Fjallkonan - 07.04.1891, Blaðsíða 3
7. apríl 1891.
FJALLKONAN.
55
drykkjar. Blöðin eru þurkuð við eld, steytt síðan
i mortéli og er mylsnan eða duftið ljósgrænt á lit.
Drykkrinn er sagðr hressandi, einkum að morgni
dags og bætandi fyrir meltingu, sérstaklega bollr
og styrkjandi fyrir þá, er ganga að likamlegri vinnu.
Te-efni þetta er helmingi ódýrara enn venjulegt te,
eða vel það, því að það þolir vel að oftar sé seytt
af því. „Kafí'e'in“ eða kaffiefni er nokkurt í Maté,
0,41°/0 í þeirri tegund sem mest er í. — Hér á
landi væri ekki vanþörf á drykkjarefni þessu, ef
þessi vitnisburðr blaðanna um það er sannr og
áreiðanlegr, og er ekki ólíklegt að kaupmenn flytji
hingað dálítið af því til reynslu.
Áminning.
\
Góð trú finnur gott í breyskri mynd,
gjörvöll myndar félög kærleikebanda;
Uskutrú er oft hin mesta synd,
eyðing manna, sveita, þjóða, landa.
Fæðir hræðslu, fjandskap, morð og stríð,
fyllir jörð með lygð og ranga dóma,
slitur ótal ástarböndin þýð,
eignar Guði sjálfum vonsku tóma.
Hún til okkar höggorm sendir enn,
hulinn stolnum siðalögmáls klæðum,
dátt sem lokkar litilsiglda menn:
last í kvæðum, blöðum, sögum, ræðum.
*„Kistur og kransar, lyng og landauðn".
Flestum þykir skemtilegt og mikils um vert að lesa fróðlegar
greiuir í blöðunum um landsins gagn og nauðsynjar eftir ýmsa
merka menn, sem finna hvöt hjá sér til að skrifa um margt af
því“sem ábótavant er í þessu okkar landi, og satt að segja hef-
ir mörgum, og í þeim’hóp er ég, þótt mikið koma til að lesa
eftir alþingismann hr. Þorlák Guðmundsson, því hann hefir skrif-
að með hógværð og skynsemi. Enn nú setr hr. Þ. greiu i 7. bl.
Isaf. þ. á., sem enginn skyldi halda að væri eftir mentaðan mann;
hann fer að óskapast útaf krönsum á líkkistunum! Þér hafið
sannarlega haft lítið umtalsefni, hr. Þ., að taka þetta fyrir; ég
skal, ef églifi, nákvæmlega skoða alþingistiðindin næst, og sjá
hvort ekkert var annað af undirbúningsmálum nauðsynlegra fyr-
ir yðr að skrifa um enn þetta.
Óþarfa og hégómlegt viðhafnar prjál fólks, sem þér farið að
slá um yðr"með, ætla ég að sleppa að svara. Þó vil ég spyrja:
hvað kallið þér óþarfa og hégóma? enn það getr nú verið svo
margt hjá yðr, t. d. ef maðr er vel búinn. Annars er að heyra,
að þér viljið draga yðr frá þessu veraldar prjáli, gerast munkr
og ganga í klaustr.
Tólfunum kastar þegar þér farið að tala um að jörðin sé upp-
rifin og gerð að langvinnri landauðn vegna kransanna, alt tek-
ið í leyfisleysi, ófrjálsir kransar lagðir á kistur þeirra framliðnu,
landið gert að óuppræktanlegri eyðimörk fyrir hina komandi kyn-
slóð, sem þessvegna lifi við fiskleysi, kulda og klaka! o. s. frv.
Huggið yðr við það, að enginn hlýðir yðr; í sjálfu sér varðar
yðr ekkert um, hver þenna sið hefir, og ætti ég heima nálægt
yðr, mundi ég ekki spyrja yðr að því, hvort ég rifi 2 eða 3
lynghríslur upp úr landi yðar, hafandi í huga, að fjárhópr Þor-
láks míns, föðurlandsvinarins, mundi ekki drepast úr hor fyrir þess-
ar fáu hríslur.
