Fjallkonan


Fjallkonan - 25.10.1893, Síða 4

Fjallkonan - 25.10.1893, Síða 4
172 FJALLKONAN. X 43 á sunnudögum, því það getr verið svo mikið tjón, ef ekki er slegið á réttum tíma. Uppskeran í ár verðr víst heldr rýrari enn í fyrra. Eg fékk 8—4 bush. minna af ekrunni nú enn þá. Verð á hveiti lágt (B4 cents bush.), enn er heldr að hækka í svip- inn. — Sorglegt slys vildi til í bygðinni hér fyrir stuttu: Unglingspiltr, Gunnar Geirhjartarson úr Þingeyjarsýslu, vann við þreskivél. Einn dag fékk hann leyfi til að bera í vélina um stund að gamni sínu. Enn í ógáti seildist hann of langt inn í hana, og dróst hann inn í vélina og dó á svip- stundu“. Séra Matth. Jochumsson hélt allmiklar ræður í norskum „klúbb“ í Chicago, sem kendr er við Árna Garborg. Hann hélt þar tölu um Noreg, og aðrameð „mikilli andagift“ um Björnstjerne Björnson; kvaðzt hann sem prestr þakka Björnson fyrir hans miklu sannleiksást, og vildi hann óska, að hver maðr, sem kristins nafn ber, leitaði sannleikans jafn-dyggilega, sem B. Björnson. — Ágrip af þessum ræðum er í norskum blöðum. Hr. Sigfús Eyiuumlsson, sem kom með síðasta póstskipi úr Ameríku-för sinni, hefir farið víða um bygðir íslendinga í Ameríku. Hann fór bæði um Argyle og Melita nýlendurnar, og lætr hann vel yfir efnahag íslendinga þar. Hann fór og norðr að Mani- toba-vatni, að skoða hina nýju íslenzku nýlendu, sem þar er að myndast. Þar leizt honum einna bezt á landkosti, sérstakiega fyrir íslendinga. Þar má hafa bæði hveitirækt og kvikfjárrækt, og auk þess veiði í vatninu. Ennfremr fór hann til Dakota og skoð- aði nýlendu íslendinga þar; leizt honum vel á hana. Eftir það fór hann til Chicago og dvaldi þar um þrjár vikur á sýningunni. Þaðan fór hann austr til Mon- treal, og síðan suðr til Niagara og þaðan til New York. — Af íslendingum, sem farið hafa á sýninguna, hefir enginn dvalið þar jafnlengi sem hr. S. E.; héð- an að heiman komu þar engir aðrir, enn þeir séra Matthias og hann, enn nokkrir Ameríku íslendingar höfðu farið þangað; þangað fór og frú Sigr. Magnús- son frá Cambridge, og hafði með sér sýnishorn afís- lenzkri tóvinnu o. fl., sem þótti vera mjög óvandað, og hefir því að eins orðið íslandi til vanvirðu, hafi nokkur veitt því eftirtekt. Maðr skaut sig óviljandi 13. okt., Guðmnndr Gottskálksson að nafni, ungr maðr frá Reykjakoti í Ölfusi. Yar á rjúpnaveiðum; hafði rasað með hlaðna byssuna og skotið farið í gegnum höfuð hans. Skipstrand. 6. okt. strandaði í ólafsvík kaup- skipið „Svanen“, eign Tangs verzlunar á ísafirði. í því var nokkuð af íslenzkum vörum og var þeim bjargað. Dáin 16. þ. m. að Yorsabæ í Flða Sigríðr Jónsdðttir, kona Gests bðnda Guðmundssonar, er þar býr. „Hún var greind vel, og góð kona, enn hafði lengi verið heilsutæp, 14 þð ekki rúm- föst nú síðast nema 1 eða 2 daga. Dau hjón vðru þrímenning- ar að frændsemi. Einberni þeirra er Jón bóndi í Yillingaholti, orðlagðr hagleiksmaðr". Þjóf'naðr. í haust hefir verið framinn þjófnaðr með mesta móti hér í Reykjavík Ymsir sveita- menn hafa að sögn orðið fyrir gripdeildum. Inn- brotsþjófnaðr var framinn fyrir nokkru í Landa- koti, og var þar stolið miklu af kjöti, sem ýmsir bæjarmenn höfðu komið þar fyrir til reykingar. Þjófrinn eða þjófarnir, sem að þessu hafa unnið, eiga að likindum heima ekki all-langt frá Landa- koti, og ætti lögreglustjórinn að gera einhverja gangskör að því, að koma þessum þjófnaði upp. Því miðr virðist þjófnaðr vera að fara hér stöðugt í vöxt, og er ekki við öðru að búast, þar sem það er örsjaldan, að þjófnaðr komist hér upp. Hér væri því ebki varþörf á leyni-lögreglu. Misprentað í greininni „Htlendir ferðamenn" í síðasta blaði í neðstu línu í fremra dálki á bls. 167: „ritstjóri íslenzka blaðsins", á að vera „útlenda blaðsins“. Hjá M. Johannessen fæsi: Mysu og sveitzerostr, export, malt, kandís, melís, grjón, flórhveiti, rúsínur, fíkjur, chocolade, stearin- ljós, grænsápa, sjóhattar, maskínunálar, cognac, brennivin, borðviðr, plánkar, tré, Kontor- og Gyngestole m fi. Zofyrgarn, Fantasisilke og Brodergarn i mang- foldige Skatteringer, Angola, Java, Grenadine, Klæde, Stramei, Uldtöi, Silkeslips, Slips- og Sbjærf- baand, Silkebaand, Kvaster, Snorer af Uld og Silbe, paategnede og paabegyndte Broderier, Fjær, Blonder, Börneströmper, Handsker. Vinterhatte, moderne, for Damer og Börn, pyntede og upyntede og m. m. faaes hos M. Johannessen. Nýkomið í verzlun Finns Finnssonar á Laugaveg 17: Stumpasirz góð og falleg. Chocolade. Púðrsykr. Kaffibrauð. Hveiti no. 1. Kaffi afbragðsgott. Hand ápa. Jólaljós o. fl. ísaums uppdrættir, eftir frökenS.Jónassenog fröken Th. Wah!, eru nýlega gefnir út í Kaupmanna- höfn. Fást í bókaverzlun 0. Finsens á 1 kr. 50 aura. Hálf heimajörðin Hróarsholt í Villingaholts- hreppi, 20 hndr. að dýrleika, með 4 kúgildum, fæst til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum með hagfeldum borgunarskilmálum. Jörðin er, eins og kunnugt er, afbragðs slægjujörð og framfleytir tals- verðum peningi. Á henni er nýtt íbúðarhús úr timbri með járnþaki. Menn gefi sig fram við undirskrifaðan innan 14. febrúarmánaðar næstkomandi. Hróarsholti 14. okt. 1883. Kolbeinn Þorleifsson. FJ ALLKONAN kemr fyrst um sinn út á miðvikudögum. Útgefandi: Valdimar ismundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.