Fjallkonan


Fjallkonan - 07.04.1891, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 07.04.1891, Blaðsíða 4
56 FJALLKONAN. vm, 14. Veðrblíða hefir verið þessa viku. Afialaust eun við Faxaflóa. Varð að eins vart á Sviði í gær. Þilskipið „Engeyin“ kom í gær og hafði aflað lítið (um 2000). — Aflalítið er við ísafjarðar- djúp, enn hlaðafli undir Jökli. Druknanir. Á Stokkseyri, á Músarsundi, sem kallað er, varð skiptapi 25. f. m. Fórust 9 menn, alt efnismenn á bezta aldri. Formaðr Sigurðr G-ríms- son bóndi á Borg í Stokkseyrarhrepp. Þann dag var bæði brim. fjúk og stormr; var þó róið á Stokkseyri og Loftsstöðum, enn ekki á Eyrarbakka. Þeir, sem drukknuðu, vóru, auk formannsins, tveir vinnumenn hans: Jóhannes Guðmundsson og Jónas Jónasson, Sveinbjörn Filippusson bóndi í Stekkunum í Sand- víkrhrepp, Þorsteinn Þorsteinsson frá Keykjum á Skeið- um, Kristján Gíslason vinnumaðr frá Vatnsleysu í Biskupstungum, Guðmundr vinnumaðr frá Stórahofi í Eystrihrepp, Jón Hannesson frá Haukadal á Rang- árvöllum, elzti sonr ekkju þar, og Erlendr Einarsson vinnumaðr frá Arnarbæli í Grímsnesi. 4. marz fórst bátr á Jökulfjörðum með 2 mönnum. Benjamín bónda Einarssyni á Marðareyri og Sigurði barnakennara Stefánssyni. Fjárskaði varð 25. f. m. að Öndverðunesi í Gríms- nesi; hraktist yfir 30 sauðfjár í Hvítá. Bráðkvaddr varð þann (25. eða) 26. mars Jón bóndi Einarsson á Laugum í Hraungerðishrepp. Var að koma heim frá gegningum og var vinnukona hans með honum. Þá er þau áttu fáa faðma að bænum, hneig hann alt í einu niðr, án þess að áðr sæist eða heyrðist að hann kendi sér nokkurs jjmeins. Hann var þegar borinn inn og læknir sóttr; enn þá fanst ekkert lífsmark með honum. Hann var á sjötugsaldri. Samsöngr var haldinn 30. mars í kirkjunni á Eyrarbakka til ágóða fyrir hana. Var hann fremr vel sóttr og þótti góð skemtun. Bæjarbruni. í páskaviku brann bærinn í Rauðs- eyjum á Breiðafirði hjá Jóni bónda Jónssyni, er þar býr. Það var um nótt, og var haldið, að eldrinn hefði kviknað i eldiviðarkassa, sem stóð nærri elda- vél. Mállaus maðr varð fyrst var við eldinn, enn þegar aðrir vöknuðu hafði eldrinn læst sig um öll hús. Gömul kona brann þar inni og fóstrbarn hjón- anna. Engu varð að sögn bjargað nema tvennum rúmfötum. . Þetta er efnaheimili, og hefir því fjár- tjónið eflaust verið mikið. Hafísliroði var kominn inn á ísafjarðardjúp (hjá Bolungarvík), er síðast fréttist, og vóru kuldar mikl- ir vestanlands. fshroði Líka sagðr á Húnaflóa. Vestmannaeyjum, 27. mars: Aflabrögð lítil hér, enda gæftir J stopular; einu sinni róið þessa viku og fiskaðist litið. Hæstr j hlutr er 180, minstr 30, jafnast um 100. — Verðhœlchin á út- I lendum vörum varð hér í vetr, auk þess sem áðr er getið, að mjöl hækkaði um 2 kr. og kol um 50 au. — Úr kíghóstanum, eða hans afleiðingum, dóu hér 4 börn. Árnessýslu, 31. mars: Oftast hefir verið norðanátt síðan um jafndægr. Hörðust núna fyrir bænadagana. Þá var líka hvass- viðri, einkum neðan til í sýslunni. — AJli allgóðr þegar gefr, enn gæftir stirðar. Mest aflast ýsa, þorskr í minsta lagi. i -------------------------——--——.