Fjallkonan


Fjallkonan - 21.04.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 21.04.1891, Blaðsíða 1
Kemr út A þriSjudögum. Árg. 3 hr. (4 kr. erlendis) Bpplag 2600. C+jalddagi t .jtili. FJALLKONA Dppsögn ógild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Skrifstofa og afgreiðsia: Veltusund 3. vin, 16. REYKJAYÍK, 21. APRÍL 1891. Útgef. Fjallk. kaupir Landnámu, Kh. 1843 og Skál- holti 1688 með hán verði. Framfaramál. Svar til J. Þ. [Framli.]. Að fækka öðrum embættismönnum enn | þeim, sem vér höfum hér nefnt, er trauðla vel fært, enda hefir alþýða sumstaðar sett sig á móti fækkun þeirra, t. d. hérna um árið fyrir skemstu, þegar þing- ið vildi sameina Daiasýslu og Strandasýslu, sem þó væri hægt, enn þvi síðr mundi slíkt tekið í mál, þar sem ver hagar til. Sýslunefndirnar vóru á móti og þingið lét sér lynda, að fara eftir því. Sama er að segja um brauðasamsteypur og fækkun presta, að nú eru menn víða á móti því og biðja sumstaðar um ; að sameiningarnar, þar sem þær eru ákomnar, séu afteknar aftr, svo að varla verðr sagt, að alþýðu- mönnnm, sem hugsa nokkuð og eru sjálfum sér sam- kvæmir, þyki hin lægri embætti ofmörg. Hér að auki er alþýða að óska eftir nýjum læknisembættum, enn alt þetta eykr útgjöld fyrir landssjóð, svo að efmenn eigi vilja komast í mótsögn við sjálfa sig, hljóta þeir sömu að vilja borga því meira í hann, enda munu fáir þá vera svo, að þeir haldi að alt fáist fyrir enga borgun, eða ímyndi sér að þeir geti haft marga embættismenn og notið þæginda af að geta haft þá nærri sér, án þess að kosta nokkru til. E>að er rétt ; að alþýðan sjálf á fundum geri út ura það, hvar henni ! finst að fækka megi og hvar fjölga þurfi embættum, því að hún á að njóta gagnsins og borga kaupið; j annars getr nú mönnum oft missýnst í þessu efni. ; Að fela hreppstjórum á hendrýmis af störfum sýslu- manna, mun varla geranda meðan almenningr stendr eins lágt í siðferðislegu tilliti sem hann nú stendr. því að eigingirni og ólöghlýðni eru einkenni hins nú- veranda siðferðislifs þjóðarinnar; nálega í hverjum hreppi eru ríkismanna-klikkur, og þeir sem mest. tala um hlutdrægni og ranglæti yfirmanna eru oft miklu verri sjálfir, ef þeir eiga einhverju að ráða. Að láta líka landsyfirréttardómendrna vera héraðsdómara, skil eg eigi að neinn maðr óski eftir, sem vill hafa velgrundaða dóma. því að þá yrðu dómendrnir kunn- ingjar og sambræðr undirdómarans, enn slíka freistni ! mun naumlega rétt að leiða nokkurn mann í fyrir j nokkrar krönur, enda varla tilvinnanda fjTÍr þjóðina. Annars er nú samt líklegt að dómsvald og umboðs- vald verði aðgreint innan skamms. Höfundrinn tal- ; ar um laun prestanna eftir brauðamatinu nýja, enn það er aðgætanda, að matið er því miðr ekki áreiðanlegt, hvað launa uppliæðirnar snertir. Það er t. d. eigi I rétt að reikna eigi frá tekjum presta kostnað þann, sem þeir liafa fram yfir aðra embættismenn við að ; reka embættisitt. Læknar þurfaengan hest að liafa sjálf- j ir, heldr geta látið f-a kja sig á hcsti þá er læknis þurfa, ! og gera það líka viða; og hafi þeir eigi hest sjálfir, fá þeir hverja hans ferð borgaða. Sömuleiðis þurfa sýslumenn að eins í þingaferðir að brúka hesta fyrir eigin reikning og geta þeir þá oft fengið hest lánað- an fyrir þóknun, enn aðrar ferðir fá þeir borgaðar sérstaklega. Þar á móti komast prestar í hinum stærri prestaköllum eigi af með minna enn tvo hesta, sem þeir verða alveg að brúka til þjónustu embættis- ins, og kemr þá drjúgt skarð í launin við að kaupa hestana, fyrst halda þeim við og ala þá síðan. í brauðamatinu eru að eins taldar tekjur hvers brauðs, fastatekjur og aukatekjur samlagðar eftir meðaltali, enn eigi tekið neitt tillit til þess, hversu afar- mismunandi sá kostnaðr er, sem þarf til að reka em- bættið. Á sumum stöðum í litlum prestaköllum, þar sem eigi er nema ein kirkja heima á staðnum, þarf eng- an hest, og sumstaðar þarf einn, enn í fjöldamörg- um brauðum, þar sem eru margar kirkjur og stundum engin heima hjá presti, er ómögulegt að komast af með minna enn tvo hesta. Fyrst þegar dregin hefir verið frá þessi misjafni kostnaðr, er hægt að segja hvort betr er launað t. d. Stöð í Stöðvarfirði eða Mýrdalsþingin, eða hver eru hin sönnu laun. Enn þessu hefir stjórnin og þingið eigi sint, svo að laun- in eru lægri í rauninni, enn þau sýnast í matinu, og svo sem það mun eigi vera hægt að fækka presta- köllum neitt að ráði, svo mun eigi vera talandi um að lækka laun presta. Þau eru fremr lág, þótt al- þýðu séu þau fullhá til að borga þau. Sumir segja raunar, að prestarnir eigi að lifa af búskap, enn þess ættu þeir eigi að þurfa beinlínis; aðalstarfið hlýtr þó að minsta kosti að vera embættið, enn búskaprinn verðr að vera og á að vera hjáverk og alls ekki meira. Greinarhöf. neitar því, að þjóðin eigi þekkingu sína i trúarbrögðum og siðalærdómi einungis prestunum að þakka, enn játar þó, að þeir hafi eftirlitið með allri alþýðu uppfræðingu. Enn einmitt afþví að þeir hafa eftirlitið, er uppfræðingin þeim að þakka; þetta er svo auðséð á því að þar sem prestar eru trassar (sem því betr er orðið óviða) með að ganga eftir uppfræðing- unni, þar eru börnin sem nálega óuppfrædd, þegar þau koma í prestakall þar sem uppfræðingin er betrj. Og nú síðan prestaköllin urðu stærri, hefir eftirlit og uppfræðing presta sumstaðar orðið minni af því að þeir komast eigi yfir það, og því er nú fremr enn nokkru sinni þörf á sérstökum barnakennurum, enn ef ofhlaðið væri á alla andlegrar stéttar menn með því að fela þeim gersamlega á hendr barnakensluna, myndu engir geta samið hugvekjur og postillur al- menningi til uppbyggingar, sem höf. metr þó svo mik- ils (!) nema ef ávalt ætti að nota þaðgamla. Það er öldungis gagnstætt framfarastefnu nútíðarinnar, að vilja hafa kirkju og trúarbragðamál sem mest undir landstjórninni og sömuleiðis að gera prestana ein- valda í kenslumálum, sem hlyti að verða, ef þeim væri falið á hendr að vera barnakennarar. Víða í frjálsum löndum eru menn einmitt nú að taka yfir-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.