Fjallkonan


Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 4
16 FJALLKONAN. XI 4 Laiidbúnaðarfélas:ið danska (det kgl. danske Landhusholdningsselskab) er mjög öflugt félag og hefir stórfé yfir að ráða. Þetta félag hefir stöku sinn- utn veitt íslenzkum mönnum eða félögum styrk og mundi hafa gert það oftar, ef þess hefði verið leitað, enda gaf konferenzráð W. A. Hansen félaginu 1802 12000 krónur, er verja átti eingöngu til verðlauna og til að hvetja til nytsamra fyrirtækja á Færeyjum, íslandi og Grænlandi. Búnaðarfélög vor gætu eflaust notið góðs af þessu félagi, einkanlega bókagjafa. — Hinn síðasti fjárstyrkr, er félagið hefir veitt íslenzk- um manni, eru 300 kr., sem það veitti hr. Sæmundi Eyjólfssyni til að kynna sér varnir gegn sandfoki á Jótlandi og kynnast! búnaðarháttum Norðmanna. — Um skýrslu þá er hr. S. E. gaf aftr félaginu er sagt í ársskýrslu fél., að þótt sumt í henni sé ekki ófróð- legt, þyki ekki vert að prenta hana. ------------- Frændi. Eftir Budyard Kipling. — Við Hans Breitmann, þýzkr samferðamaðr minn, vildum færa rekkjur okkar framar i skipið. því að þar var svalara. Þá varð okkr litið á risavaxinn apa, „Orangutang“, sem brölti þar i járnvirki. Hann öskraði ámátlega, þegar við gengum fram hjá honum. Hann var frá Halayaeyjunum og átti nú að fara til Englands og vera þar til sýnis fyrir 1 kr. aðgöngu- eyri. Haun hafði ólmazt í járnvirkinu í mánuð, öskr- að og brotizt um, og lá nærri að hann kyrkti einn hásetann, sem var svo óvarkár að hætta sér nærri járngreipum hans. „Það væri betr að þú liefðir dálitla sjósótt“, sagði Hans og stóð við hjá virkinu. „Þú ert oflíkr sjálf- um þér enn þá“. Apinn rak handlegginn út um járngrindrnar, sem kólfi væri skotið, og náði í bringu Þjóðverjans og reif flyksu úr náttklæðum hans. Þjóðverjinn brá sér hvergi, enn tók banan-kvöxt úr kerfi, sem hékk skamt frá okkr. „Já, oflíkr sjálfum þér“, sagði Þjóðverjinn, flysj- aði ávöxtinn og fleygði honum i apann, sem var að reyta sundr flyksuna úr fötunum. Svo hengdum við rekkjur okkar þar sem háset- arnir sváfu, og höfðum þar betra loft. Sjórinn var að sjá sem olía, nema við hliðar skips- ins, þar var sem sæi í eld, og eldrák var í kjalfari skipsins á eftir okkr. Það var stafalogn. Hans lagði sig út af og kveykti í vindli til að reykja undir svefninn. Yið fórum þá að tala saman. Hann var eins mjúkraddaðr og lognöldu-skvaldrið, og lífsferill hans stórkostlegr sem útsærinn, því aðhann hafði farið um öll lönd til að safna villidýrum og allskonar náttúru-undrum fyrir þýzka og ameríska kaupmenn. Eg starði á eldinn í vindlinum og hlustaði á Hans, sem ýmist talaði hátt eða lágt, þangað til eg hálf- sofnaði. Alt í einu fór apinn að brjótast um og æpa sem sál í hreinsunareldinum og lamdi virkið svo það nötraði. Hann hefir líklega verið að dreyma um líf sitt í skógunum. „Ef hann slyppi nú út, þá væri úti um okkr“, sagði Hans. „Hann er ekki raddlaus. Þegar hann þagnar, skulu þér heyra, hvernig ég fer að því að skjóta honum skelk í bringu“. Þegar dró niðr í apanum, fór Hans að hvæsa eins og höggormr, og tókst það svo vel, að mér varð dauðilt við. Apinn var sem þrumulostinn og skalf af hræðslu. „Þar gat ég fengið hann til að þegja“, sagði Hans. „Þetta bragð lærði ég þegar ég var gerðr út til að veiða smáapa handa nokkrum mönnum í Beriín. Allar lifandi skepnur eru hræddar við apa, nema nöðrurnar. Ég varð því að vera naðra til að halda þeim í skefjum. Svona eru allir apar. Soflð þér, eða á ég að segja yðr sögu, sem þér ekki trúið“. „Það er ekki hægt að segja mér neitt, sem ég er ófús að trúa“. „Ef þér hafið lært að trúa, þá hafið þér lært mik- ið. Nú skal ég reyna“. Það var þegar ég var að veiða þessa smáapa. það var fyrir eða eftir 1870, og ég var þarna yfir á eyj- unum, þarna sem skugginn er“ — hann benti í átt- ina til Nýju Gíneu. „Ég vil heldr veiða eldrauða púka enn þessa apa. Ef þeir bíta ekki fingrna af manni, þá deyja þeir af heimþrá, því sálarkindin í þeim er svo ófullkomin, ekki nema hálfvaxin, enn sjálfstilfinningin aftr svo næm. Eg var þar nær því ár, og kyntist þar manni. sem Bertram hét. Hann var franskr, allra vænsti maðr, og þekti vel náttúr- una. Sagt var, að hann væri glæpamaðr, sem hefði strokið, enn hann skildi eðli dýranna, og það þótti mér mest vert. Hann gat kallað á öll villidýr í skóg- inum og þau lutu boði hans og banni“. (Framhald). Misprentað. í greininni í síð. bl.: Offrskylda verzlunar- þjóna eru tvær prentvillur, sem valda misskilningi: „virðist liggja i augum uppi, að hér sé eigi að ræða um aðra menn eða þjóna kaupmanna, enn einungis verzlunarþjóna“, á að vera: „verzlunarstjóra“. Og síðar: „full laun hafa engir þjónar neins kaupmanns nema verzlunarþjðnar þeirra“, — á að vera: „verzl- unarstjórar þeirra“. Blátt vaömal, einkar vandað, hentugt í peisuföt handa kvenfólki, er til sölu í Þingholtsstr. 18. Minna ekki selt í einu enn 6—7 álnir. Gamlar bækr íslenzkar, Gömul handrit og bréf, Gömul, rituð skinnblöð, Gamlar ísl. myndir, Gömul ísl. frímerki (skildingafrímerki) kaupir útgef. Fjállk. Tuskur ór ull. Tog og ullarhnat. Tuskur úr hvítu lérefti. Hrosshár. Gamall kaðall. Gamall segldúkr. Kopar. Eir. Lá- tún. Zink. Blý. Gamalt járn. Hvalskíði. Alftafjaðrir. Álfta- hamir. Kattaskinn. Folaldaskinn. Lambskinn. er keypt í 3 Aðalstræti 3. Útgefandi: Valdimar Ásmundarson. Félagspreutsmiðj an.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.