Fjallkonan


Fjallkonan - 13.12.1892, Qupperneq 3

Fjallkonan - 13.12.1892, Qupperneq 3
13. des. 1892. FJALLKONAN. 199 lesið biblíuna?" — „Og það vona ég“. — ,',Þér munið þá ekki eftir því, að vér eigum að elska náungann sem sjálfa oss“. — Lögregluþjóninn rak i roga stans, enn segir þó: „Kunnið þér að lesa?" — „Það held ég“, segir greifinn. — „Hafið þér lesið lögreglusamþyktina ?“ — Nei. — „Farið þér þá og lesið hana“. Trúarlegu ofstæki og sauðsvartri hjátrú mun það jafnan gjarn- ast, að heimta sverð laganna mót hóglátustu rannsóknum frjáls- lyndra og einarðra hugBunarmanna, svo sem væri rannsóknir þessar frumhlaup gegn helgi trúari’nnar. Klerka drambsemi og valdgirni hefir ávalt frá aldaöðli þótst vera að berjast fyrir trú- arinnar málefni, þegar hún hefir verið að berjast fyrir sínu eigin málefni. (Buckle) Drykkjuskapr kvenfólks á Euglandi fer stöðugt vaxandi. 1889 vóru i Lundón 3000 kvenmenn settir í varðhald fyrir drykkjuskap, 1890 4000 og 1891 8000. Siðferði enskra presta. í blaðinu Pall Mall Gazette er dáþokkaleg skrá yíir framaverk kenni- mannastéttarinnar ensku, eða hitt þó heldr, frá 1. okt. 1891 til 1. okt. 1892. Á skrá þessari standa 12 sjálfsmorð, 14 hjúskaparheitrof, 17 kvennarán (brottnám), 18 sekir í illri meðferð á skepnum, 109 nauðgunartilræði; 121 klerkr hafa vakið hneyksli með því að koma druknir fram fyrir söfnuðina 254 hafa orðið gjaldþrota og 84 hafa gert sig seka í ýmsum mínni afbrotum. Þannig hafa á þessnm árstíma alt að því 3 af hundraði af klerkdómi Englands komist undir laganna hendr. Ný frímerki í minningu Chicago-sýningarinnar og Columbuss ætlar Bandaríkjastjórn að innleiða sýningarárið. Stjörnukíki, sem átti að bera af öllum, sem áðr hafa verið gerðir, höfðu menn í París í hyggju í sumar að láta búa til handa sýningunni 1900. Bdkir þessi á að draga svo vel, að menn sjái tungl- ið að eins í nokkurra álna fjarlægð. Þetta var síðan borið aftr og talin tormerki á. Nú er aftr sagt, að fastlega sé haldið við áform þetta, og er áætlað, að þetta sjónaukatröllvirki muni verða jafn- stórt Yendöme-súlunni, og kosta 2x/2 miljón íranka. Tennyson, lárviðar-þjóðskáldið (poeta laureatus), reykti fram úr öllu hófi, og var sagt í einhverjum blöðum, að hann mundi hafa skemt sig á því. Tveir læknar, báðir frægir menn, sem stunduðu hann síðast, hafa látið það álit uppi, að hvorki hafi reykingar skaðað Tennyson, né heldr munu þær, þótt miklar séu, skaða menn, sem mikið starfa og hugsa. Laun lárviðarskálds á Englandi eru 1800 kr. og ein tunna af malvasíavíni. Haldið er, að skáld eitt í annari röð, Edwin Arnold, muni verða eftir- maðr Tennysons, því helstu skáldin, Swinburne og W. Morris þykja gallagripir; hinn fyrnefndi kon- ungahatari og trúleysingi og hinn síðarnefndi sósíalisti. Kristniboð mcðal heiðingja. Frá upphafi 19. ald- ar til þessa tíma hefir kristniboðum prótestanta tekist að snúa samtals 2J/a miljón heiðingja til krist- indóms eftir Ágsborgarjátningu. Enn æði mikið er eí’tir af heiðingjum, 800 miljónir, og hátt upp í 200 miljónir af Múhammedsmönnum og Gyðingum, svo það verða samtals um 1000 milj., sem eru ó- kristnaðar. Með sama áframhaldi mundi þurfa 