Fjallkonan


Fjallkonan - 05.04.1893, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 05.04.1893, Blaðsíða 3
5. apríl 1893. FJALLKONAN. 55 Enn Kristr hafi breytt svo miklu vatni í vín — það vóru 600 pottar — til þess að sem flestir gætu orðið bindindismerm af því að bragða það. Neyzluvatn eru Ameríkumenn farnir að hreinsa með rafmagni, og hefir það að sögn tekizt svo vel, að allar bakteríur eða sjúkdómskveykjur hafa drep- izt. Nú er það kunnugt, að hinar skaðlegu bakterí- ur komast fiestar í líkama mannsins með neyzlu- vatninu, og vænta menn því, að mikill árangr verði af þessari uppfundningu. Kristniboð Norðmanna. í norskum blöðum hefir það vakið miklar umræður, hve illa væri var- ið því fé, sem Norðmenn leggja til kristniboðs. Áreiðanlegr maðr norskr, sem hefir kynt sér kristni- boð Norðmanna í Asíu, hefir skýrt svo frá því, að flestir eru nú orðnir því fráhverfir. Hann viðrkenn- ir, að kristniboðarnir kenni að vísu menningu Ev- rópumanna, og að því leyti geri þeir gagn, enn það gagn verði að engu, af því að kristniboðarnir kenni heiðingjunum jafnframt ósiðu Evrópumanna, einkanlega lauslæti og drykkjuskap. Þeir séu tíð- ustu gestir á veitingahúsunum; hann hafði iðulega séð þá sitja þar við konjakk og whisky. Einn af kristniboðunum hafði tælt konu annars manns og sat hjá henni eitt kveld, enn þá kom maðrinn heim. Kristniboðinn fleygði sér út um gluggann, enn manni konunnar félst svo mikið um þetta, að hann drekti sér. Maðr sem rill láta grafa sig lifaudi. Amerískr huglesari, sem Seymour heitir, hefir ákveðið að iáta grafa sig lifandi um Jónsmessu leytið í sumar. Hann kveðst ætla að leggja sig í dá og lætr svo grafa sig. Nefnd manna á að sitja við gröfina nótt og dag, og ofan á leiðið á að sá byggi. Síð- an á að grafa hann upp aftr og lífga hann. Hann segir að „fakírar“ á Indlandi láti oft grafá sig þannig, og það geri þeim ekki neitt til. Lækning drykkjufýstarinnar. Það mun nú vera viðrkent af flestum þeim sem til þekkja, að lækning sú, sem hinn ameríski maðr, Dr. Keeley, beitir til að gera drykkjumenn fráhverfa áfengis- nautn, sé áreiðanleg og alls ekki „humbug“. í flestum borgum í Ameríku eru menn, sem hann hefir læknað, og eru þar dæmin deginum ljósari. Það eru menn af öllum stéttum, íæknar, lögfræð- ingar, verzlunarmenn, handiðnamenn, blaðamenn, bændr, alþýðumenn o. s. frv. Það eru ekki færri enn 10,000 manna, sem talið er að hann hafi lækn- að. Því miðr er þó ekki þessi lækning óbrigðul, því allmargir af þeim, sem leita hennar, verða drykkjumenn eftir sem áðr. Orfáir eru þeir, sem lækningin hefir engin áhrif á. Dr. Keeley segir, að að eins 5 af hundraði af sjúklingunum verði drykkjumenn, enn líklegt er, að þeir séu fleiri. — Dr. Keeley kallar þessa lækning gull-lækningu, og segir, að uppleyst gull sé helzta efnið í því sem hann spýtir inn í sjúklingana. Nú hafa margir læknar reynt það, og hefir það verið árangrslaust, enda segja þeir, að þau lyf sem Dr. Keeley brúkar, dugi alls ekkert í þessu tilliti. Enn þá hlýtr Dr. Keeley að fara öðruvís að, enda hefir hann ekki viljað segja neinum, hvernig lækningin fari