Fjallkonan


Fjallkonan - 11.04.1894, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 11.04.1894, Blaðsíða 1
Kemr út & miSvikudögum. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýsingar mjög ödýrar. Gjalddagi 15. júli. Upp- sðgn skrifleg fyrir l.okt. Afgr.: Þingholtsstr. 18. FJALLKONAN. XI, 18. Reykjavík, 11. apríl. 1894. ísfirzku málaferlin. Sýslumaðr Berðstrendiiiga, Páll Einarsson, var kominn til ísafjarðar snemma í marzmánuði, sem setudómari í máli því, er Björn sýslumaðr Bjarnarson hefir höfðað gegn Lárusí sýslumanni Bjarnarsyni o. fl. út af drykkjuskapar- orði, sem honum Var borið meðan hann var vestra í vetr sem setudómari. Björn sýslumaðr er nú einnig farinn þangað vestr. Sagt er að Páll sýslu- maðr muni einnig eiga að vera setudómari í mál- um, sem búizt er við að þeir Skúli Thoroddsen og Lárus Bjarnason muni höfða hvor gegn öðrum. — Fyrir utan öll ísfirzku málin, sem beinast meira og minna að Skúla Thoroddsen, hefir ritstjóri ísa- foldar, hr. Björn Jónsson, höfðað fjögur meiðyrða- mál gegn Skúla, og verðr því með sanni sagt, að hann eigi í vök að verjast. Kaupfðr eru nú óðum að koma til Reykjavíkr. — Hafa flestir kaupmenn hér í bænum lækkað verð á útlendri matvöru nú um síðnstu mánaðamót, þannig, að reikningsverð er nú hjá þeim á rúg 100 pd. 61/, kr., rúgmjöli 73/a kr., bankabyggi 11— 12 kr., kaífi 1 kr. 10 au., kandís 82 au. Influenza-sóttin var komin í Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu, er síðustu fréttir komu, og einnig að byrja í Húnavatns og Strandasýslum (komin að sunnan). Yestra var hún komin í Stykkishólm og ólafsvík og lítið eitt i Dalina. Á Mýrum hafði hún orðið ailskæð sumstaðar. í Borgarnesi kvað svo ramt að henni, að gufubátrinn „Elín“ varð að hverfa þar frá með vörur 4. apríl, af því að þeim varð ekki skipað upp vegna mannleysis. Húsbruni. Aðfaranótt 30. marz brann gamalt verzlunarhús á Búðum, eign Eyjólfs kaupmanns Þorkelssonar í B-eykjavík, með einhverjum vörum, er þar vóru geymd&r. Bæði hús og vörur var vátrygt fyrir samtals 9000 kr., og er því vonandi, að skað- inn sé ekki tilfinnanlegr. Enginn bjó í húsinu, og er ókunnugt um, hvernig bruninn hefir atvikazt. Aflabrögð. Eiskigengd mun nú vera allgóð í Eaxaflóa, og er hér kominn dágóðr afli síðustu daga. Þilskipin hafa, enn sem komið er fengið mjög lítinn afla, vegna þess að síðan þau lögðu út hafa verið mjög miklar ógæftir, enn þau gátu ekki lagt út fyr enn um og eftir páskana. Mannalát. Úr influenza-sóttinni hefir fatt manna dáið hér í bænum, nema helzt gamalmenni, og sama er að segja um allar nærsveitir. Af bændum, sem dáíð hafa úr sótt þessari, má nefna Ögmund Sig- urðsson í Tjarnarkoti í Nj&rðvíkum, einn af efni- legustu bændum þar syðra. Hér í bænum er nýdáinn Nikulás Sigvaldason, faðir séra Ingvars í Gaulverjabæ og húsfrú Gudný Möller. 19. marz lézt húsffú Guðný Jónsdöttir á Ytra- Hólmi, kona bændaöldungsins Pétrs Ottesens dbrm. 7. apríl lézt húsfrú Kristin Eggertsdóttir (Waage), kona Helga kaupm. Jónssonar í Borgarnesi. Druknun. Stykkishólmspóstrinn, Árni Jónsson, druknaði í Norðrá 28. marz. Palladómar um þingmenn. 29. Séra Sigurðr Gunnarsson er maðr hár og grannr, rösklegr og einarðlegr á svip. Hann er allvel máli farinn, enn talar fremr sjaldan. Hann lætr allmikið til sín taka í hinni hærri pólitík, stjórnarskrárn»áli og kirkjustjórnar- málum, og var einn af formælöndum háskólamáls- ins. Sagði hann í einni ræðu sinni í því máli, að það mál hefði verið að undanförnu „brennandi spursmál" þjóðarinnar, og er það furðu djarflega að orði kveðið, þar sem þetta mál er svo nýtt, að allr þorri þjóðarinnar mun ekki hafa skapað sér minstu hugmynd um það. Séra Sigurðr er með- mæltr aðskilnaði ríkis og kirkju, enn virðist þó vera íhaldssamr í kirkjumálum; þannig var hann á móti því að borgaralegt hjónaband skyldi leyft þjóðkirkju- mönnum. 80. Séra Sigurðr Jensson er lágr maðr vexti enn mjög þrekinn, stillilegr og alvarlegr á svip. Hann talar sjaldan og ekki heldr lengi í senn. Hann er sannfæringarfastr maðr og lætr varla leið- ast af öðrum, gætinn og samvizkusamr. Með því að hann mun ekki vera mikill áhugamaðr í þing- málum og lætr heldr lítið til sín taka á þingi, væri æskilegra að sæti hans væri skipað skörulegra þingmanni, enn að öðru leyti má telja hann með hinum betri þingmönnum. 31. Séra Sigurðr Stefánsson er meðalmaðr á hæð og allr jafndigr, svartr á hár og skegg og nokkuð dökkr ílits yfirleitt. Hann er ekki ósvipaðr kolsvörtum byssuhólki, sem stendr upp á endann (sem Björnstjerne Björnson hefir heppilega líkt hinum pólitísku prestum við), enn með hverju hólkrinn er hlaðinn, er vant að segja, enn ekki mun púðrið skorta. J Séra Sigurðr Stefánsson er einhver mestr stórpólitíkus á þingi, og fylgir fram flestum skoðunum Benedikts Sveins- sonar með miklu kappi. Hann er einhver helzti formælandi stjórnarskrérmálsins, háskólamálsins, hæstaréttarmálsins, búsetu fastra kaupmanna o. s frv. Það er einkam Ben. Sv. og séra S. St., sem hafa barizt fyrir þessu síðastnefnda máli, þótt það hafi fengið lítinn byr. — í kirkjumálum er séra Sigurðr aftrhaldsmaðr, og langt frá því að vera frjálslyndr, og þótt hann hafi gerzt mikill stjórnmálagarpr á

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.