Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1894, Side 3

Fjallkonan - 08.05.1894, Side 3
8. maí 1894. FJALLKONAN. 75 Milj ónarseðillinn. Eftir Mark Twain. (Niðrlag). „Þetta er alveg 6skiljanlegt“. „Jú, enn ég skal færa ykkr heim sanninn um það“. Portia tók nú fram í og mælti: „Henry. Átt þú annars þessa peninga og hefir alt af farið á bak við mig með þetta?“ „Já, enn ég vona að þú fyrirgefir mér“. „Ekki skaltu nú treysta því“, sagði hún með upp- gerðar ólundar-róm, „það var sannarlega ljótt af þér að fara svona að því“. „Við jöfnum það með okkr“. „Nei, bíðið þér við“, sagði minn maðr, „ég ætla að bjóða yðr stöðu“. „Já, þakk’ yðr fyrir, enn ég kæri mig nú ekki um hana“. „Enn ef ég byði yðr nú þá beztu stöðu, sem ég hefi ráð á?“ „Ó þakk’ yðr fyrir, það er nú sama, ég ætla ekki að hugsa um það“. „Henry, ég líð önn fyrir þig, þú sýnir ekki þess- um gamla manni það tillæti sem hann á skilið. Má ég þakka honum fyrir þig?“ „Ojá, ef þú þykist geta gert það betr“. Síðan gekk hún rakleiðis að manninum, settist upp í fangið á honum, tók höndunum um hálsinn á honum og rak að honum rembingskoss. Báðir bræðrnir ráku upp skellihlátr, .enn mér fór ekki að verða um sel. Portia segir þá: „Pabbi, hann segír, að hann geti ekki tekíð neina stöðu hjá þér og —“ „Elskan mín, er þetta hann faðir þinn?“ „Hann er það, stjúpfaðir, enn sá bezti stjúpfaðir í veröldiani. Og nú getrðu skilið, hvers vegna ég gat hlegið um kveldið, þegar þú sagðir mér frá veðjun- inni og öllum vandræðunum“. „Já, kæri herra, fyrst svona stendr á, þá verð ég að aftrkalla orð mín. Þér hafið eina stöðu að bjóða, sem ég vil gjarnan þiggja“. „Hvaða stöðu?“ „Að ég verði tengdasonr yðar“. „ Ju—ju—ú. Enn ég verð að segja yðr, að af því að þér hafið ekki staðið í þeirri stöðu fyrri, getið þér víst ekki sýnt nein skilríki fyrir dugnaði yðar í shkri stöðu og því —“ „Takið mig þó til reynslu að minsta kosti, svona fyrst um sinn í þrjátíu fjörutíu ár eða svo — og ef ég þá —“ „Jæja, í herrans nafni. Svo lítilli bón get ég ekki verið að neita. Taktu hana þá, fyrst þið viljið það bæði“. Við Portia réðum okkr ekki fyrir gleði. Stjúpfaðir Portíu fór með seðilinn í Englands banka og fékk honum skift. Síðan var hann ónýttr og fékk ntjúpfaðir Portíu hann aftrað gjöf frá bankanum sem minjagrip. Hann gaf okkr hann síðan á brúð- kaupsdegi okkar og ég lét hann í umgerð og læt hann hanga á veggnujm hjá mér, þyí það er honum að þakka, að ég fékk hana Portíu mína. D. Thomsen kaupm. hefir samið mjög fróðlega skýrslu um ferðir sínar um ýms lönd til að kynna sér sölu á íslenzkum vörum, og verðr hennar nánar getið í næsta blaði. Hún er þegar komin út á dönsku og kemy á íslejizkh í „Andvara", Bruknan. Á Akranesi fórust 5 menn í lendiugu 5 þ. m. Óskilafé selt í Skagafjarðarsýslu haustið 1893. í