Fjallkonan


Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 3
24. jan. 1894. FJALLKONAN. 15 vísað úr landi; eru þeir flestir ítalir. Einhver 6- greinileg fregn var um það, að liðsflokkum Frakka og Englendinga hafi lent saman í vopnaskifti í Sierra Leone, eftir sögn af misskilningi nokkrum af Frakka hálfu. Því máli hefir hreyft verið á Frakklandi að gera skipaskurð milli Bordeaux og Narbonnes til samgangna milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs, og á skurðrinn að verða svo mikili, að stærstu herskip geti gengið eftir honum; áætlaðr kostnaðr 550 milj. króna. — Á Englandi mæla nú merkir menn með því, að euska stjórnin efli nú fyrst og fremst flotann stórkostlega og gangi síðan í þríríkjasambandið og sé það brýn nauðsyn, úr þ/í tveggja stórvelda sam- bandið (Frakkland og Kússland) myndaðist árið sem leið. — Frakkar og Spánverjar hafa gert verzlunar- samning sín á millnm, er var undirritaðr 30. des. f. á. og þykir hagfeldr báðum og talið eigi ólíklegt að verða muni til póiitisks samdráttar milli ríkjanna. Er mælt, að Leó páfi hafi átt drjúgan hlut í því að samningr þessi komst á. í málþráðarskeyti 2. jan. þ. á. segir þannig: „Drotningin hefir eftir meðmælum ráðaneytisforsetans undirskrifað tilskipun, sem veitir Frakklandi, Austrríki, Þýzkalandi, Danmörku, Eng- landi og Ítalíu sömu ívilnanir, sem gefnar eru í þeim verzlunarsamningum, sem ganga í gildi 1. jan. gagn- vart Sviss, Noregi og Hollandi. — Inflúenza gekk allvíða erlendis, mest í Yínarborg; þar höfðu sýkzt um 50,000 og dáið fjöldi; var enda lokað skólum. — Kólera gekk i Pétrsborg. — í mörgum borgum í Ameríku var mikið atvinnuleysi, einkum í Chicago, þar sem vóru 126,000 atvinnulausir. í þeirri borg var því mikið um glæpi; auk alis anuars 5 morð á dag að meðaltali, og er það lítil furða með þvílaga- leysi, sem þar á sér stað, því að 6 ár eru síðan maðr var þar síðast af tekinn, og flestir morðingjar, sem annars verða uppvísir, komast af með fárra ára betrunarhúsvinna. Feiknastormar höfðu gengið í nóvember f. á., eink- um við Orkneyjar. Vóru skipaábyrgðarfélagiuu „Lloyd“ (í London) tiikyntir 298 skipreikar, stærri og minni. Dáinn var á Englandi Tyndall, einn hinn fræg- asti náttúrufræðingr, enn á Þýzkalandi Alexander af Battenberg, er fyrrum var Bolgaríufursti. Vetrarfar hafði verið gott eriendis. Vorar vóru í viðlíka verði og áðr. Kornvara og sykr, ef nokkuð var, heldr lægra, enn kaffi hækk- andi. Betri horfur, að sögn, með fiskverð. Úr Árnessýslu. Bágt er að heyra hvernig „Árnesingr“ í 50. nr. Fjallk. fer að lýsa þingmönnum okkar sýslubúa; þeir mega spyrja: „Hver er það sem dæmir mig? Er það flón eða klókr „agent“ fyrir aðra, sem vilja ná í sæti okkar?“ Hann gerir ekki annað i grein sinni enn rífr niðr og lætr biða með að byggja i skarðið, ef hann annars byggr svo langt fram í veginn; vér skulum ;,samt gera svo ráð fyrir, að bann bafi haft þá hugmynd þegar hann ritaði grein sina, enn úr hverju ætli hann hyggi þá? Liklega úr betra efni enn þeir nú- verandi þingmenn eru gerðir af; setjum nú svo; enn ætlar hann þá að vera eins heimtuf'rekr við hina nýju, ímynduðu, betri þing- menn sina? Ætlar hann þeim að þurfa eigi nema að núa Alad- dins-lampann og láta alt verða á svipstundu, sem hvorum þeirra hugkvæmdist til gagns og gleði sér og sinum áfjáðu kjósendum? Nei, góði sýslungi minn, hingað og ekki lengra. Vér höfum ekki ástæðu til að heimta meira af öðrum enn góðu hófl gegnir. Þingið er skipað fleiri mönnum enn vorum, og því ekki að hú- ast við, að þeir séu þar