Fjallkonan


Fjallkonan - 12.07.1892, Side 4

Fjallkonan - 12.07.1892, Side 4
112 FJALLKONAN. IX, 28-2 harm til Kaupmannahafnar til að nema gullsmíði og var þar mörg ár. Síðan, er hann kom út hing- að, settist hann að í Reykjavík og stundaði gullsmíði, og þótti skara fram úr öðrum að list og hagleik. Sem dæmi þess má nefna, að kvenskraut, sem hann hafði smíðað, vakti mikla aðdáun útlend- inga á sýningunni í Kaupmauna- höfn 1872. Þessa iðn stundaði hann um mörg ár, þar til hann varð umsjónarmaðr forngripasafns- ins 1878. Haun gekst fyrir því að Fornleifafólagið var stofnað (séra Matth. Jochumsson og próf. W. Fiske vóru fyrstu hvatamenn þess með honum) og varð þá þeg- ar varaforseti þess og síðustu ár- in forseti. Fór hann rannsóknar- ferðir fyrir félagið hór um bil á hverju sumri og rannsakaði sögu- staði í öllum sýslum landsins nema Strandasýslu, Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum. Þangað hafði hann heitið að fara við fyrsta tækifæri, hefði honum enst aldr til. Um þessar rannsóknir hefir hann rit- að í Árbokum Fornleifafélagsins, og mikið er enn óprentað af þeim ritgerðum hans. Margt af því sen hann hefir rannsakað, mun verða talið mikilsvert í fornfræði- legu tilliti, og sumt af því hefir lítt eða ekki verið rannsakað i öðrum löndum, t. d. hoftóftirnar. Hann var mikill hæfileikamaðr, greindr og skarpskygn, og víst likr Guðbrandi bróður sinum í mörgu. Má segja, að hann kynni allar fornsögur reiprennandi, enda var hann vakinn og sofinn að lesa þær og öll rit, sem að norrænni fornfræði Mta, og bera alt saman. Honum sárnaði mjög, er hann sá að ýmsir erlendir fræðimenn á sið- ari árum véfengdu sögulegt gildi ýmsra bestu fornsagna vorra, og seinkaði það mjög ritstörfum hans síðustu árin, að hann vildi hrekja slíkar skoðanir með óyggjandi rök- um í ritgerðum sínum. Fyrir þá sök varð svo mikill dráttr á út- komu Árbóka fornleifafélagsins. Forngripasafnið hefir blómgast mest og best undir stjórn hans. Hann var óþreytandi að komast eftir því, hvar forngripir vóru og ná í þá handa safninu. Marga góða gripi fékk hann, sem farið hefðu að forgörðum eða verið seldir úr landi, ef hans hefði ekki við not- ið. Hann var og vandr að því að kaupa að eins þá hluti handa safn- inu er hann vissi að höfðu gildi sem fornmenjar. Hann lifði að kalla mátti í forn- öldinni, enn fylgdi þó vel tíman- um. Hann var rammíslenskr í anda; drengr góðr, hreinskilinn og fastr í lund. Auk þess sem hann hefir ritað í Árbókum fornleifafélagsins, samdi hann Skýrslu um forngripasafnið 1871—75, Rvik 1881, og maigar | blaðagreinar fornfræðilegs efnis. 1 Enn það mun ekki vera minna, i sem eftir hann liggr í handriti, bæði lýsingar af forngripum, sem | eru fullgerðar, og mikið af rit- | gerðum um staðarannsóknir hans | o. fl., sumt albúið til prentunar, j enn sumt ekki fullgert. Kona Sigurðar Vigfússonar er ólína, dóttir Bonnesens sýslu- | manns í Árnessýslu, og ekkja eft- j ir Jóhann Árnason sýslumann i j Þingeyjarsýslu (f 1840). Lifir hún j mann sinn háöldruð. Vestrfarlr. Með „Laura“ fóru í f. m. hóðan til Ameríku um 130 j vestrfarar. Veðrátta sífelt þur og köld og ilt útlit með gróðr. Eimskipið „Stamford“ kom hingað frá Englandi 6. þ. m. og ' fór aftr daginn eftir með um 200 i hesta. Skip þetta hefir Zöllner kaupm. í förum, og var hann með því. Hafði skipið farið norðr um land með vörur til kaupfélaganna. Ibókmentafélagsfundi, sem var haldinn 8. júlí, gerðist lítið frásagna- vert. Þessar bækr koma frá fél. í ár: Landfræðisaga Islands 1. h. eftir Þ. Th., Tímaritið, framh. af Fornbrófasafni, Ágrip af ísl. bragfr. eftir dr. Finn Jónsson og Skírn- ir (með innl. og útlendum fréttum og Skýrslum og reikningum fé- lagsins). — Ríkisþingið hefir veitt Khafnardeildinni 1000 kr. á ári í 4 ár.— Kosnir tveir heiðrsfélag- ar: próf. Gustav Storm og f. sýslu- maðr Þórðr Guðmundsson. Týlld.1' poki frá Fossvogi að Kðpavogi með ýmsu dóti, nesti, brennivíns- ,.tunnu“ o. fl. Finnandi skili til verslunar- | stjóra Ól. Ámundasonar. Yíðsvegar um heim allan er hinn heimsfrægi matarhæfis- bitter Kína-lífs-elixíru orðinn al- kunnr og mikils metinn, því að eigi er hann að eins sendr um alla Evrópu, heldr og til Ameríku, Afriku og Ástralíu, og hefir hann hvervetna áunnið sór mikið orð fyrir frábærlega góð áhrif i heilsu- samlegu tilliti, og sýnir það sig ljóslega af ýmsum lofsamlegum ummælum, er þeim manni hafa borist, er býr hann til, úr löndum þeim, sem hann er hagnýttr í. Það er eigi alllítil freisting til að stæla eftir svo viðrkendu og víðfrægu lyfi, og fyrir því er al- menningr varaðr við, er menn vilja fá sér ekta „ Kína-Hfs-elixír11, að láta villast af áþekkum nöfn- um eða svipuðum útbúnaði, enn hafa jafhan athuga á, að á hverri flösku sé hið lögskráða vörumerki: Kínverji með glas í liendi og firmaið Valdemar Petersen, Frederikshavn, og á innsiglinu í grœnu lakki. Fæst hjá flestum velmetnum mönnum, er verslun reka á ís- landi. Þjóðdrykkrinn Rahbeks Allé bjórinn er nú aftappaðr með hinum heims- frægu „patent“ kolsýruaflsvélum, enda játa nú allir bjórþekkjarar, að Rahbeks Alló sé nú eins góðr og „Gamle Carlsberg“. Biðjið um Rahbeks Alló frá W. Ó. Breiðfjörð. Lax og rjúpur (niðrsoðið hér) fæst hjá M. Johannessen. H.Í á undirskrifuðum fást alls konar ólar til reiðtygja, svo sem ístaðsólar, höfuðleðr, reiðar o. fl. Selfossi 11/e ’92. Grunnar Einarsson. FJÁRMAEK Sigurðar Jóhannessonar á Strandarhjáleigu, Útlandeyjahr., blaðstýft a. h., blaðstýft fr. v. 1001 nótt öll óskast tilkaups.* r Iverslun Magnúsar Einarssonar úr- smiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margskonar vand- aðar vdrur með mjög góðu verði. Útgefandi: Yaldimar Ásrtiundarson. Félagsprentsxniðjan.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.