Hólahreppi: 1. Hvítkollótt lamb, mark: sneitt aft. fjöðr fr. h., 2 bitar a. v. f Lýtingsstaðahreppi: 1. Hvít lambgimbr, mark: sneiðrifa a. h., vaglskora fr. v. 2. Hvít lambgimbr, mark: hamrað h., sneitt a., gat v. 8. Hvít lambgimbr, mark: blaðstýft fr., biti neðar h., gat v. 4. Hvít lambgimbr, mark: sneitt a., gagnb. h., hamrað v. 6. Hvít lambgimbr, mark: stýft af hálftaf a.h., sneittfr., bitia. v. 6. Hvit lambgimbr, mark: hamrað h., vaglskora fr. v. 7. Hvít lambgimbr, mark: miðhlutað h., hálftaf a. v. 8. Hvítr lambgeldingr, mark: fjöðr fr. h., tvístýft a. v. 9. Hvítr lambgeldingr, mark: sneitt fr., biti a. h., stýft, biti a. v. 10. Hvítr lambgeldingr, mark: sneitt fr., biti a. h., stýft, biti a. v. 11. Hvítr iambgeldingr, mark: sýit, gagnbitað h., miðhlutað v. 12. Hvít gimbr, vetrgömul, mark: blaðstýft fr. h., brm. KIJTK, blaðst. fr., 2 bitar a. v. 13. Hvit ær, tvævetr, mark: hvatrifað, biti a. h., stýft af hálftaf fr., vaglsk. a. v. 14. Svartbotnótt lamb, mark: sýlt h., sneitt a. v. 1 Seilulireppi: 1. Hvít lambgimbr, mark: stýft h., hvatt v. 2. Svört lambgimbr, mark: heilrifa, biti fr. h., stúfhamrað v. 3. Golmóótt lambgimbr, mark (álitið): blaðrifa a. h., stúfhamr. v. 4. Hvítt geldingslamb, mark: 2 vaglsk. fr. h., biti fr., fjöðr a. v. 5. Hvítr lambhrútr, mark: biti fr. h., heilrifað v. 6. Hvítr lambhrútr, mark: vaglsk. fr. h., stúfrifa v. 7. Rauð hryssa á 3ja vetri, mark: stýft, biti eða bragð fr. v. í Staðarhreppi: 1. Hvítr lambhrútr, mark: miðhlutað h., stúfrifa, fjöðr a. v. 2. Hvítr lambhrútr, mark: blaðst. fr., biti a. h., stúfrifa v. 3. Hvít lambgimbr, mark: sneitt fr., gagnbit. h., blaðstýft og fjöðr fr. v. 4 Mórauð lambgimbr, mark: sýlt, bitar 2 fr. h., stúfrifa, fjöðr fr. v. 5. Hvitkollótt lambgimbr vetrg., mark: fjöðr fr. h., hvatrifa, hófr eða biti a. v. í Sauðárhreppi: 1. 2 lömb svört, gimbr og hrútr, mark: sneiðrifa a. h., fjöðr fr. v. í Skefllsstaðahreppi: 1. Hvít lambgimbr, mark: stúfr. h., sneitt aft., vaglsk. neð. v. 2. Hvit lambgimbr, mark: biti fr. h., biti a. v. 3. Hvít lambgimbr, mark: hamrað h., sneiðrifa a. gagnfj. v. 4. Hvít lambgimbr, mark: sýlt, biti fr. h„ stúfrifa, fjöðr fr. v. 5. Hvít lambgimbr, mark: sneitt fr„ fj.,a., hófrif'. neð. h„ fjöðr a„ vaglsk. neð. v. 6. Hvít lambgimbr, mark: heilrifað h„ stýft v. 7. Hvítr lambhrútr, mark: blaðstýft fr. bragð a. h„ biti fr. v. 8. Hvítr lambhrútr, mark: sneitt fr„ vaglsk. a. h„ sýlt, lögg fr. v. 9. Hvítr lambgeld., mark: hvatt hægra, 2 bitar a. (spottií) v. 1 Ríprhreppi: 1. Hvítr lambhrútr, mark: stúfrifa, gagnbitað h„ tvístýft fr., biti a. v. Þeir sem sanna eignarrétt sinn, mega vitja andvirðisins hjá viðkomandi hreppstjórum til septemberloka næstkomandi. Hróarsdal, 28. febr. 1894. Jóuas Jjónsson.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.