Fjallkonan


Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 24.01.1894, Blaðsíða 2
14 FJALLKONAN. XI 4 þykir mér all-líklegt, að slíkar upplýsingar kefðu verið vel fáaniegar og það inuanþings, enda er lík- legt, að þeim hafi verið kún fu!I-ljós, þessi nauðsyu, enn viljann hafi heldr vantað. Og þó að ölmusur við „lærða skólaun“ og presta- skólann væru jafnframt færðar niðr, þá er þess að gæta, að þar var af töluvert feitum bita að klípa; latínuskólasveinar hafa feugið alt að 100 kr. á vetri, enu rúmr helmingr skólasveina á Möðruvöllum 25 kr.> og ekki meir, eða sá hiuti þeirra, sem tekizt hefir að bera sig nógu vesalmanulega. Og þó að þeir, sem „lærða“ veginn ganga, eigi langa leið fyrir höndum til landsins fyrirheitna, þá er sá vegr þó ekki óendanlegr. Enn sá er munrinn, að Möðruvellingar eiga eiginlega alls ekkert fyrir- heitið land, sem þeir hafi til að keppa. Peim er bara hleypt út á gaddinn og glerunginn, með steina fyrir kodda og hríðarélin fyrir ábreiður, og mega þakka hj&rtanlega fyrir, ef þeim tekst að naga sig niðr á einhverja hálfnagaða hundaþúfu, í stað þess sem hinum er búið hlýtt og mjúkt hreiðr til að kúra í og feitasta gæsin í héraðinu til þess að krækja í. Það eru tveir hlutir ólíkir. Þegar svo ennfremr þess er gætt, að meginþorri þeirra sem „lærða“ veginn ganga eru synir og skjól- stæðingar efnamanna, sem hafa töluverð bein í hönd- um, enn hinir veljast á Möðruvallaskóla, sem ekki eiga annars úrkost, og þó þann því að eins, að við- hafa svo mikla sparsemi, sem frekast er unt, eiga margir alls enga að, enn hafa sumir þar að auki fyrir ómögum að sjá, systkinum og foreldrum — þá verðr það rniklu ljósara enn áðr, hve óhöfðinglega þinginu hefir farið við þessi vinstrihandarbörn sín. Jafiivel þótt ég viti, að neyðin getr gert vaxna menn svo barnslega, að þeir hlæi út undir eyru, ef einum peningi er stungið í lófa þeim, þá vil ég al- varlega skora á pilta þá, sem í vetr dvelja á Möðru- vallaskóla, að reyna af fremsta megni að komast af á eigin spýtur, heldr enn auvirða sig svo mjög, sem þarf til þess, að leggja sig í líma til að krækja í þessa sultartuggu sem þingið býðr, 400 kr. handa um 40 bláfátækum unglingum — það er jöfn fúlga og 2 latínuskólapiltar fá á vetri oft og tíðum, sem eru á leiðinni í embætti með eftirlaunum. Enn langtum heppilegra og drengilegra álít ég, að næsta þing stryki gersamlega þessa fjárveitingn i burtu, heldr enn að narta af henni og særa að rauna- lausu tilfinuingar þeirra, sem verið hafa, eru og verða munu á Möðruvallaskóla, með því, að hafa þá að sultarbitabörnum, — það veit hamingjan! Guðmundr Friðjönsson. Palladómar um þingmenn. 22. Jón Jónsson, 2. þingm. Eyfirðinga (frá Múla), er vasklegr maðr álitum, stórskorinn og greindarlegr á svip, dökkhærðr, með svart yfirskegg; augun eru dökk og augnaráðið hvast og alt útlit hans hið djarfmannlegasta. Hann er einkar vel máli farinn; talar einarðlega og hugsar ljóslega og skipulega. Málrómrinn er skír og sköru- legr. Það er enginn vafi á því, að Jón í Múla er meðal hinna efnilegustu manna af bændastétt, sem á þingi hafa setið, enda hafa samþingismenn hans viðr- kent hæfileika hans með því að kjósa hann einatt í hinar helztu nefndir. Hann hefir sjálfstæða skoðun á stjórnmálum og vill þvi ekki ganga í taumbandi annara, eins og margir aðrir. í kirkjumálum er hann hleypidómalaus og með hinum frjálslyndusta þingmönnum. Hann mun vera eiuhver hinn mentað- asti bóndi á þingi, hefir fjölhæfa þekkingu, samfara öðrum góðum hæfileikum. 23. Jón Jónsson, 2. þingm. Norðrmúlasýslu (frá Bakkagerði), er maðr ekki fríðr sýnum. enn glaðlegr og einarðlegr. Haun. hefir snjallan málróm, og er vel máli farinn. Hann er einarðr vel og getr orð- ið beizkyrtr, þegar því er að skifta. Hann er sann- færingarfastr maðr, og lá við sjálft að kjósendr haus rnuudu ekki endrkjósa hann við síðustu kosningar, af því að haun var meðmæltr vistarbandsleysingunni, enn allr þorri kjósenda hans var mjög í móti því máli. að þoka frá skoðun sinni í þessu máli, enn af því að kjósendr hans báru svo gott traust til hans að öðru leyti, kusu þeir hann eigi að síðr, og er líklegt að hann hafi enn fult traust þeirra við næstu kosn- ingar, því fremr sem hann rekr duglega erindi þeirra á þingi. Hann er frjálslyndr maðr, einnig í kirkju- málum, og yfirleitt má gera sér góðar vonir um hann framvegis. Frá útlöndum. 17. þ. m. kom hingað gufuskip frá Middlesborough á Englandi, (Maja‘ (skipstj. Jensen), eftir 5 daga ferð, og hafði það að færa salt til Knudtzons-verzl- unar hér og í Hafnarfirði. Með skipi þessu komu nokkur blöð til 7. þ. m. og eru þetta hin helztu tíðindi: Á Italíu var öiolitti farinn frá og hans ráðaneyti og Crispi kominn í staðinn. Hann las upp í þinginu merkilega ræðu um fjárhag Ítalíu. sem kominn er í mjög óvænt efni og verðr ekki viðreistr, nema með miklum sparnaði í ýmsum greinum og hækkuðum sköttum. Eins og nú er, þykir nálega horfa til gjald- þrota. Uppreisn var á Sikiley út af ýmsu neyðará- standi þar, atvinnuleysi og óbærilegum skattaálögum, og ekki samt stíluð móti stjórninni beinlínis, enn þó kvað svo mikið að henni, að herlið, um 12,000 manna, var sent til að friða eyjuna. — Sá atburðr varð á Frakklandi í desember, að maðr kastaði spreugikúíu í fulltrúaþinghöllinni á íundi, og hlutu nokkrir áverka, enn sá náðist þó er verkið vann, Vaillant að nafni, úr „anarkista“-flokki. Hefir fjölda anarkista verið Hann var ófáanlegr til

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.