Fjallkonan


Fjallkonan - 16.08.1892, Síða 1

Fjallkonan - 16.08.1892, Síða 1
IX. ár. Nr. 33. N. FJALLKONA Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Reykjavík, 16. ágúst 1892. Skrifst. og afgreiJ Alþingiskosningarnar. Reykjavík ætti sem höfuðstaðr landsins að vera fyrirmynd annara kjördæma í pólitiskum málum og þá einnig í kosningum til þingsins. Nú er eftir að vita, hvort svo reynist. Hér munu nú bjóðast 5 menn: þeir Halldór Kr. Friðriksson, sem áðr heíir verið frá sagt í þessu blaði, sóra Benedikt Kristjánsson, Björn Kristjánsson kaup- maðr, séra Jóhann Þorkelsson og Hannes Haf- stein landritari. Yér ætlum reyndar, að Eeykja- vík sé eftir ástæðum hér um bil fullsæmd af þess- um þingmannaefnum, hver þeirra sem fyrir kosn- ingu yrði. Enginn kjósandi skyldi fara athugalaust eftir meðmælum og mótmælum þeim sem í blöðun- um hafa staðið um þessa þingmenn, án þess að rannsaka fyrst, hvernig þeir af þeim, sem áðr hafa verið á þingi, hafa komið þar fram og hvernig lík- legt er að hinir, sem ekki haf'a verið þingmenn áðr, muni koma fram. Það heíir verið sagt um H. Kr. Friðriksson, að honum væri farið svo mjög að förlast, að hann væri orðinn bam í annað sinn, enn það mun vera alveg ástæðulaust. Hann gegn- ir enn embætti sínu með fullu þreki og vér höfum ekki heyrt þess getið, að honum sé farið að fórlast í neinu. Benedikt Kristjánsson er litlu yngri, og mætti með líkum ástæðum fult eins vel segja, að honum væri farið að förlast, þar sem hann hefir fyrir nokkru lagt niðr embætti sitt, enn hann mun einnig vera í fullu fjöri. Það er skrítið, að Isafold flytr, i sama blaði og hún talar um elliglöp Hall- dórs, grein um Œadstone, sem sýnir hversu ern hann er enn í dag, og er þó talsvert eldri enn Halldór. Menn eldast svo misjafnt, að áratöluna er ekki að marka. Páll Melsteð er einn af elstu mönnum hór í bænum, miklu eldri enn Halldór Friðriksson, og mun enginn geta annað sagt, enn að hann hafi enn óskerta andlega krafta. Aldrs- munr þeirra Halldórs og séra Benedikts er ekki svo mikill, að líklegt sé að hann einn geti valdið því, að mikill munr sé á skoðunum þeirra. Til þess að sannfærast um skoðun þessara þing- mannaefna er eina ráðið, að fundr verði haldinn og að kjósendr leggi þar fyrir þingmannaefhin ýmsar spurningar, til að komast eftir, hverjum mál- um þeir vilja fylgja. Þá aðferð hafa öli þau kjördæmi, sem nokkurn áhuga hafa á almennum málum. Þegar þingmannaefnin hafa þannig látið skoðan- ir sínar í ljós, þurfa kjósendr ekki að kjósa í blindni eða meðfram eftir áeggjun annara. Hver getr kos- ið þann af þingmannaefnunum, sem honum líkar best við. Hins vegar mun þingmannaefnunum ljúft að tala við kjósendrna og kynnast skoðunum þeirra áhugamálum í kjördæmisins eða alls landsins. t.: Þingholtsstrjeti 18. Meðan slíkr fundr er ekki haldinn, viljum vór ekki sérstaklega mæla með neinum af þessum þing- mannaefnum, enn að því búnu munum vér gera það. Halldór þekkja menn hér nokkuð, og sóra Bene- dikt ættu menn sömuleiðis að þekkja af framkomu hans á alþingi. í þessu blaði hefir áðr verið minst á hann oftar enn einu sinni, síðast í vor, og það tekið fram, að hann só einhver hinn frjálslyndasti maðr af prestastótt, sem á þingi hefir setið. Engan hinna þingmannaefnanna þekkjum vér að pólitiskum skoðunum; þeir hafa lítið komið fram opinberlega í því tilliti, enn úr því getr bætt fundr sá, sem hér er lagt til að verði haldinn. Um dóm- kirkjuprestinn er það að segja, að oss furðar stór- lega á því, að hann skuli geta gefið kost á sór til þing- mensku, þar sem hann gegnir hinu erfiðasta presta- kalli á landinu, sem forveri hans, sem allir játa, að er duglegr maðr, treystist ekki fullkomlega til að þjóna á síðustu árum nema hann hefði aðstoðar- prest. Guðrún Ósvífsd'ottir. Söguljóð eftir Brynjólf Jóns- son. Rvík 1892. Yni-(-109 bls. 8vo. (Sig- urðr Kristjánsson). Höf. hefir í þessu kvæði snúið miklum hlut af Laxdælu í ljóð. Búningrinn. er snotr, málið vand- að og rímið víðast liprt. Meðferð efnisins er lag- lega af hendi leyst, þó ýmsar kunni að verða skoð- anir á sumum atriðum. Kvæðið hefði orðið meira við alþýðuskap, ef höfundrinn hefði orkt undir rimnalagi og slept ýmsum heimspekilegum innskot- um, enn sett eitthvað meira lifandi í staðinn. — Honum lætr best að yrkja skynsemisskáldskap, — Bókin er vel um vönduð og mynd höf. framan við hana, og leyfum vór oss að mæla sem best með henni. Nýtt blaðfyrirtæki. (Eftir brófi að norðan). „Nú er Friðbjörn okkar Steinsson orðinn uppgefinn að gefa út „Norðrljósið" og hefir að sögn selt það einhverjum Möðruvellingi, sem ætlar, trúi ég, að gefa það út í B-eykjavík frá næsta nýári. Þetta verðr líklega til þess að allir segja sig úr blaðinu og að það glatar þeirri litlu hylli, sem það hefir hafb í Friðbjarnar höndum“. Fornleifafélagið. Á fundi fornleifafélagsins, sem haldinn var 2. ág., var kosinn forseti þess, Björn M. ólsen, kennari við lærða skólann, í stað Sig. Vigfússonar. — Vald. ritstj. Ásmundarsyni (og með honum sóra Eggert Brím) hafði félagsstjórnin falið á hendr að annast um útgáfu Árbókarinnar, sem á að vera prentuð í haust.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.