Fjallkonan


Fjallkonan - 05.04.1893, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 05.04.1893, Blaðsíða 2
B4 FJALLKONAN. X 14 færslu mína, enn hann ætli sér þó ekki að sýna mönnum veilurnar, enn ég vil minna hann á að hann hefir skyldur við málefnið, þó hann þykist eigi hafa þær við’.manninn; ég skora því á hann að gera skyldu sína; hann heldr þó eigi, að staðleysu þvaðr megi meira enn ástæður til sigrs málstað hans. Vanhermi hans er í því falin, að hann getr þess alls eigi, og reynir jafnvel til að dylja það, að nokk- urt frumv. hafi komið fram á þingi síðast um atnám vistarbandsins; marka eg þetta af því, að hann segir að menn, ekki sízt hér í sýslu, álíti frv. þeirra Páls og Þorl. „alla þjóðheill drepandi", enn þetta eru ó- sannindi ein, og villir almenningi sjónir; hitt hefðu aftr verið sannindi, að menn áliti frv. nefndarinnar óhafandi, enn af því að orðahnippingar og orðaelt- ingar miða heldr til að færa menn írá málefuinu enn að því, þá ælta eg að láta þingtiðindin tala sjálf, og til þess að komast hjá óþarfa orðalengingum, hefi eg að eins tekið 1. gr. frumvarpanna; í þeim er líka lagðr grundvöllr laga þessara, og svo hefir Jón verið að hræsnast við að fara eylítið út í innihald hinna greinanna, náttúrlega af því, að þar í var ekki mergr- inn málsins. Eg byrja þá á lausamanna frumvörp- unum: Frumvarp tii laga um lausamenn: Flutningsmenn: Þorl. Guðmundsson og Páll Briem: — 1. gr. Hverjum manni, sem er 21 árs að aldri, er heimilt að leysa sig undan vistarskyldunni með því að fá lausamennskuleyfl hjá hreppsnefnd eða bæjarstjðrn þar sem lögheimili hans er, enda heflr hann rétt til að fá lausa- menskuleyfið, ef hann sannar fyrir hreppsnefnd eða bæjarstjórn, að hann eigi víst heimili hjá einhverjum húsráðanda í hreppnum eða bænum, sem eigi er á sveit. Lausamenskuleyflð skal veitt bréflega, og ritar oddviti undir og innBÍglar fyrir hönd hrepps- nefndarinnar eða bæjarstjórnarinnar, og skal i ómakslaun greidd fyrir bréfið 1 króna af karlmanni og 50 au. af kvenmanni. Lausa- menskuleyfið gildir meðan hlutaðeigandi hefir sama heimili, enn breyti hann um heimili og vilji halda áfram lausamensku, verðr hann að fá lausamenskuleyfi af nýju. — 7. gr. Tilskipun 26. mai 1863 er hér með úr lögum numin að þvi er snertir lausa- menn. Næst er frv. til laga um breyting á tilsk. um lausa- menn og hmmenn á Islandi. Flutningsmenn Jón Jónsson þm. N. Þ. og Þorv. Kjerulf. 1. gr. Hverjum þeim manni, sem er 25 ára og eldri, er heimilt að leysa sig undan vistarskyldunni, með þvi að fá sér leyfisbréf hjá lögreglustjóranum. Fyrir leyfisbréfið borgar karl- maðr 10 kr. og kvenmaðr 5 kr. — 2. gr. Hér með er úr lög- um numin 2 gr. nefndar tilskipunar. Nefndin, sem kosin var til að íhuga bæði þessi frv., enn í henni fengu aðeins að vera flutningsmenn fyrra frv., Páll og Þorlákr, og svo að auki Skúli Thorodd- sen, Jens Pálsson og Gunnar Halldórsson, húu réð neðri deild til að fella bæði frv., og samþykkja „nýtt frv., þar sem farið er fram á, að afnema vistarskyld- una alveg, af því að hún samsvari eigi lengr kröfum tímans“. Hvað finnst nú Jóni? Gat nefndin verið öllu ráðnari í tillögu sinni? Flutningsmenn síðara frv. tóku nú sitt frv. aftr áðr enn það yrði felt, sem þeim þótti vísa von. í frv. nefndarinnar, sem er í 5 gr. og heitir: Frv. til laga um afnám vistarskyldunnar og um heimilisfang verkmanna er 