Fjallkonan


Fjallkonan - 18.12.1894, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 18.12.1894, Blaðsíða 3
18. des. 1894. FJALLKONAN. 199 ýmsar taldar af hagfræðingunum; fyrst að gu!l er orðið myntfótr í staðinn fyrir silfr á heimsmarkað- inum, annað er hinn margfaldi hægðarauki, sem orð- inn er á framleiðslunni, og útbreiðsla hins framleidda fyrir verkvélar og tíðar samgöngur. Enda Asíuþjóðir, t. d. Kínverjar og Japanar, eru komnar með í fram- fararásina að því er snertir verksmiðjur og verkvélar. Þá er ekki að gleyma samkeppni Ástralíu i kjöt- verzluninni m. fi. Yfirleitt er hagrinn þeirra megin, sem brúka vörurnar, enn erfiðleikarnir hjá þeim sem framleiða þær. í stuttu máli, nú er hin mesta bylt- ingaöld í verzlunarefnum, og er því af sem áðr var, þegar sömu kaupmenn gátu stundum verzlað við litla samkeppni svo tugum ára skifti. Allar líkur þykja til, að vörur þær er lækkað hafa í verði muni ekki hækka aftr svo stóru nemi. Etrúrskt handrit. Ferðamaðr nokkur frá Austr- ríki kom fyrir eitthvað 40 árum heim aftr með múmíu frá Egyptalandi, og var hún að honum látnum keypt handa forngripasafninu í Agram. Sást þá, að lérefts- bönd þau er vafin vóru utan um múmíuna, vóru út- skrifuð, enn enginn gat fundið, á hvaða tungumáli það var. Nú hefir nýlega iærðr maðr, Kroll að nafni, fundið að böndin eru úr gamalii etrúrskri léreftsbók, trúarlegs efnis, enn að líkindum verða óvinnandi erfið- leikar á að skiíja handritið, því Etrúra-mál er í engu líkt neinum þeim málum, er menn þekkja. Slíkra lérefts- bóka er getið í elztu sögu Rómverja, enn Etrúrar vóru eldri menningarþjóð enn Grikkir og Rómverjar. Vilhjálmr keisari. Á flest leggr Yilhj. Þýzka- landskeisari gerva hönd. Hann er auk alls annars skáid og sönglagasmiðr. í surnar orkti hann til Ítalíudrotningar og sarndi lag við, og fyrir skemstu orkti hann kvæði, „Lofsöng til Ægis“, og samdi einnig iag við það. Slikir höfðingjar geta sparað sér hirðskáld. „Austri“ (28. tölubl.) flytr ailfróðlega grein eftir M. J., sem skýrir frá hinum skörpu aðfinningum PresbýteraklerksinsjBi'iggs í Bandaríkjunum við kirkju- og klerkdóm. Hann segir meðal annars: „Yér lifum á tíma, þegar kirkjan er að fjara út. Henni er stjórnað með trúfræði, klerkaríki og erfðakenningum. Kirkjan með þessu fyrirkomulagi hefir glatað almenn- ingstrausti í þrennu lagi, 1. á því, að hún geti kent sannleikann, 2. að hún hafi guðlegt vald, 3. að hún hafi heilagleik“. Hann segir, að kirkjan hafi verið tómlát til frelsis og framfara í góðum verkum, og að öll stórræði til kristilegra bóta hafi verið unnin af körium og konum, sem hafi staðið fyrir utan kirkjuna og oft í óþokka við klerkana; að dómr sé þegar fyrir dyrum og annaðhvort rísi upp nýtt kirkju- félag og verði kirkja alþýðunnar, ella munu menn leysa sína trúarlegu og félagslegu hnúta án hjálpar kirkjuanar. Carl Kiiehler, ungr vísindamaðr þýzkr, hefir skrifað lahga ritgerð í þýzkt víkubiað, „Internationale Littera- turberichte“, sem er