fram. Sumir halda, að hann svæfi sjúklinga sina „hyp- notiskum11 svefni, svo að leiðsludáið sé aðallækn- ingin. Skipaútgerð Norðmanna. Engin þjóð í heimi stendr framar Norðmönnum í sjávarútvegi og skipa- gerð. Á síðustu 10 árum hafa þeir að meðaltali verið að smíða 54 seglskip, og álíka mörg gufu- skip. — Ætli íslendingar ættu ekki að snúa sér til Norðmanna ef þeir vilja kaupa ný skip? Hæsti maðr í heimi, að því leyti sem alment er kunnugt, er Henrik Brustad, norskr maðr. Hann er 86 þumlungar á hæð, er 300 punda þungr og 32 þumlungar yfir herðar. Hann hefir verið 20 ár í útlöndum, til að sýna vöxt sinn, enn hann er maðr vel vaxinn. Eitt sinn kvaðst hann hafa séð mann jafnstóran og var það Kínverji. Vagga maimkynsins. Eftir nýjustu rannsóknum eru upptök mannkynsins í Ameríku, enn ekki í Asíu, eins og sagan segir. Það er sannað með vís- indalegum rannsóknum, að Ameríka hefir verið bygð mjög löngu fyrir „syndaflóðið“, semkallað er, eða á hinu „tertiera“ skeiði hnattarins. I Norðr-Ame- ríku hafa verið tvær ísaldir. Svo mikið er víst, að Ameríka hefir verið bygð löngu áðr enn líkindi eru til að nokkrir aðkomendr hafi fluzt þangað. Hverir eiga Bandaríkin. Járnbrautafélögin eiga 211 milj. ekra, Vanderbilt 2 milj., Mr. Disston í Pen- sylvaníu 5 milj. og Mr. Murpliy í Kaliforníu á land, sem er á stærð við fjórða part íslands. Ýmsir lleiri auðmenn eiga lönd, sem eru litlu minni enn þetta. 21 milj. ekra eiga útlendir menn, sem eru alveg frá- hverfir stjórninni. Afiið í Niagara-fossiuum eru Ameríkumenn nú farn- ir að nota til almennings gagns. Aflið má Jeiða með rafmagnsfærum afar langar leiðir burtu til að lýsa borgir o. s. frv. Fyrir nokkru eru upp komnar pappírs gerðar vélar við Niagara, og fá þær þannig mjög ódýrt hreyfiafl og auk þess hreint vatn úr ánni, sem er nauðsynlegt til pappírsgerðarinuar. Það er ekki ólíklegt, að pappírsgerð gæti þrifizt hér á landi, því að hér mun vera talsvert efni til pappírsgerðar, og ekki vantar vatnsafl. og hreint vatn. Mannfjöldi í Róm var í sumar var 438,123. Degar Augustus keisari lét taka manntalið 28 f. Kr., vðru borgarbúar 1,337,000. 100 árum siðar er talið, að þeir hafi verið 2 milj. Síðar fækk- aði borgarbúum svo, að á útlegðardögum páfanna vóru þar að eins 17000 íbúar. Á dögum Leós 10. vóru borgarbúar 40,000, í byrjun þessarar aldar 153,000, 1812 117,000, enn síðan ’hefir þeim stöðugt fjölgað. Yerzlunin í Kirkjustræti 10, sem Kristján Þorgrímsson stendr fyrir, og auglýst er hér í blaðinu, var stofnuð í haust og hefir í allan vetr haft birgðir af þeim nauðsynjavörum, sem þar eru taidar. Sérstaklega hefir þessi verzlun gert stórmikið gagn að því leyti sem snertir nauðsynjar til sjávarútvegs, þar sem þær þrutu hjá öðrum kaupmönnum snemma í vetr, og hefði útvegsmenn orðið fyrir stórtjóni, ef þessi verzlun hefði ekki haft handa þeim segldúk og færi, enda hafa og þilskipin fengið þær vörutegundir þar. Vörurnar eru bæði vandaðar og stórum ódýrri, enn menn hafa nokkurn tíma átt að venjast hér, og væri óskandi að þessi verzlun gæti þrifizt sem bezt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.