Fjallkonan


Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 06.01.1891, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. VIII, l. og svo er hér víðast, nema þar sem sandjörð er. Enn til að fyrirbyggja ofrakaþarf að lókrœsa alla þá matjurtagarða, sem moldjörð eða leirjörð er í, og auk þess, ef kostr er, bera sand til muna í moldargarð- ana til að gjöra jörðina hlýrri. Ætti helst að vera sand- blendingr alt að helmingi.' Svo á að bylta sáðreit- unum 5—10. hvert ár: taka fyrst skurð meðfram einum kantinum 2—3 feta breiðan, og 2 feta djúp- an ef kostr er, fylla svo þann skurð með moldinni úr öðrum, jafnbreiðum og djúpum alveg samhliða hin- um, og svo framvegis, þar til öllu er umbylt; má þá bera moldina úr fyrsta skurðinum í hinn síðasta eða dreifa henni út yfir allan reitinu. Þetta er gert til að endrnýja jarðveginn og losa, sem hvorttveggja eykr frjósemina. Það er og eina ráðið til að eyði- leggja arfann. E>ar sem veðranæmt er, gera rokviðri i oft skaða á nýsáðum görðum. Við því kynni að vera nokkur vörn að strá þangi yfir garðinn þegar búið er að sá. þar sem í það næst. Einnig getr það nokkuð varnað arfa, eða tafið fyrir honum, enn kartöflugrös- unum gerir það ekkert til; þau leita upp milli þang- blaðanna. Aftr á móti yrði að taka þangið af kál- beðum, þegar fræið færi að spíra upp úr moldinni. Best væri þó auðvitað, að pæla þangið innan um moldina til að binda hana fyrir viudi. Áburðinn má þó ekki spara i garðana. Ávöxtrinn myndast af nær- ingar efnum úr jörðinni, sem eyðist við hverja upp- skeru, ef þeim ekki er viðhaldið. Maðr getr ekki búist við að fá margar tunnur ár eftir ár úr görðun- um án nægilegs áburðar, fremr enn mikla nyt úr sveltri kú. Hagr þurrabúðarmannanna mundi batna, ef þeir kæmu sínum 400 ferföðmum í þá rækt, að þeir gæfu af sér 40 tunnur af matjurtum árlega; og það má takast. yii. Hallærislán eða atvinna. Síðastliðnar 4—5 vertíðir hafa mátt heita mjög rýrar við Faxaflóa. Enn þegar sjávargagnið bregst um tíma, ber fljótt á skorti meðal fátæklinganna í veiðistöðunum, sem lítið eða ekkert hafa annað við að styðjast oft og tíðum, enn eins hlutar von úr sjón- um. Og líklega verðr skortrinn víða tilfinnanlegr, ef ekki verðr gott fiski í vetr. Hvað er þá til ráða? Enn hallærislán eins og vant er! liggr beinast við að svara. Einn hinn landbúnaðarminsti sjávarhreppr- inn, Bessastaðahreppr, hefir þegar leitað sýslunefnd- i arinnar um að „afstýra yfirvofandi hungrsneyð í hreppnum“ og fengið auk þess leyfi sýslunefndar til | að selja eða veðsetja jarðeign sem hrepprinn á. Skal jarðarverðinu og láninu „eingöngu varið til að afstýra hungrsneyð bjargþrota heimila“ (sjá sýslufundargjörð- ir Kjósar og Gullbringusýslu. október 1890). Mér hefir oft verið að detta í hug, hvort eigi mætti vinna meira gagn með styrkveitingum þessum, og hverjum öðrum fátækrastyrk, sem heimilisfeðrum er lagðr, enn eingöngu að útvega matfóng fyrir hann. | Ég hefi heyrt, að í veiðistöð einni, sem fekk gjafa- j styrk til að afstýra hungri í fiskileysistíð fyrir nokkr- J um árum, hafi sveitarstjórnin útbýtt styrknum þannig, að hún lét alla þá þurfalinga, sem unuið gátu, draga grjót til barnaskólahúsbyggingar, og borgaði þeim vinnuna jafnóðum af styrktarfénu. Fyrir þetta komst þar upp barnaskólahús, eitt með bestu sveitaskóla- húsum hér á landi. Skólinn hefir síðan staðið með góðum