1. gr. svo orðuð: Það er úr lögum numið, að nokkur maðr sé skyldr að vera í vist, og er hverjum manni heim- ilt að ráða sig til vinnu um svo stuttan tíma sem vera skal. — Við 3. umræðu var skotið inn í á eftir orðunum „í vist“ þess- um orðum „eftir að hann er 20 ára“. Mér flnst annars hér bera vel í veiði, og þing- maðrinn, þessi síviðbúna siagkempa frelsisins, ætti nú að slá sér saman við einhverja stórherra frelsis- ins á þingi næst og færa aldrstakmark þetta enn niðr um nokkur ár, því að ekki una unglingarnir sízt frjálsræðinu, eða er það ekki fullgild ástæða og samsvarandi kröfum tímans? í efri deild komst málið ekki nema til 2. umræðu; var það því að efni til komið að mestu í sama horf og lausamensku frv. neðri deilpar. Það heitir þá: Frv. til laga um afnám vistarskyldunnar og um lausamenn og er í 7 greinum. — 1. gr. Hverjum þeim manni, konu sem karli, sem eigi er tvítugr að aldri og eigi er sveitþurfi né ómagi annars, skal heimilt að leysa sig undan vistarskyldunni með því að taka leyfisbréf til lausamensku hjá bæjarstjórn eða hreppsnefnd þar sem hann á lögheimili; fyrir leyfisbréf skal karlmaðr gjalda 5 kr. og kvennmaðr 2 kr. er renna í bæjar- sjóð eða sveitarsjóð. Leyfisbréf þetta gildir meðan hlutaðeigandi frá þvi er hann tók leyfisbréfið dvelr samfleytt í sama sveitar- félagi; flytji lauBamaðr heimilisfang sitt úr því sveitarfélagi í annað, fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum þeim fyrir lausa- mensku er sett eru hér að framan, ber honum að leysa leyfis- bréf til lausamensku. (Framhald.) Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd. Ef byggir þú vinur, og vogar þér hátt og vilt að það skuli ekki hrapa: þá legðu þar dýrustu eign sem þú átt og alt sem þú hefir að tapa. Og fýsi þig yfir til framtíðarlands og finnist þú vel getir staðið, þá láttu ekki skelfa þig leiðsögu hans sem leggur á tæpasta vaðið. Og þó það sé bezt hann sé þrekinn og stór sem þjóðleið um urðir vill brjóta, þá hræðstu það ei að þinn armur er mjór, því oft verður lítið til bóta. Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið að iðju þó margir sé knáir, þá velta þó fleiri þar völum úr leið sem veikburða eru og smáir. Og stanzaðu aldrei þó stefnan sé vönd og stórmenni heimskan þig segi; ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi. Þó ellin þér vilji þar vikja um reit það verður þér síður til tafar; enn fylgi þér einhuga in aldraða sveit þá ertu á vegi til grafar. ’93. Þ. E. [Sf.] Danskr prestr hefir gefið út rit um drykkjuskap, og skorar þar á alla presta að ganga í bindindi, enn einkanlega ritar hann móti brennivíni og öli. Honum þykir varhugavert, að mæla algerlega móti því, að menn drekki vín, þ. e. hin suðrænu vín, af því, að Salómon segi, að „vínið gleðji mannsins hjarta“, enn öðru máli só að gegna um öl og brennivín. I þessu atriði styðzt höf. líka við krafta- I verkið í Kana, sem frá er skýrt í Jóhannesar guð- í spjalli, og þótt hin guðspjöllin segi, að Kristr hafi á þeim tíma, sem þetta kraftaverk á að hafa farið fram, verið í eyðimörk Júdeu, virðist prestrinn sem sanntrúaðr maðr trúa því, að hann hafi verið á báðum stöðunum í einu. Hann heldr því þó líka fram, að kraftaverkið i Kana hafi miðað til þess að gera menn fráhverfa víndrykkju, og að til þess [ hafi nægt einn munnsopi af kraftaverksvíninu.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.