og söfnuðrinn söng undir; } „bassa“-rödd karlmannanna og skær og blíð rödd húsfreyjanna j og ungu stúlknanna fór vel saman. Þegar söngnum var nær j lokið, sté prestr í stól. Hann var ungr maðr, fólleitr og grann- leitr. Enn í sama bili var lokið upp forkirkjunni og inn kom maðr alskeggjaðr í gráröndóttri skyrtu og i hvítum brókum með hálfstígvél á fótum, enn hafði sína marghleypu í hvorri hendi „Eg er Tom Jarvis“, öskraði hann með þrumandi röddu. „Biddu fyrir mér“. Söfnuðrinn var sem þrumulostinn. Það var enginn annar enn ræninginn voðalegi, sem allir vóru dauðhræddir við. Hér- aðstjórinn sem var alkunnr kjarkmaðr, fólnaði upp ; og líkskoðar- inn og dómarinn nötruðu af hræðslu; þeir þóttust vita, aðkomu' maðr mundi fyrst eiga erindi við þá. „Biddu fyrir mér“, öskraði ræninginn aftr og miðaði með marghleypunum. Allr söfnuðrinn, karlar og konur, grúfðu sig niðr að stólbrík- unum og báðu guð að hjálpa sér. Prestr stóð einn uppi og hvesti augun á ræningjann. „Biddu fyrir mér, prestr“, þrumaði ræninginn í þriðja sinni svo hátt, að kirkjuveggirnir nötruðu.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.