kennurum árlega, og bætt svo siðferði og menn- ing sveitarinnar, að það sem áðr þótti á lágu stigi, er nú talið með því betra í því héraði. Hefði öllum hallærislánum og gjöfum á undanförnu harðæristíma- bili verið þannig varið til að koma fram nytsömum fyrirtækjum, sem þjóðin nyti góðs af um ókominn tíma, mundu þau ekki hafa orðið eins óvinsæl. Margt má vinna, sem framför sé að, og það jafnvel á vetr- um. Með hallærislánum suðrhreppa Gullbringusýslu hefði mátt leggja veg suðr ytír hranniu, sem enn er illfær. Álftnesingar hefðu getað ræst og ræktað Ey- vindarstaðamýri, aðalmótekju- og beitarland þeirra, sem nú er vatnsfull mógrafapæla — og það net, sem árlega veiðir kýr þeirra og hesta —, svo að hún væri nú að minsta kosti fær yfirferðar og gott beitariand. Væri hún gagnlega ræst, mætti fá mikinn mó úr vatns- bökkum i henni. Fyrir lán það, sem þeir fá út á jörð sveitarinnar nú, geta þeir, ef til vill, komið þar upp stórum, vel ræktuðum jarðeplagarði: látið styrk- þyggjendr girða hann, lokræsa, bylta, blanda, bera í þara m. fl.; keypt útsæði fyrir sama fé, látið styrk- þiggjandi konur eða aðra liðléttingja sá og hirða hann að sumri og framvegis, og varið svo ávextinum í þarfir fátækra í hreppnum. Það gæti munað um t. d. 50 tunnur árlega = 4—500 kr. virði! Slíkum „fátœkraakriu ætti að koma upp í hverri sveit, þar sem girðingarefni, hagkvæmlega samsett jarðefni, þara- rekald til íburðar og önnur skilyrði fyrir góðri mat- jurtarækt væru. Er eigi ólíklegt, að fá mætti svo sem dagsláttublett á hentugum stað leigðan eða keypt- an í hverri sjávarsveit. Við þetta mætti veita fátæk- lingum atvinnu og borga þeim úr sveitarsjóði, án þess að þeir fyrir það þægju sveitarstyrk, því sjóðrinn fengi endrgjaldið af uppskerunni. Enn það er mikils- vert að þurfa eigi að svifta fátækan mann réttindum þó hann í svip þarfnist styrks, eða jafnvel geta forðað honum frá slíkri glötun árum saman með atvinnu- veitingu. Margar þessu líkar tillögur - mætti koma fram með, sem geta gilt fyrir öll hreppafélög; víðast eru meira eða minna „ónotaðir kraftar“, sem gera má arðberandi. Það mundi alstaðar farsælla að veita vinnandi fátæklingum atvinnu, enn að fæða þá án fyrirhafnar. Að borða ölmusubitann heima fyrirhafn- laust, er dáðdrepandi, enn að lifa af ávexti iðju sinn- ar eykur kjark og sjálfstæðistilfinning manna. Veitið því þurfalingnum atvinnu, við arðberandi fyrirtæki. Þó taka þurfi lán til þess, getr það borgað sig marg- faldlega. Til S. G. í 102. tölubl. ísaf. stendr gr., sem einungis eftir niðrlagi fyr- irsagnarinnar að dæma yirðist eiga að vera svar frá S. G. (þetta er i birtunni Sigm. Guðmundsson) uppá grein mína um strandferðirnar hér, er stóð i Fjallk. 16. des. þ. á., og leyli ég mér að fara fáeinum orðum um það, sem mér kemr við i nefndri grein og svara vert virðist. Það er ávalt föst regla hjá heiðvirðum mönnum, þá er þeir rita um eitthvað, að þeir rita um málefnið, enn sneiða persónu- lega hjá manninum, svo framarlega sem þess ekki nauðsynlega við þarf til skýringar á málefninu. Enn þá reglu hefir Sigmundur Guðmundsson rækilega forðast; þvi það eru ekki yfir 2—3 lín- ur i yfir heilum dálki í svarnefnu hans í ísaf., er snertir hið minsta málefnið; enn það eru þessi orð: „Ég hefi alls eigi kom- ið út í Thyra síðan Hovgaard tók við henni“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.