Fjallkonan


Fjallkonan - 07.04.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 07.04.1891, Blaðsíða 2
54 FJALLKONAN. vm, 14. Konráð Gíslason. Því var heitið í þessu blaði, er getið var láts Kon- ráðs Gislasonar, að geta hans síðar nánara. Hér skal því sagt frá helstu ævi-atriðum hans og lifs- starfi, og setjum vér jaínframt mynd af honum. Konráð Gíslason er fæddr á Löngumýri í Skaga- firði 3. júlí 1808. Foreldrar lians vóru Grísli sagn- fræðingr Konráðsson og Evfemía Benediktsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 18 ára. Lærði nokkuð undir skóla hjá Jóni prófasti Konráðssyni á Mælifelli; reri eina vertið (1826) hjá Bjarna bónda á Straumi í Hraunum, enn fór í Bessa- staða skóla haustið eftir og var útskrifaðr þaðan 1831. Þá fór hann til Kaupmannahafnar háskóla og tók aðgöngupróf (exam. artium) með 1. eink. og árið eft- ir annað lærdómspróf með sömu eink. Las í fyrstu lítið eitt lögfræði, enn hætti brátt við það nám og tók að leggja stund á norræna málfræði; varð stipen- darius Arna-Hagnæanus 1839; fekk veitingu fyrir kennaraembætti við latínuskólann í Rvík 1846, enn tókst það aldrei á hendr, og var svo skipaðr aukakennari (extraor- dinær docent) í Norðrlanda-málum við háskólann 1848, fékk prófes- sors nafnbót 1853 og varð reglu- legr háskólakennari 1862. Hann fékk lausn frá embættinu með eft- irlaunum 1886. Á grundvallar- laga ríkisþingi Dana sat hann 1848—49 sem konungkjörinn full- trúi fyrir íslands hönd. Hann var einn af stofnendum hins norræna bókmentafélags (nord. literat.-sam- fund) 1847, og lengi var hann og formaðr Árna Magnússonar nefnd- arinnar og skrifari í stjórn forn- fræðafélagsins. 1877 kvaddi kon- ungr hann til að mæta fyrir ís- lands hönd á háskólahátíðinni í Uppsölum, ásamt Jóni rektor Þorkelssyni, enn Kon- ráð fór ekki. 1868 gerði Uppsalaháskóli liann að heiðrsdoktóri. Ýms annar vegr veittist honutn. svo sem að hann varð heiðrsfélagi bókmentafélagsins ís- lenska, félagi í hinni sögulegu deild hins danska vis- indafélags og bréflegr félagi vísindafélagsins í Ber- lín. Hann var r. af dbr. og dbr. m. og riddari af sænsku norðrstjörnunni o. s. frv. Konráð má eflaust telja einna lærðastan málfræð- ing í norræni málfræði, sem uppi hefir verið. Þó hefir hann ekki ritað mjög mikið; mest af því, sem eftir hann liggr, eru smáritgerðir um ýms málfræði- leg atriði og eru þær flestar prentaðar í Annálum og Árbókum fornfræðafélagsins. Auk þessa hefir hann gefið út „Frumparta íslenskrar tungu“, sem sýnir mjög nákvæmlega fornmálið og leggr einkanlega und- irstöðu til íslenskrar hljóðfræði. Hann ætlaði að ! semja íslenska málfræði, enn meira enn 1. hefti kom ekki út; er það er hljóðfræðin og upphaf beyginga- j fræðinnar (pr. 1858), og mun honum ekki hafa likað það. „Dönsk orðabók“ (1851) er hið stærsta rit- j verk hans; þótt hún þyki nú ekki nægilega orðrík j né praktisk að þýðingunum til, verða allir að játa, hve vönduð hún er. Hann átti mikinn þátt í undir- búningi Cleasbys orðbókar. Af fornritum hefir hann gefið út „Hrafnkels sögu“ (1847) „Droplaugarsona sögu“ (1847), „Tvær sögur af Gísla Súrssyni“ (1849), „Fóstbræðra sögu“ (1852) og „Sýnisbók íslenskrar tungu“ (1860). Enn fremr átti hann rnikinn þátt í liinni stóru nýjustu útgáfu af Njálu (1875— 1889). Af öllum störfum Konr. mun það að líkindum hafa haft mesta þýðingu fyrir íslenskar bókmentir, að hann var stofnandi Fjölnis ásamt Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Sæmundssyni, og átti einna mestan þátt í endr- bóta verki Fjölnis í þarfir móðurmálsins. Með því móti hefir Konr. eflaust manna best stutt að því að islenskan hóf sig svo fljótt úr niðrlægingu sinni á fyrri hluta þessarar aldar. Konráð misti unnustu sína, beykisdóttur frá Sórey, 1847, enn giptist 1855 systur hennar Karen Sofíu Pedersen, og dó hún 1877. Þeim varð ekki barna auðið. Konráð andaðist 4. jan. þ. á., enn var jarðsettr 9. s. m. í viðr- vist flestra prófessóra háskólans og fjölda af íslendingum. Engin ræða var haldin við jarðarförina, og hafði hann sjálfr mælt svo fyrir. Hann arfleiddi Árna Magnússon- ar sjóðinn að öllum eignum sínum. Mestan hlut ævi sinnar átti hann við fátækt að búa og varð um tíma fjárþrota. Enn síðar, er laun hans urðu hærri, rétti efnahagr hans svo við, að hann gat lifað góðu lífi og átti að lokum talsverðar eignir. Dr. Finnr Jónsson, kennari við Khafnarháskólann, hefir ritað sæmi- lega æviminning hans í hinu merka tímariti „Arkiv för nordisk filo- logi“ VII, III, 3., 1891,; bls. 293— 303 og í mörgum útlendum blöðum hefir fráfalls hans verið getið með heiðri. Nýr drykkr í stað kaffis. I norskum blöðum er mikið haldið fram nýjum drykk er „Maté“ nefnist, sem sagt er að nokkurnveg- inn geti gengið í staðinn fyrir bjór og kaffi. Hann var og sýndr á seinasta allsherjarbindindisfundi í Kristianíu og mæltist þá allvel fyrir honum sem hentugum Góðtemplara drykk. Enn hvort hann að öðru leyti bætir úr þörfunum er ekki hægt að sjá. Það sem Góðtemplurum hefir verið ætlað til drykkjar áðr, hefir að „míneral“-vötnum undanskild- um (seltser- og sódavatni) ekki geðjast mönnum til lengdar. Maté er búið til sem annað te afrunn- kendri plöntu einni, er „ilex paraguayensis“ nefn- ist (heitir því einnig Paraguay-te) og víða í Suðr- ameriku ailast af henni svo mörgum miljónum punda skiftir; er hún þar víða alment höfð til te-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.