Fjallkonan


Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. VIII, l. blettunum. Tilraunir bessar eru mjög stórkostlegar. Við Og- j den i New- Jersey er seguljárnfjall mikið og liggr djúpt í jörðu. | Með J)ví að stormar og náttúrubyltingar í sðlunni gera ábrif á j jarðsegulmagnið, sem segulmælaruir í stjörnuhúsunum berlega j sýna, hugkvæmdist Bdison, að þessí áhrif á jörð vora gætu j talsvert eflst ef lagðir væru langir lsiðsluþræðir þar sem segul- j járn er í jörðu, því lí slíkum þráðum verðr vart við hverja j breytingu í jarðsegulmagninu. Ef nú teletðn er settr í sam- band við þræði þessa, mundi heyrast hvað fram færi í sólunni. j Eefir Edison þegar byijað á, að leggja þessa þræði umhverfis fjallið. Brú yfir Stólpasund. í Frakklandi befir myndast félag, sem á að gera brú yfir Stólpasund, ekki samt við Miklagarð, [ heldr þar sem sundið er mjóst (um 780 metrar á breidd). Brúin á að verða í einum boga 70 metra háum, svo stærsta j skip geti gengið undir hana. Ensk-íslenskt fjárkaupafélag. Um leið og ég þakka mínum viðskiptamönnum j fyrir þessa árs fjárverslun, læt ég yðr hér með vita, j að ég kaupi sauðfé næsta ár, og ef þér þurfið eitt- hvað að vita viðvíkjandi næsta árs verslun, getið j þér snúið yðrtil umboðsmanna minna sem eru þessir: Hr. Stefán Stephensen á Akreyri fyrir Þingeyjar og Eyjafjarðarsýslu — Þorvaldr Arasen á Flugumýri fyrir Skagafjarðarsýslu. — Benedikt Blöndal í Hvammi fyrir Húnavatnssýslu. — Guðmundr Einarsson í Nesi og — Þórður Jónsson í Ráðagerði fyrir Borgarfjarðar-, Kjósar og Gullbringu- sýslu. — Magnús Gunnarsson í Reykjavík og — Þórðr Guðmundsson i---------- fyrir Árnes- og Rángárvallasýsl. Reykjavík 1. desember 1890. Georg Thordahl. Máttleysi, magaverkir. Þegar ég undirskrifaðr í meir en ár hafði þjáðst af þessum kvillum, svo og af veiklaðri meltingu og þrýsting fyrir hjartanu, og árangurslaust brúkað 12 j flöskur af „Brama-lífs-elixír“, sem ég keypti í mate- rial-verzluninni í Randere, reyndi ég að kaupa hjá kaupmanni Paulin Winge í Randers „Kína-lífs-elixír“ frá Valdemar Petersen í Frederikshavn, og eftir að ég hafði brúkað 4 flöskur af honum, er ég albata af nefndum kvillum, jafnframt og matarlystin og kraftarnir hafa fyllilega náð sér aftr. Ég er því sannfærðr um, að mér er óhætt að mæla með þess- um ágæta Elixír við hvern þann, er þjáist af ofan- nefndum kvillum. Asíerg pr.Faarup. Carl Petersen. Kíua-lífs-elixíriun, hinn eina ekta, hafa þessir kaupmenn til sölu: Hr. E. Felixson, Reykjavík. — Helgi Jónsson, Reykjavík. — Helgi Helgason,-------- — Magnús Th. S. Blöndahl, Hafnarfirði. — Jón Jasonsson, Borðeyri. aðalútsölumaðr norðanlands. Á þeim verslunarstöðum, þar sem engin útsala er, verða útsölumenn teknir ef menn snúa sér beint til Waldemar Petersen, er býr til hinn eina ekta Kína-lífs-elixír. Frederikshavn, Danmark. Dr. med. W. Zils, læknir við konunglegu liðs- manna-spítalana í Berlín, ritar: Bittirinn Brama-lífs-eiexír er framúrskarandi hollt og magastyrkjandi meðal. Berlin. Dr. med. W. Zils. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firma- merki vor á glasinu og á merkisskildiuum á miðanum sést blátt Ijðn og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bídlner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða BramaAífs-elúcír. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Nörregade No. 6. Harðflskr, saltfiskr og tros fæst enn í verslun Sturlu Jónssonar. Hollenskir vindlar og reyktóbak (tvær stjörnur etc) fæst í verslun Sturlu Jónssonar. Sauðskinn fást í versluu Sturlu Jönssonar. Félagsprentsmiðjan. — Prentari Sigm. Guðmundsson. Prestr lét sér ekki bilt við verða og svaraði hóglega: „Ég hefi oft beðið fyrir þér, bróðir, því þú ert maðr, sem mik- ið er í varið, enn heimrinn hefir farið iUa með þig. Enn þar sem þú skipaðir mér það, geri ég það ekki. Hvað mundi það annars duga þér?“. „Biddu fyrir mér, prestr, ella skal ég skjóta þig“. „Ég hefi sagt hvað ég geri, bróðir, og þar við stendr“. Ræninginn lyfti upp hægri handleggnum og gekk eitt fet á- fram til að miða nákvæmar. Hann horfði á prestinn og tindr- aði úr augum hans. Hann lét handlegginn ósjálfrátt síga niðr aftr og miðaði marghleypunni beint á enni prests, enn prestr hopaði ekki eitt fet að heldr. í sömu svipan rak ræninginn upp hljóð og rauk út úr dyrunum og heyrðist hár hvellr, er hann skelti ytri hurðinni, og síðan hófdynr á steiniögðu strætinu, er hann reið burt. „Kæru systkin", sagði prestrinn, „þessi vilti maðr hefir sýnt, að jafnvel harðvítugustu menn geta ekki haft taumhald á sjálf- um sér. Kostum kapps um, að vera hvorir öðrum eins og bræðr- um og systrum hlýðir“. Síðan fór hann að prédika út af sunnudags textanum. Seint um kveldið sat prestr einn í herbergi sínu og las i kveld- blaði bæjarins. Hús hans var utarlega í bænum og glugginn i lesklefa hans vissi upp að fjallgarðinum, sem var að sjá sem biksvartr veggr á sléttlendinu. Alt í einu vóru barin þrjú högg á gluggann. Prestr lauk upp glugganum, og spurði hver úti væri. „Það er ég Tom Jarvis; ég er vopnlaus, lolaðu mér að koma inn“. Prestr gegndi engu, lét aftr gluggann og lauk upp húsinu. Ræninginn fór inn. Prestr benti honum á stól. Ræninginn horfði á hann flóttalega og settist niðr nokkuð fljótlega. „Er það satt, að þfi hafir beðið fyrir mér, prestr“, sagði ræn- inginn eftir litla stund. „Ég hefi aldrei ósatt orð talað, bróðir", sagði prestr. „Ég var heldr ekki í efa um það, annars hefði ég ekki komið“. [Framh.j

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.