Fjallkonan


Fjallkonan - 05.04.1893, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 05.04.1893, Blaðsíða 1
Nr. 14. Árg'. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. ÍSkrifstofa og afgreiðsla: Þingholtsstr. 18. X. ár.S FJALLKO NAN. Auglýsingar odýrri enn í öSriim lilöðum. Reykjavík, 5. apríl 1893. Dppsögn skrifleg fyrir 1. október. Ádrepa til tveggja presta. Það eru tveir menn, að ég held báðir prestar, sem nýlega hafa svarað leikmönnum þannig í blöð- unum, að ég íinn fulla þörf að benda alþýðu á, hver vopn séu borin á hana, og hverju hún megi búast við framvegis af hálfu slíkra manna, ef alþýðan dirfist að tala um kirkjuleg mál í öðrum tón ettn þeim líkar. Annar er V. B., (Kbl. m 1.) og skrifar hann á móti grein eftir leikmann um prédikunaraðferð presta (Kbl. II 12.) Tekr hann sér þegar í upphafi greinarinnar ömmusætið og segir, að það sé ekkert á móti því, „að leikmenn láti við og við til sín heyra um kirkjuleg mál“; — það var þó saga; enn ég hefði nú kosið fyrir hönd séra Y. B. að hann hefði heldr sagt: „Það eiga prestar mest að varast, að svara alþýðumönnum öðruvísi enn hógværlega og sanngjarnlega og aldrei rangfæra orð þeirra eða viðhafa rangar röksemdir gegn þeim, því að prestar eru mentaðri menn enn alþýðan, og bera því þyngri ábyrgð enn hún, ef illa tekst til“. Enn, sem sagt, orðin hljóða nú heldr á hinn veginn, og þykir mér það stórum miðr, því að ég hygg að V. B. sé með göfuglynd- ari mönnum, og má þá geta nærri, hvernig hinum mundu farast orð um alþýðumennina, sem siðri eru mennirnir. V. B. virðist sitja um að rengja leik- manninn, enn getr eigi, og gengr svo alt á enda greinarinnar að þessum orðum leikmannsins: „Vér þurfum eigi svo mjög að sökkva oss niðr í fornöld- ina eða fálma fyrir oss í öðrum huldum heimum til að finna dy'rð guðsu. V. B. tekr upp sumt af þessum orðum, enn sleppir samt áherzluorðunum „svo mjög“, og verða auðvitað orðin' nokkru harð- ari hjá V. B. við það enn leikmanninum, enn það er samt eigi meginmálið; hitt er meginmálið, að V. B. kemst að þeirri undarlegu niðrstöðu, að leikmaðr eigi hér við að náttúran sé guð. Hann kveðr nefnilega leikmanninn í niðrlagi greinar sinnar með þessu kaldranalega og hrokafulla svari: „Nátt- úran er ekki guð og vér eigum hvorki að trúa á hana né prédika hana. Hvar sem bryddir á slikri skoðun, þá segjum hiklaust: burt með slíka skoðun“. Fyrst er nú það, að leikmaðrinn innir ekki í þann veg, að vér eigum að trúa á náttúruna, sem ekki er heldr von, því hann er einungis að tala um dýrð guðs, og verða því þessi orð V. B. að álítast í fólsku töluð, nema svo sé, eins og áðr hálfgert á- vikið, að hann sé að reyna að sneipa leikmanninn frá því að koma oftar út á þessa „galeiðu“, og hafi haldið, að það mundi hepnast bezt með hvatskeyt- legum þóttaorðum, enn þó leikmaðrinn hefði nú eitthvað sveigt að slíku, til dæmis að taka sagt, að það ætti að „prédika náttúruna“, þá sé ég eigi, að það sé meiri fjarstæða að segja: „Af því að guð býr í náttúrunni, þá eigura vér, afkvæmi nátt- úrunnar, helzt að tigna hann og tilbiðja í náttúr- unni“, eða: „af því að heilagr andi (o: guð) býr í orðinu, þá eigum vér að tilbiðja guð í hans heilaga orði“, heldr enn þá er prestarnir segja í ræðum sínuro: „af því að guð býr 1 andanum (o: anda orðsins), þá eigum vér að tilbiðja guð í anda“. Eg sé eigi, að munrinn sé mikill, og að á sama megi því standa, hver aðferðin er viðhöfð. Enn, sem sagt, þetta eru mín orð, og eigi leik- mannsins; hann hefir eflaust meint ekkert af þessu, o*g ég vildi að eins benda mönnum á, hversu öll þessi spurmál um rétta trú eru hæpin, svo að það virðist helzt verða ofan á, „að hver verðr sæll við sína trú“, þrátt fyrir allar strang-rétttrúaðar skýring- ar klerkdómsins. Af þessu leiðir samt aftr, að hinu leytinu, að sé ekki leyfilegt, að prédika náttúruna eða handaverk drottins, þá getr heldr ekki verið leyfilegt, að prédika orð drottins, því að verk hinn- ar æðstu veru hlýtr að vera jafnfuilkomið orðinu, endaframkvæmdistlíka sköpunarverkið af töluðuorði, og verkunin hlýtr hér sem annarstaðar að líkjast orsökinni. Þá kemr hinn maðrinn, séra Sig. Stefánsson. Hann hefir skrifað í „Þjóðviljann unga“ móti grein, sem þýdd hefir verið eftir B. Björnson, og er aðalinntak hennar um kristindómskenslu. Hér get ég farið fljótt yfir: Prestrinn byrjar á því að ritningin sé i ekki öll innblásin eða opinberað orð, enn mér hefir verið kent að hún sé það öll, og svo segja víst játningarrit kirkjunnar. Enn segi nú prestr samt satt, hver á þá að meta, hver orðin séu innblásin og hver ekki? Mór finst það muni geta orðið nokkuð erfitt, nema svo sé að það sjáist í frum- ritunum, enn þá hefði átt að prenta innblásin orð með breyttu letri, svo almenningr gæti vitað það líka. í annan stað segir hann að jarðfræðingar séu altaf að nálgast sköpunarsöguna í kenningum sín- um um myndun heimsins. Eg þykist nokkuð kunn- ugr þessum kenningum, einkum hinna yngri vís- indamanna, og hefi hvergi getað fundið neitt í þá átt, heldr þvert á móti, og væri mór því mikil þökk á að prestrinn benti mér á þessa heimildar- menn sína. Yill enginn taka til máls viðvíkjandi þessu og benda mér og öðrum á, hvað réttast muni í þess- um ágreiningi öllum? Héðinn. Vistarbandsmálið. Svar til Jóns á Sleöbrjót. Af því að Jón á Sleðbrjót hefir nýskeð ófyrirsynju abbazt upp á mig í Austra út af grein minni um af- nám vistarbandsins, enn einkum þó af því, að hann vanhermir svo mjög þingsögu málsins að það gengr lygum næst, og á henni byggir hann þó röksemdir sínar, þá þykist ég tilneyddr að svara honum. Auk þess segir hann að ýmislegt sé veilt við röksemda-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.