um íslenzk skáld á þessari öld og einkum íslenzkar skáldsögur. Af hinum eldri skáldum þykir honum einna mest kveða að Jónasi Hallgrímssyni, sem hann dáist að. Hann hefir einnig þýtt „Grasaferðina" eftir Jónas. Hann lýkr miklu lofsorði á sögur Gests Pálssonar, og hefir þýtt eina þeirra, „Kærleiksheimilið“. Þá sögu er líka búið að þýða á hollenzku. Hann minnist heldr vel Þorgils gjalíanda. Færeyingar hafa þegar innlenda gufubáta, 1 eða 2, og nú eru þeir að koma upp gufubát, sem á að ganga stöðugt kringum eyjarnar. Til þessa fyrir- tækis er stofnað hlutafélag; höfuðstóllinn er áætlaðr 37,000 kr., hvert hlutabréf á 500 kr., og höfðu menn skrifað sig fyrir meiri hluta þess fjár þegar síðsst fréttist. Þegar þess er gætt, að Færeyingar eru að eins 13,000 að tölu, sýnast þeir vera framtakssamari ónn íslendingar. Líkamsbygging mannsins. í líkama mannsins eru um 263 bein, og vöðvar um 500. Næringar- gangrinn er nær því 32 feta langr. Blóðið í full- þroska manni vegr 30 pund, eða rúman % af þytígd mannsins. Hjartað er 6 þuml. langt og 4 þuml. í þvermál, slær 70 sianum á mínútunni og þrýstir úr sér 656 pd. af blóði á klukkutímanum. A!t blóðið í líkamanum gengr gegnum hjartað á 3 mínútum. í lungunum eru 1 venjulegu ástandi 41/, pottr lofts. Maðrinn andar 1200 sinnum á klukkutímanum og andar að sér 108 þús. pottum af lofti á dag. Heili fullorðins karlmanns vegr 3 pd. og 8 únzur, enn kvenmanns 2 pd. og 4 únzur. Taugaþræðirnir standa aliir í sambandi við heiiann, annaðhvort beinlínis eða í gegnum mænuna. Þeir eru að líkindum yfir 10 milj. að tölu. Húðin er þreföld og J/8—J/4 þuml. á þykt. ^ Um fiskverkun stendr grein í hinu færeyska blaði „Dimmalætting“. Þar segir, að til þess að fiskrinn líti vel út, sé nauð- synlegt, að hleypa úr honum blóðinu jafnskjótt sem hann er innbyrðr; það sé einnig kunnugt, að kjót af skepnum, sem kafna, só verra enn af skepnum sem slátrað er. Á Seyðisfirði og Vopnafirði segir höfundr- inn, að fiskurinn sé ekki tekinn í verzlunina, r.ema þannig hafi verið farið með hann. Þar næst takr höf. um, að menn verði að varast að merja fiskinn sem hætt er við, ef gengið er ofan á haun o. s. frv. Um flatning og verkun á fiski getr hann líka þess, að bezt sé að hafa þá aðferð, sem alment sé höfð á Hjaltiandi. Þar sé sumir látuir slægja fiskínn, aðrir fletja, hinir þriðju þvo fiskinn og hinir fjórðu salta. Með því móti verðr bæði vinuan greiðari og betr af hendi leyst. — Um söltunina leggr höf. áherzlu á, að saltið sé ekki sparað, þótt fiskrinn kunni að verða léttari, ef hann er mikið saltaðr. — Loks minnist höf. á, að nauðsynlegt væri að liafa sýningar á saltfiski frá ýmsum verkunarstöðum og veita verðlaun fyrir bezta fiskinn. Það eru nú 30 ár síðan Færeyingar byrjuðu þil- skipaveiðar. Framan af gekk þeim miklu miðr að afla enn útlendingum þeisn, sem vóru á fiski við eyjarnar. Nú sækjast útlendingar eftir Færeyingum sem afbragðs fiskimönnum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.