Að endingu get ég þess, að lifi ég yðr, og verði ekki því lengra
í burtu, mun ég láta skrautlegan krans á kistu yðar, ekki eig-
inlega af söknuði, ég hefi aldrei talað við yðr, og er yðr ekkert |
kunnug, enn af virðingu fyrir yðr, sem einum af okkar gððu !
framfara bændum.
Kona.
Eg veit þannig angri með og blygð
er hún rótin verstu synda minna,
kom mér til að kveða níð og lygð,
kannske þar með æru-manndráp vinna.
Ég af stolnum leirskáldanna leir
ljóta skrípamynd af öðrum gerði:
óska ég hún aldrei sjáist meir,
eiliflega brend og glötuð verði.
Ykknr hjá ég óx i löstum þeim,
illmálugu smiðir skripamynda!
sem með“þeirra svarta jötunheim
sálu vorrar þjóðar ætlið blinda.
Uns hfin þykist ilsku tóma sjá,
elsku, trú og dygð og þreki glatar,
æskan blekkist, ergist, villist þá,
innp lasta völundhúsið ratar.
Allir brennum alt vort níð og lygð!
engil-fyrirmyndir sköpum góðar:
réttleik, sannleik, virðing, traust og trygð
til að frelsa æskulýðinn þjóðar.
Enn þær myndir ei er nóg að sjá,
æskan verður finna þær og reyna
í oss sjálfum — opnum henni þá
englageiminn: kærleiks faðminn hreina.
Hún mun trúa — líku gjalda likt —
lífið þjóðar mun þá endurrísa
frjálst og öflugt, fagurt, traust og ríkt,
frægri þjóðum eins og stjarna lýsa.
Guðm. Hjaltason.
6]
Bitstjórinn í leiðsludáinu.
Að svo mæltu rauk prestr út, enn maðrinn í klefanum leit
fram um gættina og sagði með köldu glotti :
„Þriðji árangr af hreinskilninni: Yðar góða mannorð sem
kristins manns er farið — og vaknið þér nú“.
1 þvi sló kl. 7.
Ritstjóranum hnykti við, og honum fanst sem hann vaknaði
af svefni. Hann stóð upp og lauk upp klefahurðinni og ætlaði að
tala við hinn ókunna mann, enn hann var þar ekki. Hann leitaði
á borðinu eftir ritgerðinni um lygina, enn gat ekki heldr fundið
hana. Svo fór hann út i prentsmiðjuna og spurði verkstjórann,
hvort hann hefði ekki fylgt séra Snap inn í skrifstofuna, enn
verkstjórinn kvaðst ekki hafa orðið var við hann. Hann kvaðst
hafa lokið upp skrifstofudyrunum einu sinni, enn, af því sér
hefði sýnst ritstjórinn sofa, hefði hann ekki viljað gera vart
við sig.
Ritstjórinn fór aftr í skrifstofuna og settist niðr. Það lágu
þrjú bréf á borðinu og þau vóru öll rifin upp. Eitt þeirra var
frá þingmanninum, vini hans, og var efni þess, að hann bað
ritstjórann að mæla með því að hinn nýi sporvegr yrði lagðr;
hann skyldi síðar færa honum heim sanninn um það, hve nauð-
synlegt það fyrirtæki væri. Annað bréfið var frá kærustu hans,
og bað hún hann, að skrifa langa lofgrein um það, hve vel
Miss Carr hefði sungið. Þriðja bréfið var eftirrit af líkræðu
yfir Stallman og nokkur orð neðan við frá séra Snap til rit-
stjórans.
:: „Nú, jæja“, sagði ritstjórinn og var sem þungum steini væri
velt af honum, „ég hefi sjálfsagt lesið þessi bréf, sofnað síðau
og dreymt þetta alt saman. Enn er það ekki dæmalaust, að
mér skyldi geta dottið annað eins í hug, enda þótt ég væri
sofandi? Það hlýtr að koma af óreglu í blóðinu; ég ætla að
fá mér ríflega inntöku af sarsaparilla og hátta fyr enn ég er
vanr“.