— _____________________ Á Reykjavíkr Apóteki fæst: Sherry fl. 1,50 Öll þessi vín eru Portvin hvítt fl. 2,00 aðflutt beina leið do. rautt fl. 1,65 frá hinu nafn- Rauðvín fl. 1,25 fræga verslunar- Malaga fl. 2,00 félagi Compania Madeira fl. 2,00 Holandesa áSpáni Cognac fl. 1,25. Rínarvín 2,00. Vindlar: Brasil. Flower 100 st. 7,40. Donna Maria 6,50 Havanna Uitschot 7,50. Nordenskiöld 5,50. Renommé 4,00. Hollenskt reyktobak, ýmsar sortir, í st. frá 0,12 — 2,25. Hús til leigu. Hálft húsið (niðri) nr. 4 í Thor- valdsensstræti, fyrir miðjum Austrvelli, 4 stofur á- samt eldhúsi, geymsluhúsi, kjallara og hálfum garði, fæst til leigu frá 1 okt. næstk. Menn snúi sér til eigandans, adjunkt Stgr. Thorsteinsson. A'firlýsing. Eftir beiðni skal þess getið, að séra Jóhann Þorsteinsson í Staíholti er ekki höf. að rit- gerðunum um „Framfarir, vestrfarir og aftrfarir", sem eru í 3—5 tbl. Fjallk. þ. á. Bækr þessar fást enn hjá Sigurði Kristjánssyni: Þýsk lestrarbók eftir Stgr. Thorsteinson, bundin kr. 3,75. Róbínson Krusóe bund. 1,00 kr. í skrautb. 1,25 ób. 0,75. Söngvar og kvœði (útg. Jónas Helgason) 5—6 h. hv. 1,00. Svanhvít 0,75. Lear konungr, Sakúntala og Savitri (í einu lagi) 0,50. Útgefandi: Valdimar Asmundarson. Félagsprentsmiðj an. Daginn eftir komu í blaðinu „Vegvísi" ýmsar ritgerðir, og skulum vér að eins nefna fyrirsagnir sumra þeirra: * * * „Hinn nýi sporvegr. Fjölsóttr fundr af málsmetandi mönn- um í borginni ákveðr að koma þessu málefni í kring. Gagn- semi vegarins fyrir borgina. Borgarstjórnin er siðferðislega skyld til að fallast á tillögurnar“. * * * „Snildarsöngr Miss Carrs í söngfélaginu. Áheyrendrnir, sem voru menn, sem best eru færir að dæma um söng, luku allir upp einum munni og klöppuðu lof í lófa, svo að dundi í salnum. Hin unga listakona hefir afbragðs söngrödd; framburðrinn er undr-þýðr og öll framkoma hennar laðandi, og má þvi telja víst, að hún á mikla frægð fyrir höndum“. * * * „Vor háttvirti félagsbróðir, Stallman bankari, var jarðsettr í gær; óvanalega fjölmenn likfylgd. Ágrip af hinni áhrifamiklu likræðu séra Snaps. Mörg félög hafa látið söknuð sinn í ljós. Örlæti og ráðvendni hins framliðna“. Mánuði síðar kvæntist Wilson ritstjðri Miss Weatherstone. Séra Snap gaf þau saman og Miss Carr stýrði söngnum í kirkj- unni. Við þetta tækifæri gerði eigandi blaðsins, Mr. Carr, rit- í stjórann að meðeiganda þess. Ekkja Stallmans sendi í brúðgjöf dýrindis hálsband af demöntum. Enn fremr fengu brúðhjónin silfrbikar að gjöf, fullan af gullpeningum, og var þetta letr grafið á: „Til hins ótrauða og óeigingjarna forvigismanns sann- leika og réttlætis frá aðdáurum hans í borginni". Þenna bikar gaf sporvegarfélagið, því að bæjarstjórnin hafði nú samþykt vegarlagninguna. Endir.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.