Fjallkonan


Fjallkonan - 14.04.1891, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 14.04.1891, Blaðsíða 4
60 FJALLKONAN. VIII, 15. á hafskipuin svo treystandi væri. Ýms íslensk fiski- skip, sent lágu á höfninni, og kaupför biðu og skaða, og í landi brotnaði eitthvað af skipum og bátuin. Þak fauk af geymsluhúsi í Holti við Reykiavík. f þessn veðri fauk og þak af Bessastaðakirkju. Versta rokið stóð hér unt bil i 3 tíma. Norska gut'uskipið „Anna“, sem kom um páskaua til Akraness og Borgarness, lenti á grynningum í Borgarfirði og laskaðist svo, að talið er víst að það verði að strandi. Franskt fiskiskip „Amalie“, sem strandaði hér á dög- unum og selt var við uppboð 11. þ. m. keypti G-eir kaupm. Zoéga. Aflahrögð. Við Faxaflóa sunnanverðan er nú kom- inn álitlegr afli síðan netin vóru lögð. Nægr fiskr í Garðsjó og víðast í Leirusjó vel vart og alt inn á Njarðvíkrbrúnir. Engin síld veiðist og heldr ekki fiskr á færi eða lóðir Garðmanna. Fiskrinn er ákaflega feitr. Hlutir komnir á 3. liundr. í Höfnum og á Miðnesi; yfir 300 í Grindavík, mest ýsa. f Herdísar- vík um 500. — í Þorlákshöfn 5—600, eun á Eyrar- bakka ekki nema 2—300 og mest ýsa. — Aflalaust með öllu var við ísafjarðardjúp nú fyrir rúmri viku. — Aflalítið virðist vera á Norðrlandi, nema marsvín og höfrungar hafa sumstaðar hlaupið á land undan hafisnum. Á Reykjum á Reykjaströnd rak 700 mar- svín eða höfrunga, og var hvert smáhveli selt á 3— 8 kr. — Á Austfjörðum hefir verið góðr fiskafli tii páska, einkum í suðrfjörðunum. Síldveiði allinikil ti) útflutnings; verð á tunnunni 8 kr. á skip komið. Tvær síldveiðaútgerðir hafa verið í Reyðarfirði. Önn- ur þeirra (Tulinus kaupm. eigandi) hefir verkað 2400* tunnur síldar. Við þá útgerð hafa íslendingar einir verið. Foringi íslenzku stjórnardeildarinnar i Höfn (A. Dybdal) ætlar að sögn að koma hingað til lands í sumar og dveija hér um tíma. Ný lög. Konungr hefir 13. marz staðfest lögin frá síðasta alþingi um að fá útmældar lóðir í kaup- stöðum og á öðrum kauptúnum. ðiálttutningsuiaðr við yiirréttinn er settr kand. phil. Ásmundr Sveinsson. Prestaköli. Hof í Álftafirði er veitt séra Jóni Finnssyni samkv. kosningu. Laust prestakall (28. f. m.) Þóroddsstaðr met. 1005 kr. Heiðrspening fyrir björgun manna úr lífsháska hefir Magnús bóndi Magnússon á Eyrarbakka fengið, og hásetar hans 16 kr. þóknun hver. Útskrift úr gestaréttarbók Reykjavíkur. — Ár 1891, þ. 7. d. aprílmán. var gestaréttr Reykjavíkr settr á skrifstofu bæjarfógeta og haldiun af hinum reglulega dómara Halldóri Daníelssyni með vottum Ágúst Bjarna- syni og Þorsteini Gunnarssyni. Þá var tekið fyrir málið: Björn ritstjóri Jónsson gegn Birni Sveins- syni. — Málpartar mættu báðir persónulega og lagði stefnandi fram gestaréttarstefnu dagsetta í gær. — Réttrinn leitaði samkomulags milli málspartanna og gjörðu þeir svofellda sætt: stefndi aftrkallar hin umstefndu meiðandi orð og ummæli um stefnanda og blað hans og lýsir þau dauð og ómerk. Hann skuld- bindr sig til að greiða 10 kr. sekt í fátækrasjóð Reykjavíkr og málskostnað með kr. 3,41. Kostnað- inn lofar hann að borga í dag og sektina við vertíð- arlok. Sætt þessa lofar stefndi ennfremr að birta á sinn kostnað með meginmálsletri í 1. eða 2. blaði Fjall- konunnar, sem hér eftir kemr út. — Sættinni til staðfestu undirskrifa málspartar réttarhald þetta. — Fleira ekki fyrirtekið. Rétti slitið: Halldór Daníels- son. — Málsaðilar : Björn Jónsson. Björn Sveinsson. — Vottar: Ágúst Bjarnason. Þorsteinn Gunnarsson. — Rétta útskrift staðfestir: Halldór Daníelsson. — Borgun 25 aurar. — Halldór Daníelsson. Hús er til leigu nú þegar eða í haust á góðum stað í bænum, hvort heldr mörg herbergi saman, stór og vönduð handa familiu eða einstök herbergi handa einhleypum. Ágæt geymsluherbergi og stórtkjallara- rúm. Leigukostir góðir. Ritstj. vísar á. Fyrirmyndar hóndi á Norðrlandi vill fá sunn- lenskan vinnumann og vinnukonu. Ritstj. semr um. Stríðsráð dr. Winslöv, héraðs og bæjarlæknir í Nakskov ritar: Eftir að ég nákvæmlega hefi kynnt mér bitter þann, er þeir herrar Mansfeld-Búlluer & Lassen búa til og selja með nafninu Brama-lífs-eiexír, verð ég að lýsayfir því, að í bitter þessum eru að eins efni, sem skilyrðislaust eru styrkjandi og gagnleg. Nakskov. Wilislöv. Einkenni á vorwrn eina esrta Brama-lífs-elixír eru firina- merki vor á glasinu og á merkisskildiuum á miðanum sést blátt ljón og gullliani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lifs-eíixir. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Nörregade No. 6. Exportkaffið „Hekla“ er nú álitið bezt. Exportkaffið ,.HekIa“ er hreint og ósvikið. Exportkaffið „Hekla“ er hið ódýrasta exportkafíi. Exportkaffið „Hekla“ er nú nálega selt í öllum stærri sölubúðum í Hamborg. Nýprentuð eru: Nokkur fjórrödduð SALMALOG. Viðbót og um- j bót við Kirkjusóngsbækr Jónasar Helgasonar. Safn- I að hafa og búið undir prentun séra St. Thórarensen í og Björn Kristjánsson. Kostar kr. 1,35. Fæst hjá út- j gefandanum Sigfúsi Eymundssyni i Reykjavík og verðr | send nú með „Thyra“ til útsölumanna bóksalafélags- j ins víðsvegar um land. Álit söngfróðra manna um í bók þessa kemr í næsta blaði „Fjallkonunnar“. ________.--------------------------------------- Á Reykjavíkr Apóteki fæst: Sherry fl. 1,50 Portvin hvítt fl. 2,00 do. rautt fl. 1,65 Rauðvín fl. 1,25 Malaga fl. 2,00 Madeira fl. 2,00 Cognac fl. 1,25. Rínarvín Flower 100 st. 7,40. Donna Uitschot 7,50. Nordenskiöld 5,50. Renommé 4,00. Hollenskt reyktóbak, ýmsar sortir, í st. frá 0,12 — 2,25 Öll þessi vín eru aðflutt beina ieið frá hinu nafn- fræga verslunar- félagi Compania Holandesa áSpáni 2,00. Vindlar: Brasil. Maria 6,50 Havanna Útgefandi: Valdimar Asmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.