14000 ár til að „umvenda" þessum litla hóp. Prótestantisk kristni ver á ári alls 32 milj. til kristniboðs, og má af því ráða, að hver réttsnúinn heiðingi, sem gengr undir Ágsborgarjátningu, verði nokkuð dýr; kostar líklega ekki minna enn hundr. þúsunda krónur. — Að öSru leyti gefa ýms kristileg tímarit glöggar skýrslur um það, að það er jafnaðarlegast úrhrak heiðingjanna, sem lætr snúast (vanalega fyrir rífiega borgun), og verða þeir, ef nokkuru munar, meiri skálkar eftir enn áðr. — Þetta er sérstaklega með rökum sannað um Múhammedsmenn í Afríku, og sama er að segja um Kinverja. Og til þessa húmbúggs er varið 32 mi!j. kr. á ári. Skyldu Islendingar hafa annað þarfara að gera við peningahrúgur (!) sínar enn að bæta þeim við þessar 32 miljónir? Lagleg meðferð á börnum. í Kína hefir það orðið uppvíst, að börrmm heíir verið rænt til að af- skræina þau á ýmsan hátt og selja þau síðan eða I hafa til sýnis. Ræningjarnir fara alla vega að. Þeir j loka börnin stundum inni í koldimmum klefum og ala þau upp sem viilimenn; flá af þeim húðina og setja á þau bjarnarskinn eða hundskinn; til þess verðr þó að taka fyrir að eins lítinn hiut af líkam- anum í einu; stundum eru börnin gerð mállaus. Stundum eru tvö börn látin verða eins og samvaxn- ir tvíburar; er þá húðin flegin af þeim pörtum lík- amans, sem eiga að gróa saman, og börnin svo bund- in fast saman, og ekki leyst fyr enn þau eru sam- vaxin. Stundum eru börnin sett ofan í krukkur og höfuðið að eins látið standa upp úr. G-etr þá ekki líkaminn þroskast, nema höfuðið verðr fuliþroska. Ný vél til litprentunar á að vera fundin af Hanson, Ameríku manni, sem dvaldi hér á ísiandi 1886—87. Með þessari vél má prenta í venjuiegum prentvélum marga litu í senn. Frá biaðinu New York Herald heíir vél þessi bestu meðmæli, og er farið að nota hana á ýmsum stöðum. Sýningin í Chicago að sumri eru Ameríkumenn nú orðnir hræddir um að verði illa sótt, ef kóleran breiðist aftr út með vorinu, sem mjög þykir hætt við. Halda Ameríkumenn að þá geti jafhvel farið svo, að ekkert verði af sýningunni, eða þá að heuni verði að fresta. Heimssýning á að verða í Antwerpen 1895. Eru lifandi verur i tuuglinu? Stjörnfræðingarnir hafa lengí fullyrt, að svo mundi ekki vera. Enn nú hafa verið gerð- ar mjög fuilkomnar ijósmyndir af tunglinu og stækkaðar síðan, og á þeim virðist mega sjá vatnsfarvegu. Sé vatn í tunglinu, þá er þar líka gufuhvolf, og þá geta lifandi verur verið þar. Og af því tunglið er svo nærri jörðinni, má telja víst, að ganga megi úr skugga um þetta. Stærsti ostr í heimi verðr sýndr á Chicago-sýningunni. Hann er frá Canada og vegr 220 tíu-fjórðunga vættir. IJm kóleru ritar hinn frægi læbnir Koch í Ber- lín: „Yér vitum, að kólera hefir aldrei enn borist til vor með vöruflutningi; bréf og póstsendingar hafa aldrei enn fært kóleru með sér. Þegar maðr rekr að upptökum kólerusótta þeirra er gengið hafa, þá verðr það ofan á, að þær hafa aldrei öðru- vísi komið enn með mönnum sjálfum“. Eftír þessu mun enginn þurfa að óttast, að það sé satt að kól- era berist ,með bréfum eða sendingum, sem vikið var að í Isaf.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.