einráðir og einvaldir. — Þó Þorlákr óttaðist Nellemann á seinaBta kjörfundi, veik hann þó ekki frá loforði sínu við kjósendrna‘ á síðasta þingi og hefir alla jafna verið oss og landinu þarf'r þingmaðr; enn hvað Boga snertir, þá er hann, að voru áliti, framfaramaðr, enn þó gætinn, og munu þeir kostir ekki lastandi á þingmanni, og þó Árnesingr- inn vilji henda gaman af bréfi hans (Boga) til kjörfundarins á síðasta sumri um framfarahugmyndir hans gagnvart skerjun- um á Eyrarbakka og Lefolii, þá skildi víst enginn, sá er heyrði hréfið, þetta svo, að verkið skyldi gerast á augabragði, ef hann yrði kosinn þingmaðr, svo annaðhvortj.hefir nefndr greinarhöf. gert það af vilja að leggja áherzlu á þessi atriði Boga til mink- unar, eða hann hefir ekki haft betr vit á að skilja meiningu þeirra. — Ég man það líka og kannske fleiri, að það vóru taldar öfgar og óhæfa að koma upp með það, að fá brú á Ölfusá hjá Selíossi, enn hvernig fór? Menn fóru á endanum eftir fleiri ár að festa hugann við hugmyndina og gera hana mögulega, svo nú mega þeir er æptu mest móti henni sjá og þreifa á, hvað góðr vilji með fylgi fær orkað. Þvi er enganvegínn sagt, að nefnd uppástunga Boga fái ekki með tímanum framgang, og að skerin á E.bakka fái að lúta æðra valdi frá manns hendi, og að Lefolii gamli verði þá farinn frá „keipnum". Lengra fer ég ekki út í þessa sálma, enn vonast til að hinn bráðhuga sýslungi minn glepji ekki sjónir fyrir Árnesingum með þessari grein sinni. Amesingr. Skiptapar tveir urðu á ísafjarðardjúpi 7. og 9. des., voru sex marms á hvoru skipi. Formenniruir vóru: Bened. Gabríel Jónsson frá Meirihlíð á öðru, enn Guðmundr Sigurðsson á Höfða og Jón Guðmunds- son á Marðareyri á hinu. Þeir sem druknuðu vóru flestir ungir menn og efnilegir. Kvefsótt hefir gengið víða um land fyrri part vetr- ar og hefir nú ali-lengi gengið í Rvík og gengr hér enn; snýst upp i bronchitis á mörgum og lungnabólgu á sumum. Prestkosning fór fram í Stykkishóimi (Heigafells- prestakalli) 19. des. og var kosinn séra Sigurðr Gunn- arsson próf. á Yalþjófsstað með 47 atkv. Séra Sig- urðr prófastr í Flatey fekk 32 atkv. og séra Helgi Árnason (settr prófastr) 7 atkv. Dans á laugardagskveldum. Þess var getið í blaði þessu í vetr, að ýms félög hefðu haldið hér dans á laugardagskveldum fram yfir kl. 11, eða lengr enn lög leyfa. Útaf þessu var höfðað mál gegn 3 félög- um og vóru þau öll dæmd, bæði fyrir undirdómi og yfirdómi, í sektir og málskostnað. Dáinn fyrir skömmu Tómas Eggertsson á Ingjalds- hóli í Snæfellsnessýslu, einn af merkari bændum þar vestra. Strandasýslu, í des.: „Fisklaust heflr verið hér í haust á Gjögri; hæsti hlutr um 100 af smáfiski, enda var mjög gæfta- lítið, því tíðarfarið hefir verið mjög óstilt og rosasamt. — Verzl- un hér á Beykjarfirði mjög bág íhaust; bezta kjöt tekið á 14 au. pd., lakara á 12 au., haustull á 36 au.; útlend vara: rúgr á 8Y2 au., bankabygg á 12 au. Þó er það verst víð þessa verzlun, að hún er oftast matvörulaus að vetrinum, þvi héðan er ilt að ná til annara verzlana, þar sem ekkí er að fara nema annaðhvort að Arngerðareyri eða yfir á Skagaströnd, og er hvorttveggja erf- itt á vetrardag. Tvo síðustu dagana í næstliðnum mánuði var hér 18° frost á B,., og muna ekki elztu menn eftir öðru eins frosti svo snemma á vetri, enda rak þá hér alt fult af hafís. Það lítr hér illa út með bjargræði í vetr, þar sem fiskaflinn brást svona í kaust og kaupstaðrinn er svo sem matvörulaus. Heilsufar fólks yfir höfuð gott“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.