Fjallkonan


Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 1
Nr. 4. XI. ár. FJALLKONAN Au;lfsingar (ídýrri enn ( öðrum blöðum. Reykjavík 24. janúar 1894. Dppsögn sirifieg fyrir 1. október. FJALLKONAN kostar 3 kr. um árið (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Nýir kaupendr hér í nærsveitum, sem gerast kaupendr að blaðinu eftir nýár 1894, geta fengið allan árganginn 1893 6- keypis og kostnaðarlaust sendan, enn fjarsveitamenn verða að borga burðargjald árgangsins með 30 aurum, sem hægast er að senda í ðbrúkuðum frímerkjum. Peir sem útvega nýja kaupendr, tvo eða fleiri, geta einnig fengið ðkeypis árganginn 1893, og ennfremr árg. 1890, 1891 og 1892 innhefta, meðan uppl. hrökkr, auk fylgiritsins Gefjunar. Af árgöngunum 1892 og 1893 eru talsverðar birgðir, og geta því margir enn fengið þá. Gaman vœri að vita, hvaöa blað býðst með ódýrari kostum. Þeir sem fá árgangana 1892 og 1893 í kaupbæti með árg. 1894, fá hvern árg. á 1 kr., og þeir sem fá alla fimm árgang- ana, fá árganginn á 60 au., og ef til vill ýms smárit að auki, þ. e. 52—56 arkir á 60 aura eda rúman eyri ork- ina. Til aösendanda. Þeir sem seuda Fjallk. ritgerðir eða fréttabréf eru beðnir að vera svo stuttorðir sem unt er. Því miðr kunna fáir að koma hugsun sinui svo fyrir á pappír- num, að þeir eyði ekki tii þess óþarflega mörgum orðum, og verða þessar þulur oftast öllum leiðar, nema höf. sjálfum, sem þykjast menn að meiri, því meira sem þeir geta rausað, þótt þeim varla hrjóti orð af viti. Ekki nóg með það, að þessir menn plága ritstjórana með því að yfirfara endileysur þeirra, heldr eru þeir svo ósvífnir að heimta, að þær séu sendar sér aftr og jafnvel borgað undir! Það er og alitítt, að blöðum eru sendar greinar, sem eru æru- meiðandi fyrir einstaka menn, enn drengskapr höf- undanna er þá venjulega ekki meiri enn svo, að þeir vilja ekki íáta nafns síns getið. Fréttaritarar ættu að véra stuttorðir um þau mál, sem eingöngu snerta héruð þeirra, og varast alt per- sónulegt þvaðr. Meðal annars rusls, sem blöðunum berst úr ýmsum áttum og ekki er neinu nýtt, er talsvert af Ijóðmæl- um, og gegnir jafnt furðu, hve rnargir eru að bögl- ast við að yrkja, sem hitt, hve gersamlega aridlaust það er hjá allflestum — þegar bezt lætr eru hugsan- irnar stæltar, og þá ekki prentandi heldr. Fjalllc. vill biðja sig undanþegna þessháttar sending- um framvegis. Sum önnur blöð eru eflaust móttæki- legri fyrir slíkt, enda rúmmeiri enn Fjallk. Námsstyrkr Mööruvellínga. Þó að lygin sé talin takmarkalaus, þá er þó tvent víst og áreiðanlegt: að mennirnir eru alment öðru- vísi enn þeir ættu að vera, og að Möðruvellingar eiga ekki upp á náðar-pallborðið hjá fjárveitingar- yaldi þjóðarinnar. Frá því er skólinn var stofnaðr, urðu þeir að fálma sig áframjaf eigin rammleik. Enn svo var sem ný, öldungis óþekt vonarstjarna rynni upp fyrir sjónum þeirra 1889, þegar þingið snaraði í þá, öldungis for- málalaust, 500 kr. Og þó að þessi upphæð yrði bein- línis, blátt áfram hallæris-jórtrtugga handa svo mörg- um nemendum, blásnauðum, sem í skólanum urðu, þegar er búið var að krækja þessari flugu á öngul- inn, þá gat hún samt minni og nánasarlegri verið. Og allir sem á skólann hafa kornið síðan, þeir hafa mænt á stjörnuna með tárin í augunum og grátstaf í hálsinum, auðvitað með misjöfnum árangri; allir bjuggust þeir við að hún hækkaði gönguna, yrði dýrðlegri og fegri, enn það átti nú ekki einu sinni fyrir henni að liggja, því í sumar, 1893, færir alþingi „fúlguna" niðr um 100 kr. Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að þetta var mesta snjallræði til þess, að draga úr aðsókn- inni að skólanum nú, þegar hún loks var vöknuð, eftir að hafa dregið ísur á horrim dauðans í mörg ár. Og hins vegar, þegar alþingi í orði kveðnu virðist hlynt alþýðumentuninni, enn kippir þannig styttunum undan máttarstólpa þeim, sem ætlað er að haldi henni á lofti, auki hana og efli, þá kalla ég að það rífi niðr með annari hendinni jafnframt því, sem það byggir með hinni. Þetta er frá almennu sjónarmiði sagt. Enn frá sjónarmiði sjálfra skólapilta á Möðruvöllum er og margt við þessa niðrfærslu að athuga, og kemr þá einkum til greina fátækt pilta þeirra sem á skólan- um dvelja, og í annan stað, þar næst, kröfur þær er þeir sanngirnislega eiga heimting á, gagnvart nemendum hinna „lærðu“ skóla, þótt ofar sé settir í mannvirðingastiganum. Margir óska sér auðæfa, metorða eða langra líf- daga, og kvenfólkið einkanlega aðdáanlegrar fegrðar, sem hver einasti karlmaðr verði heillaðr af. Enn ekki hefðum vér, Möðruvellingar. óskað oss neins slíks, þó hamingjudís vor hefði oss (óskastein‘ í lófa lagt, eða vér komizt (undir enda friðarbogans'. Nei, vér hefðum óskað oss þess eins, að oss mætti veitast sú tign, að hafa alla þá, sem atkvæði greiddu með þessari niðrfærslu, í kosti hjá oss, þó ekki hefði verið nema einn dag, svo þeim gæflst á að líta kost þann, sem vér urðum við að hlíta, nauðugir, viljugir. Ef þeir hefðu þá verið nýkomnir úr veizlunni frá lands- höfðingja, trúi ég því naumast, að þeir hefði étið trogin með og beiniu, eins og Logi forðum. Enn að því sleptu, þá var þingm. innan handar að afla sér upplýsinga um nauðsynina, sem var til þess, að auka styrkinn, miklu framar enn rýra, og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.