Fjallkonan


Fjallkonan - 07.04.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.04.1891, Blaðsíða 1
Kemrút áþriftjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) tlpplag 3600. Gjalddagi í júli. FJALLKONAN Dppsögn ögild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. oktöber. Skrifstofa og afgreiftsla: Yeltusund 3. VIII, 14. REYKJAVÍK, 7. APRÍL 1891. Ný þingmannskosning. Með því að 2. þingmaðr Rangæinga, Þorvaldr bóndi Bjarnarson, hefir lagt niðr umboð sitt, stendr nó til að Rangæingar kjósi alþingismann i stað hans. Vér efumst ekki um, að í átthögum Tómasar Sæ- mundssonar megi finna eitthvert nýtilegt þingmanns- efni, og þykir því líklegt, að Rangæingar litist um heima hjá sér áðr enn þeir seilast eftir þingmanns- efni í önnur eða fjarlæg héruð, því að margt mælir með því, að þingmaðr sé búsettr í kjördæmi sínu eða sem næst því. Rangæingar hafa að líkindum einhvern bónda, er hæfan mætti telja tii þingmensku. Bændaflokkrinn á að réttu lagi að vera langfjölmennastr á þinginu, enn það er hann ekki enn. Þótt margir prestar hafi reynst vel á þingi, virðist oss þeir vera þar alt of margir, því að vér viljum ekki gera þingið að „syno- dus“, og aðrir embættismenn eru sannarlega helst til margir á þingi, enda má og sjá afleiðingar þess í ýmsum fjárbitlingum og launaviðbótum. Þjóðólfr hefir lagt til, að Rangæingar kjósi hr. Sigurð Briem, sem nú er settr sýslumaðr í Árnes- sýslu, og telr honum það einkum til gildis, að hann sé kandídat í stjórnfræði og slíka menn sé sjálfsagt j að kjósa á þing. Skaði er það líklega, að ekki er hægt að skipa alla þingbekkina kandídötum i stjórn- ! fræði frá Khafnarháskóla. Fyrirlestrar prófessoranna j dönsku eru sjálfsagt heilnæm lind fyrir islenska stjórnmálamenn. Enn ætli það væri þó ekki hollast, l að bændrnir gætu haft flesta málsvara á þingi úr sín- í um flokki, þar sem þeir eru allr þorri landsmanna? Ekki er þetta svo að skilja, að vér höfum neitt á móti hr. Sigurði Briem sem þingmannsefni. Vér höf- um fyrir satt, að hann sé drengr góðr og maðr vel að sér, eins og þeir frændr fleiri. Nú sem stendr sitja á þingi þrír bræðr hr. Sigurð- ir Briems, Eiríkr, Ólafr og Páll, og verði hann kos- inn, verða fjórir bræðr í neðri deildinni. Þetta þyk- ir oss varhugavert. Vér ætlum það væri æskilegast, að ekki sætu margir menn á þingi, sem væru bundn- ir hver öðrum að skyldleika eða venslum, því að með því móti verða þeir ekki svo óháðir hvor öðr- um sem vera ætti. Komist hr. Sigurðr á þing, verða þeir bræðr fullr flmtungr neðri deildarinnar. Þótt vér höfum ekkert á móti þessum mönnum í sjálfu sér, álítum vér að þingið gæti orðið of „brímskt“ með þessu móti. Vér viljum því heldr telja Rangæinga á að kjósa einhvern efnilegan bónda innan héraðs eða í Árnessýslu. A+B. Vísindi og trúarbrögö. Skozkr prestr. Charles Strong að nafni, forseti rit- félags hinnar skozku kirkju í Melbourne, skoraði á hæstaréttardómara (G. Higinbotham), að halda fyrir- lestr um vísindi og trúarbrögð. Hann varð við áskor- un þessari og hélt fyrirlestr í lárhju um þetta efni. Ræðumaðr leiddi fyrst athygli að því, að djúp það, er skildi klerkdóminn frá mentaðri alþýðu, græfist æ dýpra og dýpra í hinum ýmsu löndum ár frá ári, og það því fremr sem alþýðan leitaði sannleikans með meiri og meiri áhuga. Orsakir þær, er ollandi væri þessu aðskilnaðar djúpi, hvað hann auðfundnar í þeim fá- dæma framförum, sem vísindin hefðu tekið, og gerðu nýja og æðri guðshugmynd enn menn hingað til hefðu haft að óhjákvæmilegri nauðsyn. Mentaðr leikmaðr á vorum tímum getr ekki gert sig ánægðan með guð eins og kirkjan lýsirhonum. Það er í hans augum óhugsandi, að hjá guði eigi gjörræði sér stað, hugþóttaleg hylli, reiði og hefnisöm hegning. Enn þótt meðvitund hins mentaða leikmanns sé í andstæðu horfl við kirkjunnar trúarbrögð, þá er hún ekki í neinu slíku andstæði við trúarkenningu Jesú Krists. í henni eru ekki neinar þesskonar kreddu- setningar (,,dogmur“), sem ofbjóði náttúrlegri sam- visku mannsins og skynsemi hans, og aðalorsök þess að klerkastéttin í öllum kristnum kirkjum hefir ekk- ert fræðandi eða siðandi afl gagnvart hinum ment- uðu leikmönnum, hún er einmitt sú, að klerkastéttin heldr dauðahaldi í þessar kreddur.^ Menn samsinna að vísu kreddum þessum með vörunum, enn í reynd- inni og í breytni sinni taka menn ekkert tillit til þeirra. Þessar kreddur hafa myrkvað og falsað trú- arkenningu Krists og verið hennar skæðustu óvinir og jafnframt hafa þær hlaðið þeirri byrði á samvisku og skynsemi hins kristna heims, sem nú er orðin óþolandi. Kirkjan þarfnast því endrlögunar frá rót- um. Enn upptökin að þeirri endrlögun verðr alþýð- an að eiga og mótstöðu prestanna gegn henni verðr að brjóta á bak aftr. Leikfólkið á að krefjast þess að prestarnir séu leystir frá þeirri skyldu, að undir- rita trúarjátningar og kirkjulegar kreddusetningar. Þá mun þess ekki vera langt að bíða, að bæði prest- arnir og leikfólkið gleyma þeim og við það mun hvoi;- ugum meint verða. Ræðumaðr kvaðst saunfærðr um, að flestir mentað- ir leikmenn hefðu sömu skoðanir, sömu tilflnningar í þessu máli sem hann. „Enn þeirþegja“, — sagði hann. „Það er ekki neinn á meðal vor, sem ekki í orði kveðnu samsinnir mörgu því, er hann ekki trúir og ekki getr trúað. Enn slík samsinning án trúar getr með engu samrýmst við heiðvirði það og hreinskilni, sem hverjum drenglyndum manni er ætlandi. Allir mentaðir leikmenn, hverrar kirkju sem þeir eru, þeir sem ekki hafa varpað trúnni á guð fyrir borð, ættu að bindast samtökum og fleygja út úr kirkjunum þess- um gömlu villukreddum, svo kirkjurnar styðjist fram- vegis einungis við hina einföldu, enn jafnframt djúp- sæju heimspeki, sem Kristr kendi og augljósa gerði í sínu dýrðlega líferni“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.